Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Íris Hauksdóttir skrifar 17. apríl 2023 09:43 Ísabella er einn af yngstu líffæraþegum landsins en en hún fékk nýra frá föður sínum þegar hún var einungis þriggja ára gömul. Hún lét örið eftir aðgerðina ekki stöðva sig að láta drauminn rætast. Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. „Ég segi alltaf að pabbi hafi gefið mér fallegustu gjöf sem hægt er að gefa. Hann gaf mér tækifæri til að lifa lífinu til fulls. Þó að þetta sé vissulega stór aðgerð veit ég að hann myndi gera þetta aftur fyrir mig umhugsunarlaust. En honum fannst mjög erfitt að sjá mig ekki eftir aðgerðina þar sem við vorum staðsett hvort á sinni deildinni á spítalanum. „Ég gleymi því aldrei þegar honum var loksins rúllað inn á stofuna til mín. Við héldumst í hendur í langan tíma.“ „Ég man hvað ég var alltaf þreytt sem lítið barn."aðsend Ljóst var frá fæðingu Ísabellu að nýrun væru óstarfhæf og því lá strax fyrir að hún þyrfti á ígræðslu að halda. Hún segist þó lítið muna eftir aðgerðinni eða spítalavistinni í heild sinni sökum aldurs. „Ég man hvað ég var alltaf þreytt sem lítið barn. Mig langaði alltaf svo að fara út að leika en hafði lítið úthald. Það er auðvitað mjög erfitt sem ungur krakki að fara í gengum þetta ferli og fá nýtt líffæri án þess að skilja í raun hvað væri að gerast. Ísabella hefur alltaf einsett sér að láta ekki veikindin stoppa sigaðsend Þetta hefur haft sínar áskoranir og hef ég þurft að leggjast nokkrum sinnum inn á spítala,“ segir Ísabella en hún fer reglulega í skoðun og er undir miklu eftirliti sinna lækna. „Í menntaskóla þurfti ég tvisvar að leggjast inn en ég lét það ekki trufla skólagönguna og útskrifaðist á þremur árum. Ég hef alltaf haft þetta hugafar að ég ætla ekki að láta veikindin mín stoppa mig eða halda aftur af mér. Ég er núna í laganámi við háskólann og útskrifast sem lögfræðingur í vor. Oft erfitt að halda haus Ísabella viðurkennir að þrátt fyrir jákvætt hugarfar komi vissulega stundir þar sem erfitt sé að halda haus. „Þetta tekur auðvitað á. Eftir aðgerðina er ég til að mynda með mjög stórt ör á maganum. Það hefur alltaf haft áhrif á mig og sjálfstraustið mitt. Á unglingsárum átti ég sérstaklega erfitt og lagði mikið á mig til að fela örið. Í staðinn fyrir að segja söguna mína og vera stolt af því sem ég hef gengið í gengum vildi ég alls ekki að neinn vissi af þessu. Mér fannst vera veikleiki að vera með ör og hafa lent í þessu. Margir vinir mínir höfðu ekki hugmynd um þessa baksögu mína.“ Ísabella hér nývöknuð eftir aðgerðina stóruaðsend Frá því að Ísabella var smástelpa ól hún með sér þann draum að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Sá draumur rættist á síðasta ári og stóð hún uppi sem sigurvegari Miss Supranational Iceland. Ísabella upplifði drauminn á síðasta ári þegar hún stóð uppi sem sigurvegari Miss Supranational IcelandArnór Trausti „Ég var alltaf í prinsessukjólum þegar ég var lítil en vegna örsins var ég sannfærð um að ég gæti ekki tekið þátt í svona keppni.“ Óraði ekki fyrir því að vera keppnishæf Örlögin höguðu því þannig að Ísabella var kölluð í viðtal af framkvæmdarstjóra Miss Universe Iceland, Manuelu Ósk Harðardóttur. „Það fyrsta sem ég tilkynnti henni var að örið gæti eflaust hindrað þátttökurétt minn. Svarið sem hún gaf mér kom mér svo á óvart. Hún sagði að örið væri það sterkasta við mig og ég er henni afskaplega þakklát fyrir það. Mér óraði aldrei fyrir því að ég væri keppnishæf og hvað þá að ég myndi vinna Miss Supranational Iceland. Ég er virkilega þakklát Manuelu fyrir að hafa trúað á mig og ýtt mér svona rækilega út fyrir þægindarammann. Ísabellu óraði ekki fyrir því að hún væri keppnishæfArnór Trausti Ísabella stefnir á þátttöku í aðalkeppninni nú í sumar en hún er haldin í Póllandi. „Litla ég hefði öskrað við tilhugsunina að fá tækifæri til þess að keppa fyrir Íslands hönd. Mig langar að gera Íslendinga stolta af mér.“ Allir þátttakendur standa fyrir ákveðnum málstað sem þeir velja sjálfir og nánast óþarft að taka fram hvað Ísabella hefur valið að standa fyrir. „Ég vil augljóslega opna umræðuna fyrir mikilvægi þess að gerast líffæragjafi. Ísland setti inn löggjöf um áætlað samþykki til líffæragjafir 2019. Nokkur lönd eru með áætlað samþykki en því miður eru alltof mörg ekki komin svo langt. Sjálf hvet ég auðvitað alla til að gefa líffæri. Þannig getur þú ekki bara bætt lífsgæði þeirra sem minna mega sín til muna heldur líka hreinlega bjargað mannslífi. Þetta líf getur gert magnaða hluti. Að mínu mati er ekki talað nægilega hátt um þessi mál. Ég brenn svo fyrir að vera góð fyrirmynd en undanfarin ár hef ég kennt ballett í dansskólanum Plié. Þar er ég með yndislega nemendur og hef brýni endalaust fyrir þeim að elta draumana sína. Það geta allir allt sem þeir vilja ef þeir hafa bara nægilega trú á sig. Ísabella vill berjast fyrir því að opna umræðuna um mikilvægi þess að gerast líffæragjafiArnór Trausti Ég er mjög þakklát að fá vettvang til að segja söguna mína og hvetja krakka sem líður eins og þú geti ekki eitthvað til að halda áfram að berast. Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir að hafa sigrað var að setja mig í samband við Barnaspítala Hringsins. Mig langaði svo að gleðja börnin þar. Starfsfólkið tók vel í það og nú í apríl stefni ég á að fara þangað og hitta krakkana. Mig langar einfaldlega að engu barni líði eins og það þurfi að fela sig því svo margt sem við höldum að séu gallar er það sem gerir okkur einstök. Ég segi alltaf að ef þú ert með ör áttu að vera stolt, það sýnir að þú vannst baráttuna.“ Við erum öll líffæragjafar Íslendingar byggja löggjöf sína um líffæragjafir á ætluðu samþykki og verða því allir þegnar sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Þeir sem kunna að vera andvígir því að gefa líffæri geta skráð það á Mínum síðum á Heilsuveru. Einnig má leita aðstoðar heimilislækna og hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar við að skrá afstöðu sína. Hver sem orðinn er 18 ára getur gefið samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efna úr eigin líkama svo lengi sem lífi og heilsu líffæragjafa er ekki stofnað í augljósa hættu. Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Gera verður greinarmun á líffæragjafa sem lætur fjarlægja líffæri úr sér lifandi og hins vegar látnum líffæragjafa. Sem lifandi líffæragjafar koma fyrst og fremst til greina náskyldir ættingjar hins væntanlega líffæraþega, til dæmis systkini, foreldrar, uppkomin börn, afar og ömmur. Sé um slíkan skyldleika að ræða eru líkur á að gjafi og þegi hafi nægilega líka vefjagerð til að litlar líkur séu að líkami líffæraþegans hafni ígrædda líffærinu. Miss Universe Iceland Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Ég segi alltaf að pabbi hafi gefið mér fallegustu gjöf sem hægt er að gefa. Hann gaf mér tækifæri til að lifa lífinu til fulls. Þó að þetta sé vissulega stór aðgerð veit ég að hann myndi gera þetta aftur fyrir mig umhugsunarlaust. En honum fannst mjög erfitt að sjá mig ekki eftir aðgerðina þar sem við vorum staðsett hvort á sinni deildinni á spítalanum. „Ég gleymi því aldrei þegar honum var loksins rúllað inn á stofuna til mín. Við héldumst í hendur í langan tíma.“ „Ég man hvað ég var alltaf þreytt sem lítið barn."aðsend Ljóst var frá fæðingu Ísabellu að nýrun væru óstarfhæf og því lá strax fyrir að hún þyrfti á ígræðslu að halda. Hún segist þó lítið muna eftir aðgerðinni eða spítalavistinni í heild sinni sökum aldurs. „Ég man hvað ég var alltaf þreytt sem lítið barn. Mig langaði alltaf svo að fara út að leika en hafði lítið úthald. Það er auðvitað mjög erfitt sem ungur krakki að fara í gengum þetta ferli og fá nýtt líffæri án þess að skilja í raun hvað væri að gerast. Ísabella hefur alltaf einsett sér að láta ekki veikindin stoppa sigaðsend Þetta hefur haft sínar áskoranir og hef ég þurft að leggjast nokkrum sinnum inn á spítala,“ segir Ísabella en hún fer reglulega í skoðun og er undir miklu eftirliti sinna lækna. „Í menntaskóla þurfti ég tvisvar að leggjast inn en ég lét það ekki trufla skólagönguna og útskrifaðist á þremur árum. Ég hef alltaf haft þetta hugafar að ég ætla ekki að láta veikindin mín stoppa mig eða halda aftur af mér. Ég er núna í laganámi við háskólann og útskrifast sem lögfræðingur í vor. Oft erfitt að halda haus Ísabella viðurkennir að þrátt fyrir jákvætt hugarfar komi vissulega stundir þar sem erfitt sé að halda haus. „Þetta tekur auðvitað á. Eftir aðgerðina er ég til að mynda með mjög stórt ör á maganum. Það hefur alltaf haft áhrif á mig og sjálfstraustið mitt. Á unglingsárum átti ég sérstaklega erfitt og lagði mikið á mig til að fela örið. Í staðinn fyrir að segja söguna mína og vera stolt af því sem ég hef gengið í gengum vildi ég alls ekki að neinn vissi af þessu. Mér fannst vera veikleiki að vera með ör og hafa lent í þessu. Margir vinir mínir höfðu ekki hugmynd um þessa baksögu mína.“ Ísabella hér nývöknuð eftir aðgerðina stóruaðsend Frá því að Ísabella var smástelpa ól hún með sér þann draum að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Sá draumur rættist á síðasta ári og stóð hún uppi sem sigurvegari Miss Supranational Iceland. Ísabella upplifði drauminn á síðasta ári þegar hún stóð uppi sem sigurvegari Miss Supranational IcelandArnór Trausti „Ég var alltaf í prinsessukjólum þegar ég var lítil en vegna örsins var ég sannfærð um að ég gæti ekki tekið þátt í svona keppni.“ Óraði ekki fyrir því að vera keppnishæf Örlögin höguðu því þannig að Ísabella var kölluð í viðtal af framkvæmdarstjóra Miss Universe Iceland, Manuelu Ósk Harðardóttur. „Það fyrsta sem ég tilkynnti henni var að örið gæti eflaust hindrað þátttökurétt minn. Svarið sem hún gaf mér kom mér svo á óvart. Hún sagði að örið væri það sterkasta við mig og ég er henni afskaplega þakklát fyrir það. Mér óraði aldrei fyrir því að ég væri keppnishæf og hvað þá að ég myndi vinna Miss Supranational Iceland. Ég er virkilega þakklát Manuelu fyrir að hafa trúað á mig og ýtt mér svona rækilega út fyrir þægindarammann. Ísabellu óraði ekki fyrir því að hún væri keppnishæfArnór Trausti Ísabella stefnir á þátttöku í aðalkeppninni nú í sumar en hún er haldin í Póllandi. „Litla ég hefði öskrað við tilhugsunina að fá tækifæri til þess að keppa fyrir Íslands hönd. Mig langar að gera Íslendinga stolta af mér.“ Allir þátttakendur standa fyrir ákveðnum málstað sem þeir velja sjálfir og nánast óþarft að taka fram hvað Ísabella hefur valið að standa fyrir. „Ég vil augljóslega opna umræðuna fyrir mikilvægi þess að gerast líffæragjafi. Ísland setti inn löggjöf um áætlað samþykki til líffæragjafir 2019. Nokkur lönd eru með áætlað samþykki en því miður eru alltof mörg ekki komin svo langt. Sjálf hvet ég auðvitað alla til að gefa líffæri. Þannig getur þú ekki bara bætt lífsgæði þeirra sem minna mega sín til muna heldur líka hreinlega bjargað mannslífi. Þetta líf getur gert magnaða hluti. Að mínu mati er ekki talað nægilega hátt um þessi mál. Ég brenn svo fyrir að vera góð fyrirmynd en undanfarin ár hef ég kennt ballett í dansskólanum Plié. Þar er ég með yndislega nemendur og hef brýni endalaust fyrir þeim að elta draumana sína. Það geta allir allt sem þeir vilja ef þeir hafa bara nægilega trú á sig. Ísabella vill berjast fyrir því að opna umræðuna um mikilvægi þess að gerast líffæragjafiArnór Trausti Ég er mjög þakklát að fá vettvang til að segja söguna mína og hvetja krakka sem líður eins og þú geti ekki eitthvað til að halda áfram að berast. Eitt af því fyrsta sem ég gerði eftir að hafa sigrað var að setja mig í samband við Barnaspítala Hringsins. Mig langaði svo að gleðja börnin þar. Starfsfólkið tók vel í það og nú í apríl stefni ég á að fara þangað og hitta krakkana. Mig langar einfaldlega að engu barni líði eins og það þurfi að fela sig því svo margt sem við höldum að séu gallar er það sem gerir okkur einstök. Ég segi alltaf að ef þú ert með ör áttu að vera stolt, það sýnir að þú vannst baráttuna.“ Við erum öll líffæragjafar Íslendingar byggja löggjöf sína um líffæragjafir á ætluðu samþykki og verða því allir þegnar sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Þeir sem kunna að vera andvígir því að gefa líffæri geta skráð það á Mínum síðum á Heilsuveru. Einnig má leita aðstoðar heimilislækna og hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar við að skrá afstöðu sína. Hver sem orðinn er 18 ára getur gefið samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efna úr eigin líkama svo lengi sem lífi og heilsu líffæragjafa er ekki stofnað í augljósa hættu. Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Gera verður greinarmun á líffæragjafa sem lætur fjarlægja líffæri úr sér lifandi og hins vegar látnum líffæragjafa. Sem lifandi líffæragjafar koma fyrst og fremst til greina náskyldir ættingjar hins væntanlega líffæraþega, til dæmis systkini, foreldrar, uppkomin börn, afar og ömmur. Sé um slíkan skyldleika að ræða eru líkur á að gjafi og þegi hafi nægilega líka vefjagerð til að litlar líkur séu að líkami líffæraþegans hafni ígrædda líffærinu.
Miss Universe Iceland Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira