„Örugglega einhverjir til í að ég myndi hætta hjá sambandinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2023 09:01 Hannes S. Jónsson hefur verið formaður KKÍ í næstum því tvo áratugi. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson getur ekki haldið áfram sem bæði formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands eftir að lagabreyting var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina. Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Hannes hefur verið formaður KKÍ í sautján ár og starfandi framkvæmdastjóri í níu ár. Hvernig koma þær breytingar við hann sem nú þarf að gera? „Við höfum talað um þetta í mörg ár að það þurfi að gera þetta. Þetta er bara góð niðurstaða og það sem ég bjóst við að myndi koma út úr þessu fyrst að tillagan kom inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er bara gott mál og við finnum einhvern góðan flöt á þessu næstu daga og förum yfir þetta,“ sagði Hannes sem getur núna ekki sinnt báðum störfum. Guðbjörg komið inn eins og formaður „Nei, ég get það ekki. Við höfum gert það þannig undanfarin ár að ég hafi verið eins og framkvæmdastjóri enda er ég með starfslýsingu sem framkvæmdastjóri líka. Ég er i raun bæði formaður og framkvæmdastjóri,“ sagði Hannes. „Svo hefur Guðbjörg varaformaður í rauninni komið inn eins og formaður. Þannig höfum við unnið þetta undanfarin ár. Þess vegna hefur Guðbjörg, sem varaformaður, í rauninni stigið inn sem formaður þótt að maður sé með formannstitilinn. Þá höfum við tvö unnið þetta þannig saman,“ sagði Hannes. „Þetta hefur ekki verið unnið þannig að formaðurinn og framkvæmdastjórinn sé einn og sami maðurinn og enginn annar komi nálægt hlutunum,“ sagði Hannes. „Við skoðum þetta og þetta er bara fínt. Ég hef stundum sagt það að ég viti það manna best hvað það er að vera með báða titlana. Ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því þannig lagað því þetta kom bara upp í hendurnar á mér,“ sagði Hannes. Þurfa væntanlega að hækka útgjöldin á félögin „Þetta var fjárhagslegs eðlis en núna ákvað þingið að fara með þetta þessa leið. Þingið ákvað jafnframt að stjórnin ætti að skoða það að breyta fjárhagsáætlun með það í huga að það væri verið að fara með þetta. Það þýðir að það verði hugsanlega hækkuð útgjöld á félögin með þessu,“ sagði Hannes. „Það er það sem við höfum verið að forðast. Við höfum ekki viljað hækka útgjöldin á félögin. Það er það sem félögin kölluðu eftir á þinginu og það er bara hið besta mál. Til þess erum við með þing og þetta verður bata góð lausn. Það eru alltaf tækifæri í öllu,“ sagði Hannes. Guðjón Guðmundsson spurði Hannes einnig út í breytingar á útlendingareglum og um fjárhagsáætlun sambandsins. Lítur ekki á þetta sem vantraust á sig Hannes lítur ekki á tillöguna, um að hann geti ekki verið bæði formaður og framkvæmdastjóri áfram, sem vantraust á hann sem einstakling. „Nei, ég geri það ekki en það eru örugglega einhverjir sem eru alveg til í að ég myndi hætta hjá sambandinu. Ég hef alveg heyrt það. Til að vera hreinskilinn með það þá er ég ekki allra,“ sagði Hannes. „Það er bara allt í lagi en ég lít ekki á þetta sem vantraust á mig því sú tillaga kom ekki fram á þinginu. Það er nú bara þannig í stórri hreyfingu þá getur maður ekki verið allra. Ef ég væri allra þá væri ég líka hugsanlega að gera eitthvað rangt,“ sagði Hannes. Það má sjá allt spjallið hans við Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við formann KKÍ eftir þing sambandsins
Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira