Von á hlýindum og góðu vorveðri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2023 12:59 Fólk ætti að geta stundað jóga og aðra heilsurækt utandyra á næstunni. Svo styttist auðvitað í sumarið. Vísir/Vilhelm Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar. Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira