Innlent

Bein út­send­ing: Í­bú­a­fund­ur um Fjarð­ar­heið­ar­göng

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Jóhann

Fjarðarheiðargöng eru rædd á íbúaþingi Múlaþings sem hefst nú klukkan fimm. Þar stendur til að upplýsa íbúa um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við gögnin en fundurinn er sýndur í beinni útsendingu.

Um fjarfund er að ræða og geta íbúar sent inn spurningar á [email protected] og á Facebooksíðu Múlaþings á meðan á fundinum stendur.

Þeir sem taka til máls eru Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Þá mun Freyr Pálsson frá Vegagerðinni fara yfir nokkur atriði sem koma að framkvæmdinni og undirbúningi hennar.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng

Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland.

Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×