Sísýfos, Kristur og leikhús fáránleikans Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 31. mars 2023 15:01 „Í raun er einungis til eitt heimspekilegt vandamál og það er sjálfsmorð. Sá dómur hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki, samsvarar því að svara grundvallarspurningum heimspekinnar.“ Þannig hefst ritgerð franska nóbelskáldsins Albert Camus um Goðsögnina um Sísýfos. Svarið við spurningunni felst hjá Camus í aðgerðum þeirra sem velja að gefa líf sitt upp á bátinn, í hvaða tilgangi sem það er gert. „Ég þekki engin dæmi þess að einhver hafi fórnað lífi sínu fyrir verufræðilega rökleiðslu” nefnir hann sem dæmi og segir Galíleó hafa gert rétt með því að leggja ekki líf sitt í hættu fyrir sólmiðjukenninguna, „slíkar staðreyndir eru ekki þess virði.“ Camus er með áhrifamestu hugsuðum 20. aldar er lét sig varða grundvallarspurningar um sjálfan tilgang lífsins í verkum sínum. Hann hafnaði tómhyggjunni, sem spratt af guðleysisheimspeki 19. aldar, en tók þó ekki undir tilvistarheimspeki sem var hennar þekktasta andsvar. Viðfangsefni Camus er fáránleiki tilverunnar, sem að hans mati blasir við þegar maðurinn hefur horfst í augu við tilveru án Guðs eða handanveruleika en sá fáránleiki leiðir ekki til tilgangsleysis og sjálfsmorðs, að hans mati, heldur til uppreisnar. Tilveran er fáránleg og tilgangurinn lífsins er að bregðast við þeim fáránleika með lífi sínu. Sísýfos hinn gríski verður í huga Camus táknmynd þessa fáránleika en hann ögraði guðunum og hlekkjaði dauðann, svo engin þyrfti framar að deyja. Þegar dauðinn losnaði var Sísýfos dæmdur til að velta grjóti upp fjallshlíð, sem óhjákvæmilega hrapar, og Sísýfos þarf að byrja að nýju við fjallsrætur á tilgangslausu verki sínu. Camus sér í Sísýfosi hetju fáránleikans, sem elskar lífið, býður dauðanum byrginn og eyðir kröftum sínum hlekkjaður við framleiðslufæriband verksmiðjunnar eða skrifstofustörf. Harmleikur Sísýfosar hefst á þeirri stundu þegar fáránleikinn verður honum ljós og í göngu sinni niður fjallið færist yfir hann sátt við hlutskipti sitt og frelsi í örlögum sínum. Af hugmyndum Camus hefur sprottið listform fáránleikans, skáldverk sem tryggðu honum nóbelsverðlaun, samfélagsgreiningar í heimspekistefnu absúrdisma og leikhús fáránleikans, sem setur fáránleika tilverunnar á svið. Leikhús fáránleikans fjallar um manninn í aðstæðum sínum þegar hann er slitinn úr samhengi við trú sína og rætur, yfirgefinn og týndur, og allt sem hann aðhefst glatar merkingu sinni, verður absúrd og tilgangslaust. Þetta eru viðfangsefni kristinnar trúar og spurningar sem guðfræðingar hafa glímt við um aldir. Tertúllíanus, einn af áhrifamestu kirkjufeðrum Rómarkirkjunnar, staðhæfði að besta sönnunin fyrir trúverðugleika kristinnar trúar væri að hún byggðist á því sem væri absúrd. Credo quia absurdum est. Þær hugmyndir að Guð hafi gerst maður í Jesú Kristi og þjáðst á krossi fyrir mannkynið allt, séu svo röklausar að engum gæti komið til hugar að skálda slíka sögu og því væri óhjákvæmilegt að saga þessi væri sönn. Píslarsagan er með þessum augum sannkallað leikhús fáránleikans. Atburðarás guðspjallanna frá innreiðinni í Jerúsalem til aftöku Krists á Krossi er með öfugum formerkjum valdasaga allra alda. Í hersigrum fornaldar, keisaraveldum miðalda og opinberum heimsóknum nútímans kallast á sömu stef og birtast í píslarsögunni. Hin glæsta innkoma þar sem valdsmaðurinn ríður inn í borg sína á glæstum fáki, klæddur samkvæmt stöðu sinni í herklæði og fínustu efni, og umkringdur hervaldi sem jafnframt birtist í sverði og veldissprota valdsmannsins. Í kjölfarið er haldin veisla þar sem hann er umkringdur hershöfðingjum sínum og honum þjónað á tá og fingri og loks er með einhverjum hætti haldin hersýning þar sem máttur valdsmannsins er borinn á torg. Í okkar samtíma er innreiðin opinber heimsókn, fákurinn eðalvagn, herfylgdin leyniþjónustumenn, lífverðir og lögregluþjónar, veislan móttaka í opinberum byggingum með fínustu veitingum og hersýningin veraldarsviðið þar sem ráðamenn takast á frammi fyrir augum heimsbyggðarinnar. Allt er þetta gert til að sýna fram á valdaskipulag samfélagsins, sem byggist á hefðavaldi, auðvaldi, hervaldi og yfirráðum yfir þjóðum og samfélagi þjóða. Leiksýning valdsins er óbreytt frá fornöld til okkar daga, þó sviðsmyndin hafi tekið á sig nýjan svip, og píslarsagan er sígild í sínu leikhúsi fáránleikans. Á pálmasunnudag er Kristur hylltur sem konungur, með pálmagreinum og fagnaðarsöng, en innreiðin er eins ókonungleg og hugsast getur. Hann er einn í för, vopnlaus í hversdagsklæðum og ríðandi asna. Konungur lífsins er ekki í lögreglufylgd, heldur keyrir smábíl inn í borgina íklæddur gallabuxum og bol. Á skírdagskvöld leggst hann til borðs með hershöfðingjum sínum, sem eru fiskimenn og daglaunafólk, og heldur með þeim veislu. Eitt af stöðutáknum fornaldar voru þrælar sem voru réttlausir með öllu og töldust eign eigenda sinna, sem mætti fara með hvernig sem þeir vildu. Það var í verkahring slíkra þræla að þvo fætur veislugesta sem mættu prúðbúnir en með rykuga fætur eftir ferðalagið til veislu í opnum skóm. Með því að afklæðast í viðurvist vina sinna og binda um sig líndúk, svipti Jesú sig ekki einungis spariklæðum, heldur tók sér stöðu þræls, sem voru naktir utan líndúks um lendar og máttu ekki skýla sig frá hitanum eins og aðrir. Af þeim sökum bregst Pétur ókvæða við en í hans huga var Jesús að ferðast frá efsta lagi þjóðfélagsstigans niður á botninn með framferði sínu. Jesús segir við hann „[e]f ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“ Svo sláandi er gjörningurinn að hann samsvarar því að þjóðhöfðingi ræsti salerni í móttöku við opinbera heimsókna. Þannig snýr Jesús þjóðfélagsstiganum á haus með fordæmi sínu og krefur fylgjendur sína um að gera slíkt hið sama. „Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.“ Að lokinni síðustu kvöldmáltíðinni er Jesús handtekinn af fulltrúum hins veraldlega og trúarlega valds: „Júdas tók með sér flokk hermanna og verði frá æðstu prestum og faríseum. Þeir koma þar með blysum, lömpum og vopnum.“ Hermennirnir eru fulltrúar Rómarveldis og í för með þeim eru verðir frá tveimur fylkingum gyðingdóms, æðstu prestum musterisins og faríseunum en þeir höfðu jafnframt mikil völd meðal fólksins. Jesús stendur einn andspænis hersýningu valdsins og neitar að veita handtöku sinni viðspyrnu. Til að undirstrika fáránleikann er Pétur ávítaður af meistara sínum þegar hann ætlar að sýna hetjulega tilburði: „Slíðra sverð þitt [Pétur]! Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla.“ Í kjölfarið upphefjast réttarhöld á veraldarsviðinu þar sem að koma valdamestu menn síns samtíma. Pontíus Pílatus landshöfðingi Rómverja krefur Jesús svara um hvers konar konungur hefur ekki her til að verja sig og Jesús svarar honum: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist.“ Kaífas æðsti prestur musterisins, sem hafði hið kennilega vald í hendi sér, krefur hann svara um kenningu sína og Jesús svarar honum: „Ég hef talað í áheyrn allra. Ég hef ætíð kennt í samkundunni og í helgidóminum.“ Þannig grípa fulltrúar valdsins ráðþrota frammi fyrir gagnrýni Jesú til þess verkfæris sem valdið grípur að lokum alltaf til, valdbeitingar. Viðsnúningurinn nær hámarki þegar sami mannfjöldi og fagnaði Jesú sem konungi á Pálmasunnudegi, kallar eftir krossfestingu hans á Föstudaginn langa. Píslarsagan er leikhús fáránleikans þar sem Jesús opinberar hjákátleika valdsins, þeirrar valdastéttar sem setur á svið valdsýningar er byggja á kennivaldi, hervaldi, auðvaldi og ráðsmennsku þjóða. Sýningin hefur haldist óbreytt frá því í fornöld, þó sviðsmyndin hafi tekið mið af tíðaranda hverrar menningar, og hún er í ljósi píslarsögunnar jafn berskjölduð fyrir gagnrýni frelsarans í dag og hún var fyrir 2.000 árum. Táknmynd þessa leikhúss er krossinn sjálfur en í honum fullkomnast fáránleikinn. Krossinn gegndi því hlutverki í Rómarveldi að varðveita friðinn, Pax Romana, með því að berja niður öll þau sem andmæltu valdi Rómar. Við vegkannta í Róm stóðu krossar, ýmist tómir eða með uppþornuðum líkum, til áminningar um þá ógnarstjórn sem íbúar Rómarveldis bjuggu við. Þetta ógnartákn varð í kristinni kirkju táknmynd þess sigurs sem Kristur vann á krossinum og fulltrúi alls þessa fagra og fullkomna sem fylgir ríki hans. Hvað er það sem er þess virði að gefa líf sitt fyrir spyr Camus, sem sjálfur glímir við heimsmynd sem er guðlaus og án algildra svara. Sú spurning er öllum spurningum brýnni að hans mati og í glímu sinni við kristindóminn í ritgerðinni grípur hann til skáldskapar Dostojevskí þar sem Kristur er sagður andspænis örlögum sínum „persónugervingu á harmleik mannkyns. Hann er hinn fullkomni maður, þar sem honum verða ljósar fullkomlega fáránlegar aðstæður [...] og við líkt og hann eigum á hættu að verða krossfest og gerð að fórnarlambi í lífi okkar – og verðum öll með einhverjum hætti.“ Líkt og Sísýfos forðum hefur Kristur bundið dauðan sjálfan og ólíkt þeirri goðsögn bendir ekkert til að dauðinn hafi losnað úr hans greipum. Píslarsagan tilheyrir hinsvegar ekki einungis okkur sem eigum þá trú og þá kristnu von í brjósti að eiga líf eftir þetta líf, heldur ekki síður þeim sem ekki geta fallist á fáránlegar niðurstöður kristindómsins eins og Tertúllíanus orðaði það. Píslarsagan er sameign mannkyns og leikhús fáránleikans sem opinberar eðli þeirrar valdsýningar sem sífellt er sett upp til að halda okkur í skefjum. Píslarsagan krefur okkur um að horfast í augu við fáránleika valdsins og þar er hægt að taka undir með Camus að sá fáránleiki leiðir ekki til tilgangsleysis og sjálfsmorðs heldur til uppreisnar. Það er erindi kristinnar kirkju að veita valdinu viðnám, ekki með því að safna eða beita völdum, heldur með því að ástunda frið, kærleika og réttlæti, þrátt fyrir óréttlæti heimsins. „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
„Í raun er einungis til eitt heimspekilegt vandamál og það er sjálfsmorð. Sá dómur hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki, samsvarar því að svara grundvallarspurningum heimspekinnar.“ Þannig hefst ritgerð franska nóbelskáldsins Albert Camus um Goðsögnina um Sísýfos. Svarið við spurningunni felst hjá Camus í aðgerðum þeirra sem velja að gefa líf sitt upp á bátinn, í hvaða tilgangi sem það er gert. „Ég þekki engin dæmi þess að einhver hafi fórnað lífi sínu fyrir verufræðilega rökleiðslu” nefnir hann sem dæmi og segir Galíleó hafa gert rétt með því að leggja ekki líf sitt í hættu fyrir sólmiðjukenninguna, „slíkar staðreyndir eru ekki þess virði.“ Camus er með áhrifamestu hugsuðum 20. aldar er lét sig varða grundvallarspurningar um sjálfan tilgang lífsins í verkum sínum. Hann hafnaði tómhyggjunni, sem spratt af guðleysisheimspeki 19. aldar, en tók þó ekki undir tilvistarheimspeki sem var hennar þekktasta andsvar. Viðfangsefni Camus er fáránleiki tilverunnar, sem að hans mati blasir við þegar maðurinn hefur horfst í augu við tilveru án Guðs eða handanveruleika en sá fáránleiki leiðir ekki til tilgangsleysis og sjálfsmorðs, að hans mati, heldur til uppreisnar. Tilveran er fáránleg og tilgangurinn lífsins er að bregðast við þeim fáránleika með lífi sínu. Sísýfos hinn gríski verður í huga Camus táknmynd þessa fáránleika en hann ögraði guðunum og hlekkjaði dauðann, svo engin þyrfti framar að deyja. Þegar dauðinn losnaði var Sísýfos dæmdur til að velta grjóti upp fjallshlíð, sem óhjákvæmilega hrapar, og Sísýfos þarf að byrja að nýju við fjallsrætur á tilgangslausu verki sínu. Camus sér í Sísýfosi hetju fáránleikans, sem elskar lífið, býður dauðanum byrginn og eyðir kröftum sínum hlekkjaður við framleiðslufæriband verksmiðjunnar eða skrifstofustörf. Harmleikur Sísýfosar hefst á þeirri stundu þegar fáránleikinn verður honum ljós og í göngu sinni niður fjallið færist yfir hann sátt við hlutskipti sitt og frelsi í örlögum sínum. Af hugmyndum Camus hefur sprottið listform fáránleikans, skáldverk sem tryggðu honum nóbelsverðlaun, samfélagsgreiningar í heimspekistefnu absúrdisma og leikhús fáránleikans, sem setur fáránleika tilverunnar á svið. Leikhús fáránleikans fjallar um manninn í aðstæðum sínum þegar hann er slitinn úr samhengi við trú sína og rætur, yfirgefinn og týndur, og allt sem hann aðhefst glatar merkingu sinni, verður absúrd og tilgangslaust. Þetta eru viðfangsefni kristinnar trúar og spurningar sem guðfræðingar hafa glímt við um aldir. Tertúllíanus, einn af áhrifamestu kirkjufeðrum Rómarkirkjunnar, staðhæfði að besta sönnunin fyrir trúverðugleika kristinnar trúar væri að hún byggðist á því sem væri absúrd. Credo quia absurdum est. Þær hugmyndir að Guð hafi gerst maður í Jesú Kristi og þjáðst á krossi fyrir mannkynið allt, séu svo röklausar að engum gæti komið til hugar að skálda slíka sögu og því væri óhjákvæmilegt að saga þessi væri sönn. Píslarsagan er með þessum augum sannkallað leikhús fáránleikans. Atburðarás guðspjallanna frá innreiðinni í Jerúsalem til aftöku Krists á Krossi er með öfugum formerkjum valdasaga allra alda. Í hersigrum fornaldar, keisaraveldum miðalda og opinberum heimsóknum nútímans kallast á sömu stef og birtast í píslarsögunni. Hin glæsta innkoma þar sem valdsmaðurinn ríður inn í borg sína á glæstum fáki, klæddur samkvæmt stöðu sinni í herklæði og fínustu efni, og umkringdur hervaldi sem jafnframt birtist í sverði og veldissprota valdsmannsins. Í kjölfarið er haldin veisla þar sem hann er umkringdur hershöfðingjum sínum og honum þjónað á tá og fingri og loks er með einhverjum hætti haldin hersýning þar sem máttur valdsmannsins er borinn á torg. Í okkar samtíma er innreiðin opinber heimsókn, fákurinn eðalvagn, herfylgdin leyniþjónustumenn, lífverðir og lögregluþjónar, veislan móttaka í opinberum byggingum með fínustu veitingum og hersýningin veraldarsviðið þar sem ráðamenn takast á frammi fyrir augum heimsbyggðarinnar. Allt er þetta gert til að sýna fram á valdaskipulag samfélagsins, sem byggist á hefðavaldi, auðvaldi, hervaldi og yfirráðum yfir þjóðum og samfélagi þjóða. Leiksýning valdsins er óbreytt frá fornöld til okkar daga, þó sviðsmyndin hafi tekið á sig nýjan svip, og píslarsagan er sígild í sínu leikhúsi fáránleikans. Á pálmasunnudag er Kristur hylltur sem konungur, með pálmagreinum og fagnaðarsöng, en innreiðin er eins ókonungleg og hugsast getur. Hann er einn í för, vopnlaus í hversdagsklæðum og ríðandi asna. Konungur lífsins er ekki í lögreglufylgd, heldur keyrir smábíl inn í borgina íklæddur gallabuxum og bol. Á skírdagskvöld leggst hann til borðs með hershöfðingjum sínum, sem eru fiskimenn og daglaunafólk, og heldur með þeim veislu. Eitt af stöðutáknum fornaldar voru þrælar sem voru réttlausir með öllu og töldust eign eigenda sinna, sem mætti fara með hvernig sem þeir vildu. Það var í verkahring slíkra þræla að þvo fætur veislugesta sem mættu prúðbúnir en með rykuga fætur eftir ferðalagið til veislu í opnum skóm. Með því að afklæðast í viðurvist vina sinna og binda um sig líndúk, svipti Jesú sig ekki einungis spariklæðum, heldur tók sér stöðu þræls, sem voru naktir utan líndúks um lendar og máttu ekki skýla sig frá hitanum eins og aðrir. Af þeim sökum bregst Pétur ókvæða við en í hans huga var Jesús að ferðast frá efsta lagi þjóðfélagsstigans niður á botninn með framferði sínu. Jesús segir við hann „[e]f ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“ Svo sláandi er gjörningurinn að hann samsvarar því að þjóðhöfðingi ræsti salerni í móttöku við opinbera heimsókna. Þannig snýr Jesús þjóðfélagsstiganum á haus með fordæmi sínu og krefur fylgjendur sína um að gera slíkt hið sama. „Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.“ Að lokinni síðustu kvöldmáltíðinni er Jesús handtekinn af fulltrúum hins veraldlega og trúarlega valds: „Júdas tók með sér flokk hermanna og verði frá æðstu prestum og faríseum. Þeir koma þar með blysum, lömpum og vopnum.“ Hermennirnir eru fulltrúar Rómarveldis og í för með þeim eru verðir frá tveimur fylkingum gyðingdóms, æðstu prestum musterisins og faríseunum en þeir höfðu jafnframt mikil völd meðal fólksins. Jesús stendur einn andspænis hersýningu valdsins og neitar að veita handtöku sinni viðspyrnu. Til að undirstrika fáránleikann er Pétur ávítaður af meistara sínum þegar hann ætlar að sýna hetjulega tilburði: „Slíðra sverð þitt [Pétur]! Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla.“ Í kjölfarið upphefjast réttarhöld á veraldarsviðinu þar sem að koma valdamestu menn síns samtíma. Pontíus Pílatus landshöfðingi Rómverja krefur Jesús svara um hvers konar konungur hefur ekki her til að verja sig og Jesús svarar honum: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist.“ Kaífas æðsti prestur musterisins, sem hafði hið kennilega vald í hendi sér, krefur hann svara um kenningu sína og Jesús svarar honum: „Ég hef talað í áheyrn allra. Ég hef ætíð kennt í samkundunni og í helgidóminum.“ Þannig grípa fulltrúar valdsins ráðþrota frammi fyrir gagnrýni Jesú til þess verkfæris sem valdið grípur að lokum alltaf til, valdbeitingar. Viðsnúningurinn nær hámarki þegar sami mannfjöldi og fagnaði Jesú sem konungi á Pálmasunnudegi, kallar eftir krossfestingu hans á Föstudaginn langa. Píslarsagan er leikhús fáránleikans þar sem Jesús opinberar hjákátleika valdsins, þeirrar valdastéttar sem setur á svið valdsýningar er byggja á kennivaldi, hervaldi, auðvaldi og ráðsmennsku þjóða. Sýningin hefur haldist óbreytt frá því í fornöld, þó sviðsmyndin hafi tekið mið af tíðaranda hverrar menningar, og hún er í ljósi píslarsögunnar jafn berskjölduð fyrir gagnrýni frelsarans í dag og hún var fyrir 2.000 árum. Táknmynd þessa leikhúss er krossinn sjálfur en í honum fullkomnast fáránleikinn. Krossinn gegndi því hlutverki í Rómarveldi að varðveita friðinn, Pax Romana, með því að berja niður öll þau sem andmæltu valdi Rómar. Við vegkannta í Róm stóðu krossar, ýmist tómir eða með uppþornuðum líkum, til áminningar um þá ógnarstjórn sem íbúar Rómarveldis bjuggu við. Þetta ógnartákn varð í kristinni kirkju táknmynd þess sigurs sem Kristur vann á krossinum og fulltrúi alls þessa fagra og fullkomna sem fylgir ríki hans. Hvað er það sem er þess virði að gefa líf sitt fyrir spyr Camus, sem sjálfur glímir við heimsmynd sem er guðlaus og án algildra svara. Sú spurning er öllum spurningum brýnni að hans mati og í glímu sinni við kristindóminn í ritgerðinni grípur hann til skáldskapar Dostojevskí þar sem Kristur er sagður andspænis örlögum sínum „persónugervingu á harmleik mannkyns. Hann er hinn fullkomni maður, þar sem honum verða ljósar fullkomlega fáránlegar aðstæður [...] og við líkt og hann eigum á hættu að verða krossfest og gerð að fórnarlambi í lífi okkar – og verðum öll með einhverjum hætti.“ Líkt og Sísýfos forðum hefur Kristur bundið dauðan sjálfan og ólíkt þeirri goðsögn bendir ekkert til að dauðinn hafi losnað úr hans greipum. Píslarsagan tilheyrir hinsvegar ekki einungis okkur sem eigum þá trú og þá kristnu von í brjósti að eiga líf eftir þetta líf, heldur ekki síður þeim sem ekki geta fallist á fáránlegar niðurstöður kristindómsins eins og Tertúllíanus orðaði það. Píslarsagan er sameign mannkyns og leikhús fáránleikans sem opinberar eðli þeirrar valdsýningar sem sífellt er sett upp til að halda okkur í skefjum. Píslarsagan krefur okkur um að horfast í augu við fáránleika valdsins og þar er hægt að taka undir með Camus að sá fáránleiki leiðir ekki til tilgangsleysis og sjálfsmorðs heldur til uppreisnar. Það er erindi kristinnar kirkju að veita valdinu viðnám, ekki með því að safna eða beita völdum, heldur með því að ástunda frið, kærleika og réttlæti, þrátt fyrir óréttlæti heimsins. „Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun