Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2023 07:45 Drengirnir voru á rafskútu þegar þeir úðuðu piparúða yfir fólk sem beið eftir því að komast inn í hlýjuna á ótilgreindum skemmtistað. Vísir/Aníta Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni. Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira