Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi þar með í sama sæti og á síðasta tímabili. Víkingar mættu til leiks í fyrra sem Íslands- og bikarmeistarar. Þeir unnu bikarmeistaratitilinn þriðja sinn í röð en Íslandsmeistarabikarinn fór úr Traðarlandinu í Smárann. Slæm byrjun varð Víkingi að falli en liðið tapaði þremur af fyrstu sex deildarleikjum sínum. Eftir það var brekkan alltaf brött. Arnar Gunnlaugsson er með áskrift að Mjólkurbikarnum.vísir/hulda margrét Í vetur reri fyrirliði Víkings, Júlíus Magnússon, á norsk mið og gekk í raðir Fredrikstad. Víkingar misstu þar sinn langmikilvægasta leikmann. Til að bæta gráu ofan á svart sleit Kyle McLagan krossband í hné í leiknum gegn Val í Lengjubikarnum og Víkingur stendur því eftir með aðeins tvo leikfæra miðverði og annar þeirra, Halldór Smári Sigurðsson missti talsvert úr vegna meiðsla í fyrra. Víkingar þurfa því nauðsynlega á viðbótum aftarlega á vellinum að halda. Arnar Gunnlaugsson, sem er að hefja sitt fimmta tímabil við stjórnvölinn hjá Víkingi, hefur aðeins sótt tvo leikmenn í vetur og það er hætt við að liðsstyrkurinn þurfi að vera meiri til að reyna að fella Breiðablik af stalli sínum. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum neðar en þeim var spáð (1. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Maí: 61 prósent stiga í húsi (11 af 18) Júní: 100 prósent stiga í húsi (3 af 3) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) September: 67 prósent stiga í húsi (8 af 12) Október: 33 prósent stiga í húsi (5 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 2. sæti (43 stig) Úrslitakeppni: 3. sæti í neðri deild (5 stig) - Besti dagur: 16. júlí Víkingar unnu sjötta sigurinn í röð með því vinna FH 3-0 í Krikanum Versti dagur: 19. september 3-0 tap á heimavelli á móti Blikum sem þýddi að Víkingar voru lentir átta stigum á eftir Breiðabliki. - Tölfræðin Árangur: 3. sæti (48 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (66 mörk skoruð) Varnarleikur: 4. sæti (41 mark fengin á sig) Árangur á heimavelli: 2. sæti (26 stig) Árangur á útivelli: 3. sæti (22 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (22. maí til 16. júlí) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Helgi Guðjónsson 9 Flestar stoðsendingar: Pablo Punyed 9 Þáttur í flestum mörkum: Ari Sigurpálsson 15 Flest gul spjöld: Júlíus Magnússon 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Ingvar Jónsson (f. 1989): Átti ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð og fékk á sig alltof mörg mörk. Víkingar virðast hafa breytt leikstílnum örlítið í von um að fá á sig færri mörk og ætti Ingvar að njóta góðs af því. Segja má að Ingvar sé markvörður stóru augnablikanna og ætli Víkingar sér að endurtaka leikinn frá 2021 þarf Ingvar að eiga fleiri en eitt slíkt augnablik í sumar. Pablo Punyed (f. 1990): Einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Gerir öll lið sem hann spilar fyrir betri og virðist geta leyst nær allar stöður á miðjunni, sama hvert leikkerfið er. Sannur sigurvegari sem nýtur sín í botn í Víkinni. Danijel Dejan Djuric (f. 2003): Kom sprækur inn í lið Víkinga á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Danmörku árin þar á undan. Sýndi að það er fullt í hann spunnið og tekur nú þátt í sínu fyrsta heila tímabili í Bestu deildinni. Víkingar vona að hann geti fetað í fótspor Kristals Mána Ingasonar og sem stendur er ekkert því til fyrirstöðu. Oliver Ekroth, Pablo Punyed og Danijel Dejan Djuric eru í lykilhlutverki hjá Víkingi.vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Víkingar hafa ekki hagað sér eins og meistarakandídatar á markaðnum í vetur en hafa ber í huga að enn er opið fyrir félagaskipti, og það alveg til 26. apríl. Það verður þó fróðlegt að sjá hvernig Matthías Vilhjálmsson kemur inn í Víkingsliðið, með alla sína reynslu og þekkingu í titlaöflun frá Noregi, eftir vonbrigðin sem hann upplifði í FH-búningnum. Hinn leikmaðurinn sem Víkingar hafa sótt sér er tæplega helmingi yngri en Matthías, miðvörðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson sem stóð sig vel með ÍR á sinni fyrstu leiktíð í meistaraflokki í fyrra, í 2. deild. Hann hefur spilað talsvert með Víkingi í Lengjubikarnum en þó aðeins einn leik í byrjunarliði. Víkingar fá falleinkunn fyrir viðskipti vetrarins, í ljósi þess hvað þeir missa mikið í Júlíusi og McLagan, en geta bætt úr því og eru eflaust í leit að liðsstyrk í þessum skrifuðu orðum. Í vikunni kom raunar fram að svo virðist sem færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar sé á leið í Víkina en hann er 28 ára miðvörður sem einnig getur leikið sem miðjumaður. Hversu langt er síðan að Víkingur .... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2021) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2022) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 12 ár (2011) ... átti markakóng deildarinnar: 2 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti besta leikmann deildarinnar: 2 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 2 ár (Kristall Máni Ingason 2021) Víkingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Unnu B-deildina og komust upp Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í sjöunda sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Enduðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp Fyrir tíu árum (2013): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp Að lokum ... Ari Sigurpálsson lék vel með Víkingi síðasta sumar.vísir/hulda margrét Víkingur fékk á sig 41 mark í Bestu deildinni á síðasta tímabili og liðið þarf að herða skrúfurnar í varnarleiknum til halda sér við toppinn. Sóknarþungi Víkings var mikill í fyrra og ekkert lið skoraði fleiri mörk (66). Víkingar gáfu þó xG tölfræðinni langt nef en samkvæmt henni hefðu þeir „bara“ átt að skora 50,2 mörk. Leikmannahópur Víkings er ekki breiður en þeir geta teflt fram átján leikmönnum eða svo sem eru svipaðir að getu. Fossvogsbúar mega þó ekki við miklum skakkaföllum eins og gerðist með varnarmenn liðsins í fyrra. Ljósin í partíinu í Fossvoginum eru enn kveikt, kannski ekki öll en nógu mörg til að berjast um titlana sem í boði eru. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi þar með í sama sæti og á síðasta tímabili. Víkingar mættu til leiks í fyrra sem Íslands- og bikarmeistarar. Þeir unnu bikarmeistaratitilinn þriðja sinn í röð en Íslandsmeistarabikarinn fór úr Traðarlandinu í Smárann. Slæm byrjun varð Víkingi að falli en liðið tapaði þremur af fyrstu sex deildarleikjum sínum. Eftir það var brekkan alltaf brött. Arnar Gunnlaugsson er með áskrift að Mjólkurbikarnum.vísir/hulda margrét Í vetur reri fyrirliði Víkings, Júlíus Magnússon, á norsk mið og gekk í raðir Fredrikstad. Víkingar misstu þar sinn langmikilvægasta leikmann. Til að bæta gráu ofan á svart sleit Kyle McLagan krossband í hné í leiknum gegn Val í Lengjubikarnum og Víkingur stendur því eftir með aðeins tvo leikfæra miðverði og annar þeirra, Halldór Smári Sigurðsson missti talsvert úr vegna meiðsla í fyrra. Víkingar þurfa því nauðsynlega á viðbótum aftarlega á vellinum að halda. Arnar Gunnlaugsson, sem er að hefja sitt fimmta tímabil við stjórnvölinn hjá Víkingi, hefur aðeins sótt tvo leikmenn í vetur og það er hætt við að liðsstyrkurinn þurfi að vera meiri til að reyna að fella Breiðablik af stalli sínum. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum neðar en þeim var spáð (1. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Maí: 61 prósent stiga í húsi (11 af 18) Júní: 100 prósent stiga í húsi (3 af 3) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) September: 67 prósent stiga í húsi (8 af 12) Október: 33 prósent stiga í húsi (5 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 2. sæti (43 stig) Úrslitakeppni: 3. sæti í neðri deild (5 stig) - Besti dagur: 16. júlí Víkingar unnu sjötta sigurinn í röð með því vinna FH 3-0 í Krikanum Versti dagur: 19. september 3-0 tap á heimavelli á móti Blikum sem þýddi að Víkingar voru lentir átta stigum á eftir Breiðabliki. - Tölfræðin Árangur: 3. sæti (48 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (66 mörk skoruð) Varnarleikur: 4. sæti (41 mark fengin á sig) Árangur á heimavelli: 2. sæti (26 stig) Árangur á útivelli: 3. sæti (22 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (22. maí til 16. júlí) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Helgi Guðjónsson 9 Flestar stoðsendingar: Pablo Punyed 9 Þáttur í flestum mörkum: Ari Sigurpálsson 15 Flest gul spjöld: Júlíus Magnússon 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Ingvar Jónsson (f. 1989): Átti ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð og fékk á sig alltof mörg mörk. Víkingar virðast hafa breytt leikstílnum örlítið í von um að fá á sig færri mörk og ætti Ingvar að njóta góðs af því. Segja má að Ingvar sé markvörður stóru augnablikanna og ætli Víkingar sér að endurtaka leikinn frá 2021 þarf Ingvar að eiga fleiri en eitt slíkt augnablik í sumar. Pablo Punyed (f. 1990): Einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Gerir öll lið sem hann spilar fyrir betri og virðist geta leyst nær allar stöður á miðjunni, sama hvert leikkerfið er. Sannur sigurvegari sem nýtur sín í botn í Víkinni. Danijel Dejan Djuric (f. 2003): Kom sprækur inn í lið Víkinga á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Danmörku árin þar á undan. Sýndi að það er fullt í hann spunnið og tekur nú þátt í sínu fyrsta heila tímabili í Bestu deildinni. Víkingar vona að hann geti fetað í fótspor Kristals Mána Ingasonar og sem stendur er ekkert því til fyrirstöðu. Oliver Ekroth, Pablo Punyed og Danijel Dejan Djuric eru í lykilhlutverki hjá Víkingi.vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Víkingar hafa ekki hagað sér eins og meistarakandídatar á markaðnum í vetur en hafa ber í huga að enn er opið fyrir félagaskipti, og það alveg til 26. apríl. Það verður þó fróðlegt að sjá hvernig Matthías Vilhjálmsson kemur inn í Víkingsliðið, með alla sína reynslu og þekkingu í titlaöflun frá Noregi, eftir vonbrigðin sem hann upplifði í FH-búningnum. Hinn leikmaðurinn sem Víkingar hafa sótt sér er tæplega helmingi yngri en Matthías, miðvörðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson sem stóð sig vel með ÍR á sinni fyrstu leiktíð í meistaraflokki í fyrra, í 2. deild. Hann hefur spilað talsvert með Víkingi í Lengjubikarnum en þó aðeins einn leik í byrjunarliði. Víkingar fá falleinkunn fyrir viðskipti vetrarins, í ljósi þess hvað þeir missa mikið í Júlíusi og McLagan, en geta bætt úr því og eru eflaust í leit að liðsstyrk í þessum skrifuðu orðum. Í vikunni kom raunar fram að svo virðist sem færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar sé á leið í Víkina en hann er 28 ára miðvörður sem einnig getur leikið sem miðjumaður. Hversu langt er síðan að Víkingur .... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2021) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2022) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 12 ár (2011) ... átti markakóng deildarinnar: 2 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti besta leikmann deildarinnar: 2 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 2 ár (Kristall Máni Ingason 2021) Víkingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Unnu B-deildina og komust upp Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í sjöunda sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Enduðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp Fyrir tíu árum (2013): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp Að lokum ... Ari Sigurpálsson lék vel með Víkingi síðasta sumar.vísir/hulda margrét Víkingur fékk á sig 41 mark í Bestu deildinni á síðasta tímabili og liðið þarf að herða skrúfurnar í varnarleiknum til halda sér við toppinn. Sóknarþungi Víkings var mikill í fyrra og ekkert lið skoraði fleiri mörk (66). Víkingar gáfu þó xG tölfræðinni langt nef en samkvæmt henni hefðu þeir „bara“ átt að skora 50,2 mörk. Leikmannahópur Víkings er ekki breiður en þeir geta teflt fram átján leikmönnum eða svo sem eru svipaðir að getu. Fossvogsbúar mega þó ekki við miklum skakkaföllum eins og gerðist með varnarmenn liðsins í fyrra. Ljósin í partíinu í Fossvoginum eru enn kveikt, kannski ekki öll en nógu mörg til að berjast um titlana sem í boði eru.
Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum neðar en þeim var spáð (1. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Maí: 61 prósent stiga í húsi (11 af 18) Júní: 100 prósent stiga í húsi (3 af 3) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) September: 67 prósent stiga í húsi (8 af 12) Október: 33 prósent stiga í húsi (5 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 2. sæti (43 stig) Úrslitakeppni: 3. sæti í neðri deild (5 stig) - Besti dagur: 16. júlí Víkingar unnu sjötta sigurinn í röð með því vinna FH 3-0 í Krikanum Versti dagur: 19. september 3-0 tap á heimavelli á móti Blikum sem þýddi að Víkingar voru lentir átta stigum á eftir Breiðabliki. - Tölfræðin Árangur: 3. sæti (48 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (66 mörk skoruð) Varnarleikur: 4. sæti (41 mark fengin á sig) Árangur á heimavelli: 2. sæti (26 stig) Árangur á útivelli: 3. sæti (22 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (22. maí til 16. júlí) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Helgi Guðjónsson 9 Flestar stoðsendingar: Pablo Punyed 9 Þáttur í flestum mörkum: Ari Sigurpálsson 15 Flest gul spjöld: Júlíus Magnússon 7
Hversu langt er síðan að Víkingur .... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2021) ... varð bikarmeistari: 1 ár (2022) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 12 ár (2011) ... átti markakóng deildarinnar: 2 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti besta leikmann deildarinnar: 2 ár (Nikolaj Hansen 2021) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 2 ár (Kristall Máni Ingason 2021)
Víkingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Unnu B-deildina og komust upp Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í sjöunda sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Enduðu í tíunda og neðsta sæti í A-deildinni og féllu Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp Fyrir tíu árum (2013): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp
Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00