Gervigreind og hugvísindi Gauti Kristmannsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. Hávaðinn í kringum gervigreindina minnir mig á fyrri spádóma, en þó hefur mest verið rætt um bullið sem kemur út úr þessari tækni, því hún skáldar bara í eyður rétt eins og ég reyndi einu sinni í skóla, ólesinn í tíma í setningafræði. Kennarinn horfði á mig augnablik eins og ég hefði sagt eitthvað snilldarlegt, ég var við það að anda léttar. „Kolvitlaust,“ sagði hann svo og ég kafroðnaði auðvitað. Gervigreindin hefur ekki þennan hæfileika, að roðna þegar hún bullar. Að vísu biðst hún stundum afsökunar þegar hún er leiðrétt, en hún skammast sín ekkert. En hvað getur gervigreindin gert virkilega vel? Hún ætti að geta reiknað mjög vel og unnið upp úr gögnum á fyrir fram gefnum forsendum. Það er miklu áhugaverðara heldur en að lesa kolvitlausan þvætting þar sem skáldað er í eyðurnar þegar hún er að veita upplýsingar. Hvaða afleiðingar gæti það haft? Jú, hægt er að láta hana um mörg mjög stærðfræðileg og tæknileg verkefni. Hún ætti til dæmis að geta reiknað burðarþol bygginga, verkfræðingurinn getur farið á eftirlaun, eða hvað? Arkitektinn er kannski hólpnari, hann þarf fagurfræðilega hugsun, en hús eru ekki alltaf teiknuð á þeim forsendum og það getur verið að margur verktakinn noti bara gervigreind til að teikna enn eina blokkina í enn einu úthverfinu. Fjölmörg önnur störf eru líkleg til að falla í valinn, mætti ætla, ef gervigreindinni verður talið treystandi. Endurskoðun reikninga, gerð ársskýrslna og annað sem byggir á gefnum forsendum og sífelldum endurtekningum á sömu hlutum. Líkast til mætti treysta niðurstöðum hennar betur en sumra mennskra ef marka má það sem fram kom í Hruninu, því hún skilur ekki hvernig eigi að „fegra“ bókhaldið. Hugsa mætti sér að gervigreindin greini sjúkdómseinkenni og niðurstöður blóðrannsókna og gæti þá kannski komið með sjúkdómgreiningu og mælt með meðferð; það myndi áreiðanlega létta mikið á heilbrigðiskerfinu. Hún gæti líka gert fjárlög fyrir ríkið, það eru allt reiknanlegar forsendur í þeim og stjórnmálamenn gætu einfaldlega bætt við pólitískum forsendum sínum og sparað heilu og hálfu ráðuneytin við að ganga frá þessum útreikningum. „Báknið burt,“ sögðu einhver. Mikið hefur einnig verið rætt um áherslu á svokallaðar STEM greinar (það sem áður var kallað raungreinar, vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði (telst stærðfræði þá ekki til vísinda?)) og ráðherra háskólamála leggur áherslu á að styrkja þær sérstaklega. Það er gott og blessað, en er nokkur þörf á því, gervigreindin tekur þetta innan þriggja ára, eða hvað? Auðvitað er það orðum aukið, gervigreindin getur vissulega vel unnið með margt af þeim forsendum sem raungreinar nota til komast að niðurstöðum sínum, en það sem fleytir þeim áfram er frumleg hugsun sem sveigir frá forsendunum og fer út „fyrir kassann“ (tölvuna?) eins og vinsælt er að segja. Frumleg hugsun er líka nauðsynleg í raunvísindum. Og hvað getur gervigreindin ekki og vísast ekki í fyrirsjáanlegri framtíð? Hún getur einmitt ekki hugsað frumlega, hún vinnur einungis úr fyrirliggjandi gögnum og getur því ekki per definitionem hugsað frumlega, ekki greint huglæg fyrirbæri og lagt á þau fræðilegt mat sem byggir á því að sjá og skynja þennan frumleika. Hún getur vissulega lesið yfir ritgerð eða skáldskap og leiðrétt villur, en hún getur ekki metið hvort þetta er frumleg nýsköpun, hún hefur bara þær reglur sem fyrir liggja og veit ekki annað. Hún gerir sér ekki neina grein fyrir því hvaða tilfinningar frumsköpun getur vakið því hún hefur engar sjálf og því engar forsendur til að meta þær. Fyrir henni er skýrsla SS foringja í Auschwitz og sögur á borð við Ef þetta er maður eftir Primo Levi bara tveir textar um sama fyrirbærið. Hún getur samið ljóð, sögur, ritgerðir, talað um heimspeki, talið upp sagnfræðilegar staðreyndir (eða búið til nýjar út í bláinn), en hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki. Hvernig ætti gervigreind að koma með nýja og frumlega orðræðugreiningu á textum, hugmyndafræði og þess vegna stjórnmálum? Hún gæti hermt eftir því sem fyrir liggur, ekkert annað. En á tímum þar sem upplýsingaóreiðan hefur aldrei verið meiri hefur aldrei verið meiri þörf fyrir fólk sem getur unnið og metið upplýsingar á mannrænan og mannvænan hátt, með frumlegri hugsun. Hugvísindi eru að verða æ mikilvægari til að veita mannkyninu þau tæki sem nauðsynleg eru til að við endum ekki öll í einhverri Metropolis í fullkomnu tilgangsleysi tilverunnar. Hugvísindi eru móteitrið við því sem eitrað er í gervigreindinni. Höfundur er deildarorseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Gauti Kristmannsson Skóla - og menntamál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. Hávaðinn í kringum gervigreindina minnir mig á fyrri spádóma, en þó hefur mest verið rætt um bullið sem kemur út úr þessari tækni, því hún skáldar bara í eyður rétt eins og ég reyndi einu sinni í skóla, ólesinn í tíma í setningafræði. Kennarinn horfði á mig augnablik eins og ég hefði sagt eitthvað snilldarlegt, ég var við það að anda léttar. „Kolvitlaust,“ sagði hann svo og ég kafroðnaði auðvitað. Gervigreindin hefur ekki þennan hæfileika, að roðna þegar hún bullar. Að vísu biðst hún stundum afsökunar þegar hún er leiðrétt, en hún skammast sín ekkert. En hvað getur gervigreindin gert virkilega vel? Hún ætti að geta reiknað mjög vel og unnið upp úr gögnum á fyrir fram gefnum forsendum. Það er miklu áhugaverðara heldur en að lesa kolvitlausan þvætting þar sem skáldað er í eyðurnar þegar hún er að veita upplýsingar. Hvaða afleiðingar gæti það haft? Jú, hægt er að láta hana um mörg mjög stærðfræðileg og tæknileg verkefni. Hún ætti til dæmis að geta reiknað burðarþol bygginga, verkfræðingurinn getur farið á eftirlaun, eða hvað? Arkitektinn er kannski hólpnari, hann þarf fagurfræðilega hugsun, en hús eru ekki alltaf teiknuð á þeim forsendum og það getur verið að margur verktakinn noti bara gervigreind til að teikna enn eina blokkina í enn einu úthverfinu. Fjölmörg önnur störf eru líkleg til að falla í valinn, mætti ætla, ef gervigreindinni verður talið treystandi. Endurskoðun reikninga, gerð ársskýrslna og annað sem byggir á gefnum forsendum og sífelldum endurtekningum á sömu hlutum. Líkast til mætti treysta niðurstöðum hennar betur en sumra mennskra ef marka má það sem fram kom í Hruninu, því hún skilur ekki hvernig eigi að „fegra“ bókhaldið. Hugsa mætti sér að gervigreindin greini sjúkdómseinkenni og niðurstöður blóðrannsókna og gæti þá kannski komið með sjúkdómgreiningu og mælt með meðferð; það myndi áreiðanlega létta mikið á heilbrigðiskerfinu. Hún gæti líka gert fjárlög fyrir ríkið, það eru allt reiknanlegar forsendur í þeim og stjórnmálamenn gætu einfaldlega bætt við pólitískum forsendum sínum og sparað heilu og hálfu ráðuneytin við að ganga frá þessum útreikningum. „Báknið burt,“ sögðu einhver. Mikið hefur einnig verið rætt um áherslu á svokallaðar STEM greinar (það sem áður var kallað raungreinar, vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði (telst stærðfræði þá ekki til vísinda?)) og ráðherra háskólamála leggur áherslu á að styrkja þær sérstaklega. Það er gott og blessað, en er nokkur þörf á því, gervigreindin tekur þetta innan þriggja ára, eða hvað? Auðvitað er það orðum aukið, gervigreindin getur vissulega vel unnið með margt af þeim forsendum sem raungreinar nota til komast að niðurstöðum sínum, en það sem fleytir þeim áfram er frumleg hugsun sem sveigir frá forsendunum og fer út „fyrir kassann“ (tölvuna?) eins og vinsælt er að segja. Frumleg hugsun er líka nauðsynleg í raunvísindum. Og hvað getur gervigreindin ekki og vísast ekki í fyrirsjáanlegri framtíð? Hún getur einmitt ekki hugsað frumlega, hún vinnur einungis úr fyrirliggjandi gögnum og getur því ekki per definitionem hugsað frumlega, ekki greint huglæg fyrirbæri og lagt á þau fræðilegt mat sem byggir á því að sjá og skynja þennan frumleika. Hún getur vissulega lesið yfir ritgerð eða skáldskap og leiðrétt villur, en hún getur ekki metið hvort þetta er frumleg nýsköpun, hún hefur bara þær reglur sem fyrir liggja og veit ekki annað. Hún gerir sér ekki neina grein fyrir því hvaða tilfinningar frumsköpun getur vakið því hún hefur engar sjálf og því engar forsendur til að meta þær. Fyrir henni er skýrsla SS foringja í Auschwitz og sögur á borð við Ef þetta er maður eftir Primo Levi bara tveir textar um sama fyrirbærið. Hún getur samið ljóð, sögur, ritgerðir, talað um heimspeki, talið upp sagnfræðilegar staðreyndir (eða búið til nýjar út í bláinn), en hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki. Hvernig ætti gervigreind að koma með nýja og frumlega orðræðugreiningu á textum, hugmyndafræði og þess vegna stjórnmálum? Hún gæti hermt eftir því sem fyrir liggur, ekkert annað. En á tímum þar sem upplýsingaóreiðan hefur aldrei verið meiri hefur aldrei verið meiri þörf fyrir fólk sem getur unnið og metið upplýsingar á mannrænan og mannvænan hátt, með frumlegri hugsun. Hugvísindi eru að verða æ mikilvægari til að veita mannkyninu þau tæki sem nauðsynleg eru til að við endum ekki öll í einhverri Metropolis í fullkomnu tilgangsleysi tilverunnar. Hugvísindi eru móteitrið við því sem eitrað er í gervigreindinni. Höfundur er deildarorseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun