Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 20:01 Árið 1993 gekkst Hulda Guðmundsdóttir í ábyrgð fyrir námsláni sonar hennar svo hann gæti tekið lán til að komast í nám í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar. Háskólaráðherra vill endurskoða málið. Vísir/Arnar Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. Í fyrradag sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa. „Maður hefur auðvitað mjög mikla samúð með þessari konu og þeim eldri borgurum sem hafa lent í því að hafa skrifað upp á lán og standa eftir í miklum skuldum vegna þessa. Og maður skilur að fólki finnist þetta óskiljanlegt, að þarna sé gengið á eftir ábyrgðarmönnum sem skrifuðu upp á lán,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra. Háskólaráðherra hefur þess vegna óskað eftir gögnum um þennan hóp ábyrgðarmanna sem skilinn var eftir þegar kerfið var lagt af. „Af hverju þessi hópur var skilinn eftir? Hvað er þessi hópur stór? Og hvernig gengur að innheimta? Það virðist vera að innheimta á þessum ábyrgðum gangi mjög illa og borgi sig eiginlega varla. Þess vegna hef ég óskað eftir betri gögnum um þennan hóp og er búin að taka þetta inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.“ Líkt og fram kom í frétt okkar í gær nemur heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, um fjórum milljörðum króna og árið 2021 var farið í aðfarargerðir hjá 105 ábyrgðarmönnum og í öllum tilvikum var fjárnám árangurslaust. „Þarna sést alveg svart á hvítu að það innheimtist mjög lítill hluti af því sem er útistandandi gagnvart þessum ábyrðgarmönnum og það gefur alveg tilefni til endurskoðunar.“ Námslán Háskólar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Í fyrradag sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp námslán sonar hennar sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum. Ein krafa stendur eftir og hyggst sýslumaður nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna skuldarinnar. Líkt og við höfum greint frá hefur þetta ábyrgðarmannakerfi nú verið lagt af en þó ekki afturvirkt í tilviki þeirra lána sem voru í vanskilum og situr því hópur eldra fólks eftir, sumt með miklar skuldir á bakinu, vegna kerfis sem í dag þykir ekki ástæða til að viðhafa. „Maður hefur auðvitað mjög mikla samúð með þessari konu og þeim eldri borgurum sem hafa lent í því að hafa skrifað upp á lán og standa eftir í miklum skuldum vegna þessa. Og maður skilur að fólki finnist þetta óskiljanlegt, að þarna sé gengið á eftir ábyrgðarmönnum sem skrifuðu upp á lán,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra. Háskólaráðherra hefur þess vegna óskað eftir gögnum um þennan hóp ábyrgðarmanna sem skilinn var eftir þegar kerfið var lagt af. „Af hverju þessi hópur var skilinn eftir? Hvað er þessi hópur stór? Og hvernig gengur að innheimta? Það virðist vera að innheimta á þessum ábyrgðum gangi mjög illa og borgi sig eiginlega varla. Þess vegna hef ég óskað eftir betri gögnum um þennan hóp og er búin að taka þetta inn í umræðu um endurskoðun á núverandi lögum.“ Líkt og fram kom í frétt okkar í gær nemur heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, um fjórum milljörðum króna og árið 2021 var farið í aðfarargerðir hjá 105 ábyrgðarmönnum og í öllum tilvikum var fjárnám árangurslaust. „Þarna sést alveg svart á hvítu að það innheimtist mjög lítill hluti af því sem er útistandandi gagnvart þessum ábyrðgarmönnum og það gefur alveg tilefni til endurskoðunar.“
Námslán Háskólar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12
Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. 23. mars 2023 20:00