Hugrún Halldórsdóttir komin á fast Íris Hauksdóttir skrifar 19. apríl 2023 16:01 Hugrún fann ástina í örmum Vals Hrafns Einarssonar Fjölmiðlakonan og fegurðardísin Hugrún Halldórsdóttir hefur lengi verið á meðal eftirsóttustu kvenna landsins. Hún hefur nú fundið ástina í örmum Vals Hrafns Einarssonar tæknistjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks Software, en þau störfuðu lengi saman á Stöð 2 og Vísi. Fyrsta deitið í desember „Við þekktumst ekki mikið á þeim tíma þar sem hann vann í tæknideildinni en ég lengst af í fréttum og síðar við dagskrágerð,“ segir Hugrún og heldur áfram. „Mörgum árum síðar sameinuðumst við yfir áhuga okkar á fjallagöngum á Instagram og fórum í kjölfarið að senda hvort öðru skilaboð tengt þessu áhugamáli. Fyrsta formlega stefnumótið var síðan þegar desember var að ganga í garð. Það var voða rómantískt í jólasnjónum og kuldanum. Við fórum út að borða og enduðum með að gæða okkur á Vesturbæjarís, frekar íslenskt, ís í frosti og snjó.“ Fjallgöngurnar færðu þau saman Parið tengir þó ekki aðeins við íslenska veðráttu og fjallgöngur því þau deila sömuleiðis gríðarlegri útþrá og ást á ferðalögum út fyrir landsteinana. „Það er kannski fyndið að segja það en við höfum ekki enn farið í almennilega fjallgöngu saman. Enda bauð langi lægðagangurinn ekki upp á marga góða göngudaga þarna í lok síðasta og byrjun þessa árs.“ „Við fórum samt fallega gönguferð í árla sambands þar sem við tókum næturgöngu á Þingvöllum í algjöru ofurtungli þar sem himininn var stjörnubjartur og norðurljósin dönsuðu fyrir okkur. Það var ógleymanlegt augnablik. En svo heimsóttum við Madrid nú ekki fyrir svo löngu og það var gjörsamlega geggjað.“ Naut sín sem leiðsögumaður Sjálf lærði Hugrún þar í borg og heimsækir hana reglulega, þetta var þó í fyrsta sinn sem Valur Hrafn leit borgina augum og segist Hugrún hafa notið sín sem leiðsögumaður meðan á ferð þeirra stóð. „Madrid er náttúrulega besta borg í heimi og ég þekki hana vel eftir að hafa búið þar. Ég á marga góða vini og fer þangað reglulega. Það var því einstaklega ánægjulegt að Valur Hrafn skyldi geta komið með mér að þessu sinni og óhætt að segja að þetta sé ekki síðasta ferðin okkar þangað saman.“ Ástin og lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Fyrsta deitið í desember „Við þekktumst ekki mikið á þeim tíma þar sem hann vann í tæknideildinni en ég lengst af í fréttum og síðar við dagskrágerð,“ segir Hugrún og heldur áfram. „Mörgum árum síðar sameinuðumst við yfir áhuga okkar á fjallagöngum á Instagram og fórum í kjölfarið að senda hvort öðru skilaboð tengt þessu áhugamáli. Fyrsta formlega stefnumótið var síðan þegar desember var að ganga í garð. Það var voða rómantískt í jólasnjónum og kuldanum. Við fórum út að borða og enduðum með að gæða okkur á Vesturbæjarís, frekar íslenskt, ís í frosti og snjó.“ Fjallgöngurnar færðu þau saman Parið tengir þó ekki aðeins við íslenska veðráttu og fjallgöngur því þau deila sömuleiðis gríðarlegri útþrá og ást á ferðalögum út fyrir landsteinana. „Það er kannski fyndið að segja það en við höfum ekki enn farið í almennilega fjallgöngu saman. Enda bauð langi lægðagangurinn ekki upp á marga góða göngudaga þarna í lok síðasta og byrjun þessa árs.“ „Við fórum samt fallega gönguferð í árla sambands þar sem við tókum næturgöngu á Þingvöllum í algjöru ofurtungli þar sem himininn var stjörnubjartur og norðurljósin dönsuðu fyrir okkur. Það var ógleymanlegt augnablik. En svo heimsóttum við Madrid nú ekki fyrir svo löngu og það var gjörsamlega geggjað.“ Naut sín sem leiðsögumaður Sjálf lærði Hugrún þar í borg og heimsækir hana reglulega, þetta var þó í fyrsta sinn sem Valur Hrafn leit borgina augum og segist Hugrún hafa notið sín sem leiðsögumaður meðan á ferð þeirra stóð. „Madrid er náttúrulega besta borg í heimi og ég þekki hana vel eftir að hafa búið þar. Ég á marga góða vini og fer þangað reglulega. Það var því einstaklega ánægjulegt að Valur Hrafn skyldi geta komið með mér að þessu sinni og óhætt að segja að þetta sé ekki síðasta ferðin okkar þangað saman.“
Ástin og lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira