Segist hafa einfaldað frásögnina til að hlífa sér og öðrum Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 22:31 Edda Falak haslaði sér völl með hlaðvarpinu Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti ofbeldi. Hún ætlaði að framleiða slíka þætti fyrir Heimildina en lét af störfum í skugga ásakana um að hún hefði ekki sagt rétt frá eigin reynslu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlakonan Edda Falak segir að hún hafi „einfaldað“ frásögn sína af viðhorfum sem hún kynntist í fjármálalífinu í Danmörku til að hlífa bæði sjálfri sér og fólki sem sýndi henni vanvirðingu. Hún segist hafa fengið hótanir um ofbeldi vegna starfa sinna. Heimildin tilkynnti að Edda hefði látið af störfum fyrir fjölmiðlinn í lok síðasta mánaðar í kjölfar þess að hún gekkst við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Frosti Logason, fjölmiðlamaður, hafði áður sakað Eddu um að ljúga um starfsferil sinn í viðtölum við íslenska fjölmiðla. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu og lýst hótunum hans í hennar garð. Edda hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanir Frosta eða brotthvarfið af Heimildinni fyrr en í kvöld þegar hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Um starfsferil sinn í Danmörku segir Edda að hún hafi verið í tengslum við fjármálafyrirtæki á meðan og eftir að hún stundaði nám við Viðskiptaskólann í Kaupmannahöfn. Hún hafi kynnst fjármálalífinu í gegnum viðburði, verkefnið og námið. „Í viðtölum sem ég veitti eftir heimkomuna reyndi ég að varpa ljósi á menningu og viðhorf sem ég mætti þar. Hugsun mín í þeim viðtölum var að einfalda frásögnina í þeirri viðleitni að hlífa sjálfri mér og þeim sem sýndu mér vanvirðingu. Ég er breysk eins og annað fólk. Ég hef beðist velvirðingar á því,“ segir Edda í færslunni. Hótað ofbeldi og ókunnugir banka upp á Edda hefur haldið úti hlaðvarpinu „Eigin konur“ þar sem konur hafa lýst ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í færslu sinni í kvöld segist hún hafa þurft að þola linnulausa áreitni og árásir fyrir það eitt að veita þolendum ofbeldis vettvang til þess að segja sína sögu undanfarin tvö ár. „Ég þarf stöðugt að þola neikvæða umræðu um mig sem persónu á opinberum vettvangi. Ég hef verið uppnefnd og gerð að skessu af heilu bæjarfélagi, dregin fyrir dóm vegna starfa minna, mér hafa borist hótanir um ofbeldi og ókunnugir hafa bankað upp á heima hjá mér,“ skrifar hún. Sakar hún ónefnt fólk um að hafa reynt að grafa upp „einhvern skít“ og skáldað hann þegar hann finnst ekki, rýnt í gamlar ritgerðir, grafið undan sér og reynt að mála hana sem ótrúverðuga. Virðist Edda þar vísa óbeint til greinar sem Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði á Vísi nýlega þar sem Eva sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. „Allt saman þöggunartilburðir sem við þekkjum alltof vel í okkar samfélagi og alltof margar konur og þolendur ofbeldis hafa þurft að sæta, af hálfu þeirra sem virðast eiga þeirra hagsmuna að gæta að þolendur þegi. Ég hefði aldrei tekið viðtal við neina þolendur ef ég hefði hlustað á allt sem sagt er til að ófrægja þau,“ segir Edda. Segist hafa vandað vinnubrögð sín Edda gagnrýnir að feminísk barátta hafi verið persónugerð og þannig sé hægt að ýta til hliðar fjölda upplifana sem hafi komið fram undir þeim formerkjum að henni sé ekki treystandi sem persónu. Hún sé ekki baráttan og baráttan ekki eingöngu hennar. Hún segist þó hafa að miklu leyti staðið ein í stafni þeirrar baráttu. „Ég er ein alla daga þegar fjölmiðlar hringja látlaust og krefja mig svara við öllu og engu. Ég var ein að undirbúa herferðir og viðtöl, mín eigin og annarra og bar á því ábyrgð sjálf. Ég stend undir þeirri ábyrgð. Ég hef lært mikið frá því að þessi vegferð hófst, ég hef vandað vinnubrögð mín og gert allt sem ég get til þess að viðhalda trúverðugleika mínum, viðmælenda minna vegna,“ segir hún. Eftir það sem á undan er gengið segir Edda sér nauðsynlegt að staldra við og hlúa að sjálfri sér. „Ég ætla að nýta tímann til þess að hvíla mig og ákveða næstu skref. Árásir á mína persónu munu ekki stoppa mig né aðra sem standa í sömu baráttu fyrir réttlátu samfélagi. Samtakamáttur okkar er ofbeldinu yfirsterkara og við munum ekki leggjast niður og láta ofbeldið yfir okkur ganga,“ skrifar Edda. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu fyrir brot á friðhelgi einkalífs móður konu sem kom fram í þætti hennar í lok mars. Í þættinum spilaði Edda upptöku af samskiptum mæðgnanna sem dóttirin gerði. Dóttirin sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Edda hefur áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Færslu Eddu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þöggunar – í samfélagi sem beitir miskunnarlausri þöggun á þolendur, aðstandendur, aktívista og stjórnmálafólk ef það sýnir minnstu tilburði til að ógna stöðugleika þagnarinnar“, sagði Sóley Tómasdóttir þegar hún ávarpaði druslugönguna árið 2015. Ég var 23 ára, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hver byltingin hefur elt aðra og ég fann mig, ásamt ýmsum öðrum konum, óvænt í stafni feminískrar baráttu. Ég er stolt af því sem ég hef gert. Mitt aðalstarf undanfarið hefur verið að gefa brotaþolum rými til að koma sögum sínum á framfæri þar sem þau skortir oft félagslegt vald til þess. Hluti af þeirri vinnu hefur auk þess verið að benda á þann samhljóm sem komið hefur fram í reynslusögum þeirra þar sem það sýnir okkur sem samfélagi að vandinn er kerfislægur. Þó svo að ég hafi staðið í stafni baráttunnar þá er ég ekki baráttan og baráttan er ekki eingöngu mín. Hluti af vandamálinu núna, eins og svo oft áður, er að baráttan er persónugerð og þannig er hægt að ýta til hliðar fjölda upplifana sem komið hafa fram og áminningum um djúpstæðan kerfislægan vanda undir þeim formerkjum að mér sem persónu sé ekki treystandi. Ég hef staðið mikið til ein í þessum stafni. Ég stend auðvitað við hlið ótrúlegs fjölda kvenna sem hefur leyft mér að eiga hlut í þeirra baráttu með því að gefa þeim orðið. Eins stend ég við hlið annarra kvenna sem standa í sömu baráttu á öðrum vettvangi. En ég hef líka verið ein. Ég er ein alla daga þegar fjölmiðlar hringja látlaust og krefja mig svara við öllu og engu. Ég var ein að undirbúa herferðir og viðtöl, mín eigin og annarra og bar á því ábyrgð sjálf. Ég stend undir þeirri ábyrgð. Ég hef lært mikið frá því að þessi vegferð hófst, ég hef vandað vinnubrögð mín og gert allt sem ég get til þess að viðhalda trúverðugleika mínum, viðmælenda minna vegna. Áður var ég við nám í Copenhagen Business School þar sem ég var í tengslum við fjármálafyrirtæki, bæði á meðan að á námi mínu stóð og eftir nám. Ég kynntist fjármálalífinu í gegnum viðburði, verkefni og námið mitt. Í viðtölum sem ég veitti eftir heimkomuna reyndi ég að varpa ljósi á menningu og viðhorf sem ég mætti þar. Hugsun mín í þeim viðtölum var að einfalda frásögnina í þeirri viðleitni að hlífa sjálfri mér og þeim sem sýndu mér vanvirðingu. Ég er breysk eins og annað fólk. Ég hef beðist velvirðingar á því. Það sem ég veit fyrir víst er hvaða viðhorfum ég mætti þarna úti, sem og hér heima. Ég og allar hinar. Ég mun halda áfram að segja okkar sögur. Alveg sama hvaða gröftur vellur upp. Því kvenfyrirlitning og kerfisbundið ofbeldi gegn konum á ekki að viðgangast í heilbrigðu samfélagi. Staðreyndin er sú að ég hef skrifað þennan pistil áður. Ég skrifaði hann árið 2021, ég skrifaði hann árið 2022 og nú skrifa ég hann aftur árið 2023. Síðastliðin tvö ár hef ég þurft að þola linnulaust áreiti og árásir fyrir það eitt að veita þolendum ofbeldis vettvang til að segja sína sögu. Ég þarf stöðugt að þola neikvæða umræðu um mig sem persónu á opinberum vettvangi. Ég hef verið uppnefnd og gerð að skessu af heilu bæjarfélagi, dregin fyrir dóm vegna starfa minna, mér hafa borist hótanir um ofbeldi og ókunnugir hafa bankað upp á heima hjá mér. Nafnið mitt hefur verið notað yfir 700 sinnum í fréttir og fyrirsagnir. Fólk hefur með einbeittum vilja reynt að grafa upp einhvern skít, skáldað hann upp þegar hann finnst ekki, rýnt í gamlar ritgerðir, grafið undan mér, og reynt að mála mig upp sem ótrúverðuga og í tortyggilegu ljósi. Allt saman þöggunartilburðir sem við þekkjum alltof vel í okkar samfélagi og alltof margar konur og þolendur ofbeldis hafa þurft að sæta, af hálfu þeirra sem virðast eiga þeirra hagsmuna að gæta að þolendur þegi. Ég hefði aldrei tekið viðtal við neina þolendur ef ég hefði hlustað á allt sem sagt er til að ófrægja þau. Eftir allt sem á undan er gengið er nauðsynlegt fyrir mig að staldra við og hlúa að sjálfri mér. Ég ætla að nýta tímann til þess að hvíla mig og ákveða næstu skref. Árásir á mína persónu munu ekki stoppa mig né aðra sem standa í sömu baráttu fyrir réttlátu samfélagi. Samtakamáttur okkar er ofbeldinu yfirsterkara og við munum ekki leggjast niður og láta ofbeldið yfir okkur ganga. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa sýnt mér stuðning og staðið með mér, þið eruð ómetanleg. Það stendur engin ein undir svona og ég gæti þetta ekki án ykkar. Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir 1,2 milljón krónur safnast í söfnun Eddu á Karolina Fund Alls hafa nú safnast 1,2 milljón krónur í söfnun sem hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak stendur fyrir á Karolina Fund en markið er sett á 1,5 milljón krónur. 8. apríl 2023 09:14 Edda hyggst áfrýja málinu að ósk dótturinnar Edda Falak hyggst áfrýja máli, þar sem hún var dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs, til Landsréttar. Í aðsendri grein á Vísi, sem unnin er í samráði við Eddu og dóttur móðurinnar sem höfðaði málið, er niðurstaða dómsins harðlega gagnrýnd. Blásið hefur verið til söfnunar til að gera Eddu kleift að áfrýja dómnum. 7. apríl 2023 22:03 Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. 3. apríl 2023 07:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Heimildin tilkynnti að Edda hefði látið af störfum fyrir fjölmiðlinn í lok síðasta mánaðar í kjölfar þess að hún gekkst við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Frosti Logason, fjölmiðlamaður, hafði áður sakað Eddu um að ljúga um starfsferil sinn í viðtölum við íslenska fjölmiðla. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu og lýst hótunum hans í hennar garð. Edda hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanir Frosta eða brotthvarfið af Heimildinni fyrr en í kvöld þegar hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Um starfsferil sinn í Danmörku segir Edda að hún hafi verið í tengslum við fjármálafyrirtæki á meðan og eftir að hún stundaði nám við Viðskiptaskólann í Kaupmannahöfn. Hún hafi kynnst fjármálalífinu í gegnum viðburði, verkefnið og námið. „Í viðtölum sem ég veitti eftir heimkomuna reyndi ég að varpa ljósi á menningu og viðhorf sem ég mætti þar. Hugsun mín í þeim viðtölum var að einfalda frásögnina í þeirri viðleitni að hlífa sjálfri mér og þeim sem sýndu mér vanvirðingu. Ég er breysk eins og annað fólk. Ég hef beðist velvirðingar á því,“ segir Edda í færslunni. Hótað ofbeldi og ókunnugir banka upp á Edda hefur haldið úti hlaðvarpinu „Eigin konur“ þar sem konur hafa lýst ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Í færslu sinni í kvöld segist hún hafa þurft að þola linnulausa áreitni og árásir fyrir það eitt að veita þolendum ofbeldis vettvang til þess að segja sína sögu undanfarin tvö ár. „Ég þarf stöðugt að þola neikvæða umræðu um mig sem persónu á opinberum vettvangi. Ég hef verið uppnefnd og gerð að skessu af heilu bæjarfélagi, dregin fyrir dóm vegna starfa minna, mér hafa borist hótanir um ofbeldi og ókunnugir hafa bankað upp á heima hjá mér,“ skrifar hún. Sakar hún ónefnt fólk um að hafa reynt að grafa upp „einhvern skít“ og skáldað hann þegar hann finnst ekki, rýnt í gamlar ritgerðir, grafið undan sér og reynt að mála hana sem ótrúverðuga. Virðist Edda þar vísa óbeint til greinar sem Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði á Vísi nýlega þar sem Eva sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. „Allt saman þöggunartilburðir sem við þekkjum alltof vel í okkar samfélagi og alltof margar konur og þolendur ofbeldis hafa þurft að sæta, af hálfu þeirra sem virðast eiga þeirra hagsmuna að gæta að þolendur þegi. Ég hefði aldrei tekið viðtal við neina þolendur ef ég hefði hlustað á allt sem sagt er til að ófrægja þau,“ segir Edda. Segist hafa vandað vinnubrögð sín Edda gagnrýnir að feminísk barátta hafi verið persónugerð og þannig sé hægt að ýta til hliðar fjölda upplifana sem hafi komið fram undir þeim formerkjum að henni sé ekki treystandi sem persónu. Hún sé ekki baráttan og baráttan ekki eingöngu hennar. Hún segist þó hafa að miklu leyti staðið ein í stafni þeirrar baráttu. „Ég er ein alla daga þegar fjölmiðlar hringja látlaust og krefja mig svara við öllu og engu. Ég var ein að undirbúa herferðir og viðtöl, mín eigin og annarra og bar á því ábyrgð sjálf. Ég stend undir þeirri ábyrgð. Ég hef lært mikið frá því að þessi vegferð hófst, ég hef vandað vinnubrögð mín og gert allt sem ég get til þess að viðhalda trúverðugleika mínum, viðmælenda minna vegna,“ segir hún. Eftir það sem á undan er gengið segir Edda sér nauðsynlegt að staldra við og hlúa að sjálfri sér. „Ég ætla að nýta tímann til þess að hvíla mig og ákveða næstu skref. Árásir á mína persónu munu ekki stoppa mig né aðra sem standa í sömu baráttu fyrir réttlátu samfélagi. Samtakamáttur okkar er ofbeldinu yfirsterkara og við munum ekki leggjast niður og láta ofbeldið yfir okkur ganga,“ skrifar Edda. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu fyrir brot á friðhelgi einkalífs móður konu sem kom fram í þætti hennar í lok mars. Í þættinum spilaði Edda upptöku af samskiptum mæðgnanna sem dóttirin gerði. Dóttirin sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Edda hefur áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Færslu Eddu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þöggunar – í samfélagi sem beitir miskunnarlausri þöggun á þolendur, aðstandendur, aktívista og stjórnmálafólk ef það sýnir minnstu tilburði til að ógna stöðugleika þagnarinnar“, sagði Sóley Tómasdóttir þegar hún ávarpaði druslugönguna árið 2015. Ég var 23 ára, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hver byltingin hefur elt aðra og ég fann mig, ásamt ýmsum öðrum konum, óvænt í stafni feminískrar baráttu. Ég er stolt af því sem ég hef gert. Mitt aðalstarf undanfarið hefur verið að gefa brotaþolum rými til að koma sögum sínum á framfæri þar sem þau skortir oft félagslegt vald til þess. Hluti af þeirri vinnu hefur auk þess verið að benda á þann samhljóm sem komið hefur fram í reynslusögum þeirra þar sem það sýnir okkur sem samfélagi að vandinn er kerfislægur. Þó svo að ég hafi staðið í stafni baráttunnar þá er ég ekki baráttan og baráttan er ekki eingöngu mín. Hluti af vandamálinu núna, eins og svo oft áður, er að baráttan er persónugerð og þannig er hægt að ýta til hliðar fjölda upplifana sem komið hafa fram og áminningum um djúpstæðan kerfislægan vanda undir þeim formerkjum að mér sem persónu sé ekki treystandi. Ég hef staðið mikið til ein í þessum stafni. Ég stend auðvitað við hlið ótrúlegs fjölda kvenna sem hefur leyft mér að eiga hlut í þeirra baráttu með því að gefa þeim orðið. Eins stend ég við hlið annarra kvenna sem standa í sömu baráttu á öðrum vettvangi. En ég hef líka verið ein. Ég er ein alla daga þegar fjölmiðlar hringja látlaust og krefja mig svara við öllu og engu. Ég var ein að undirbúa herferðir og viðtöl, mín eigin og annarra og bar á því ábyrgð sjálf. Ég stend undir þeirri ábyrgð. Ég hef lært mikið frá því að þessi vegferð hófst, ég hef vandað vinnubrögð mín og gert allt sem ég get til þess að viðhalda trúverðugleika mínum, viðmælenda minna vegna. Áður var ég við nám í Copenhagen Business School þar sem ég var í tengslum við fjármálafyrirtæki, bæði á meðan að á námi mínu stóð og eftir nám. Ég kynntist fjármálalífinu í gegnum viðburði, verkefni og námið mitt. Í viðtölum sem ég veitti eftir heimkomuna reyndi ég að varpa ljósi á menningu og viðhorf sem ég mætti þar. Hugsun mín í þeim viðtölum var að einfalda frásögnina í þeirri viðleitni að hlífa sjálfri mér og þeim sem sýndu mér vanvirðingu. Ég er breysk eins og annað fólk. Ég hef beðist velvirðingar á því. Það sem ég veit fyrir víst er hvaða viðhorfum ég mætti þarna úti, sem og hér heima. Ég og allar hinar. Ég mun halda áfram að segja okkar sögur. Alveg sama hvaða gröftur vellur upp. Því kvenfyrirlitning og kerfisbundið ofbeldi gegn konum á ekki að viðgangast í heilbrigðu samfélagi. Staðreyndin er sú að ég hef skrifað þennan pistil áður. Ég skrifaði hann árið 2021, ég skrifaði hann árið 2022 og nú skrifa ég hann aftur árið 2023. Síðastliðin tvö ár hef ég þurft að þola linnulaust áreiti og árásir fyrir það eitt að veita þolendum ofbeldis vettvang til að segja sína sögu. Ég þarf stöðugt að þola neikvæða umræðu um mig sem persónu á opinberum vettvangi. Ég hef verið uppnefnd og gerð að skessu af heilu bæjarfélagi, dregin fyrir dóm vegna starfa minna, mér hafa borist hótanir um ofbeldi og ókunnugir hafa bankað upp á heima hjá mér. Nafnið mitt hefur verið notað yfir 700 sinnum í fréttir og fyrirsagnir. Fólk hefur með einbeittum vilja reynt að grafa upp einhvern skít, skáldað hann upp þegar hann finnst ekki, rýnt í gamlar ritgerðir, grafið undan mér, og reynt að mála mig upp sem ótrúverðuga og í tortyggilegu ljósi. Allt saman þöggunartilburðir sem við þekkjum alltof vel í okkar samfélagi og alltof margar konur og þolendur ofbeldis hafa þurft að sæta, af hálfu þeirra sem virðast eiga þeirra hagsmuna að gæta að þolendur þegi. Ég hefði aldrei tekið viðtal við neina þolendur ef ég hefði hlustað á allt sem sagt er til að ófrægja þau. Eftir allt sem á undan er gengið er nauðsynlegt fyrir mig að staldra við og hlúa að sjálfri mér. Ég ætla að nýta tímann til þess að hvíla mig og ákveða næstu skref. Árásir á mína persónu munu ekki stoppa mig né aðra sem standa í sömu baráttu fyrir réttlátu samfélagi. Samtakamáttur okkar er ofbeldinu yfirsterkara og við munum ekki leggjast niður og láta ofbeldið yfir okkur ganga. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa sýnt mér stuðning og staðið með mér, þið eruð ómetanleg. Það stendur engin ein undir svona og ég gæti þetta ekki án ykkar.
„Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þöggunar – í samfélagi sem beitir miskunnarlausri þöggun á þolendur, aðstandendur, aktívista og stjórnmálafólk ef það sýnir minnstu tilburði til að ógna stöðugleika þagnarinnar“, sagði Sóley Tómasdóttir þegar hún ávarpaði druslugönguna árið 2015. Ég var 23 ára, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hver byltingin hefur elt aðra og ég fann mig, ásamt ýmsum öðrum konum, óvænt í stafni feminískrar baráttu. Ég er stolt af því sem ég hef gert. Mitt aðalstarf undanfarið hefur verið að gefa brotaþolum rými til að koma sögum sínum á framfæri þar sem þau skortir oft félagslegt vald til þess. Hluti af þeirri vinnu hefur auk þess verið að benda á þann samhljóm sem komið hefur fram í reynslusögum þeirra þar sem það sýnir okkur sem samfélagi að vandinn er kerfislægur. Þó svo að ég hafi staðið í stafni baráttunnar þá er ég ekki baráttan og baráttan er ekki eingöngu mín. Hluti af vandamálinu núna, eins og svo oft áður, er að baráttan er persónugerð og þannig er hægt að ýta til hliðar fjölda upplifana sem komið hafa fram og áminningum um djúpstæðan kerfislægan vanda undir þeim formerkjum að mér sem persónu sé ekki treystandi. Ég hef staðið mikið til ein í þessum stafni. Ég stend auðvitað við hlið ótrúlegs fjölda kvenna sem hefur leyft mér að eiga hlut í þeirra baráttu með því að gefa þeim orðið. Eins stend ég við hlið annarra kvenna sem standa í sömu baráttu á öðrum vettvangi. En ég hef líka verið ein. Ég er ein alla daga þegar fjölmiðlar hringja látlaust og krefja mig svara við öllu og engu. Ég var ein að undirbúa herferðir og viðtöl, mín eigin og annarra og bar á því ábyrgð sjálf. Ég stend undir þeirri ábyrgð. Ég hef lært mikið frá því að þessi vegferð hófst, ég hef vandað vinnubrögð mín og gert allt sem ég get til þess að viðhalda trúverðugleika mínum, viðmælenda minna vegna. Áður var ég við nám í Copenhagen Business School þar sem ég var í tengslum við fjármálafyrirtæki, bæði á meðan að á námi mínu stóð og eftir nám. Ég kynntist fjármálalífinu í gegnum viðburði, verkefni og námið mitt. Í viðtölum sem ég veitti eftir heimkomuna reyndi ég að varpa ljósi á menningu og viðhorf sem ég mætti þar. Hugsun mín í þeim viðtölum var að einfalda frásögnina í þeirri viðleitni að hlífa sjálfri mér og þeim sem sýndu mér vanvirðingu. Ég er breysk eins og annað fólk. Ég hef beðist velvirðingar á því. Það sem ég veit fyrir víst er hvaða viðhorfum ég mætti þarna úti, sem og hér heima. Ég og allar hinar. Ég mun halda áfram að segja okkar sögur. Alveg sama hvaða gröftur vellur upp. Því kvenfyrirlitning og kerfisbundið ofbeldi gegn konum á ekki að viðgangast í heilbrigðu samfélagi. Staðreyndin er sú að ég hef skrifað þennan pistil áður. Ég skrifaði hann árið 2021, ég skrifaði hann árið 2022 og nú skrifa ég hann aftur árið 2023. Síðastliðin tvö ár hef ég þurft að þola linnulaust áreiti og árásir fyrir það eitt að veita þolendum ofbeldis vettvang til að segja sína sögu. Ég þarf stöðugt að þola neikvæða umræðu um mig sem persónu á opinberum vettvangi. Ég hef verið uppnefnd og gerð að skessu af heilu bæjarfélagi, dregin fyrir dóm vegna starfa minna, mér hafa borist hótanir um ofbeldi og ókunnugir hafa bankað upp á heima hjá mér. Nafnið mitt hefur verið notað yfir 700 sinnum í fréttir og fyrirsagnir. Fólk hefur með einbeittum vilja reynt að grafa upp einhvern skít, skáldað hann upp þegar hann finnst ekki, rýnt í gamlar ritgerðir, grafið undan mér, og reynt að mála mig upp sem ótrúverðuga og í tortyggilegu ljósi. Allt saman þöggunartilburðir sem við þekkjum alltof vel í okkar samfélagi og alltof margar konur og þolendur ofbeldis hafa þurft að sæta, af hálfu þeirra sem virðast eiga þeirra hagsmuna að gæta að þolendur þegi. Ég hefði aldrei tekið viðtal við neina þolendur ef ég hefði hlustað á allt sem sagt er til að ófrægja þau. Eftir allt sem á undan er gengið er nauðsynlegt fyrir mig að staldra við og hlúa að sjálfri mér. Ég ætla að nýta tímann til þess að hvíla mig og ákveða næstu skref. Árásir á mína persónu munu ekki stoppa mig né aðra sem standa í sömu baráttu fyrir réttlátu samfélagi. Samtakamáttur okkar er ofbeldinu yfirsterkara og við munum ekki leggjast niður og láta ofbeldið yfir okkur ganga. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa sýnt mér stuðning og staðið með mér, þið eruð ómetanleg. Það stendur engin ein undir svona og ég gæti þetta ekki án ykkar.
Fjölmiðlar MeToo Tengdar fréttir 1,2 milljón krónur safnast í söfnun Eddu á Karolina Fund Alls hafa nú safnast 1,2 milljón krónur í söfnun sem hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak stendur fyrir á Karolina Fund en markið er sett á 1,5 milljón krónur. 8. apríl 2023 09:14 Edda hyggst áfrýja málinu að ósk dótturinnar Edda Falak hyggst áfrýja máli, þar sem hún var dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs, til Landsréttar. Í aðsendri grein á Vísi, sem unnin er í samráði við Eddu og dóttur móðurinnar sem höfðaði málið, er niðurstaða dómsins harðlega gagnrýnd. Blásið hefur verið til söfnunar til að gera Eddu kleift að áfrýja dómnum. 7. apríl 2023 22:03 Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. 3. apríl 2023 07:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
1,2 milljón krónur safnast í söfnun Eddu á Karolina Fund Alls hafa nú safnast 1,2 milljón krónur í söfnun sem hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak stendur fyrir á Karolina Fund en markið er sett á 1,5 milljón krónur. 8. apríl 2023 09:14
Edda hyggst áfrýja málinu að ósk dótturinnar Edda Falak hyggst áfrýja máli, þar sem hún var dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs, til Landsréttar. Í aðsendri grein á Vísi, sem unnin er í samráði við Eddu og dóttur móðurinnar sem höfðaði málið, er niðurstaða dómsins harðlega gagnrýnd. Blásið hefur verið til söfnunar til að gera Eddu kleift að áfrýja dómnum. 7. apríl 2023 22:03
Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. 3. apríl 2023 07:32