Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 07:49 Hröð íbúafjölgun er talin geta sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Vísir Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira