Kallar eftir samstöðu með Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 13:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/GAVRIIL GRIGOROV Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, heldur því fram að Vesturlönd hafi byrjað svokallaðan blandaðan hernað gegn Rússland og að því muni ekki ljúka í bráð. „Við þurfum að standa keik, örugg, einbeitt og sameinuð við bakið á forsetanum,“ sagði Peskóv við blaðamenn í Moskvu í morgun, samkvæmt Tass sem er í eigu rússneska ríkisins. Eins og frægt er réðust Rússar inn í Úkraínu í febrúar í fyrra en innrásina kalla þeir „sértæka hernaðaraðgerð“. Peskóv var spurður að því í morgun hvort mögulegt væri að stríðinu myndi ljúka á þessu ári en eins fram hefur komið telur hann það ekki líklegt. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Samhliða slæmu gengi rússneska hersins í Úkraínu hafa ráðamenn í Rússlandi haldið því fram að Rússar séu í rauninni í stríði við Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd. Vildi ekkert segja um markmið Rússa Hann var einnig spurður út í markmið hinnar sértæku hernaðaraðgerðar og hvort hægt væri að ná þeim en sagði að Varnarmálaráðuneytið þyrfti að svara því. Peskóv sagði þó að ekki væri hægt að ná þessum markmiðum með pólitískum leiðum, samkvæmt RIA fréttaveitunni. Hver markið Rússa eru í Úkraínu er ekki ljóst. Rússar hafa gefið margar ástæður fyrir innrásinni sem flestar halda litlu vatni og ber innrásin öll merki landvinningastríðs. Ráðamenn í Rússlandi hafa til að mynda ítrekað haldið því ranglega fram að Nasistar fari með völd í Úkraínu og markmiði sé að afnasistavæða Úkraínu. Pútín hefur meðal annars haldið því fram að hinni sértæku hernaðaraðgerð sé ætlað að verja fólk í austurhluta Úkraínu. Hann hefur einnig haldið því fram að það væri réttur Rússa að stjórna Úkraínu, sem hann hefur sagt að sé ekki raunverulegt ríki. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið kapp á að ná meira yfirráðasvæði í austurhluta Úkraínu og hafa þeir gert umfangsmiklar árásir á þó nokkrum stöðum á víglínunum í Dónetsk og Luhansk héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir þó skilað takmörkuðum árangri sem mælist að mestu í hundruð metra. Rússar hafa lagt mikla áherslu á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem rússneski herinn og málaliðahópurinn Wagner Group hafa reynt að ná frá því í sumar. Þar hafa Rússar náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Auk þess að komast nálægt því að umkringja bæinn hafa Rússar einnig sótt fram í bænum sjálfum. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu birti í vikunni drónamyndband frá Bakhmut sem sýnir lík rússneskra hermanna á víð og dreif í Bakhmut. Úkraínumenn eru sagðir hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Bakhmut holds. 93rd Mechanized Brigade pic.twitter.com/phFjUM5S7e— Defense of Ukraine (@DefenceU) March 27, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira