„Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 14:30 Andrea Jóns, Páll Óskar og Vera Illuga eru meðal þeirra sem fordæma boðskap Samtakanna 22. Ásta Kristjáns/Vilhelm Tæplega þrjú hundruð samkynheigðir Íslendingar fordæma að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Samtökin séu hvorki talsmaður hópsins né tali í þeirra nafni. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag. Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem ber titilinn „Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ sem birtist á Vísi í dag. Meðal þeirra sem skrifa undir eru Andrea Jónsdóttir útvarpskona, Andrean Sigurgeirsson dansari, Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Ómar söngvari, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður, Kristín Eysteinsdóttir rektor og Vera Illugadóttir útvarpskona svo einhverjir séu nefndir. „Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. Við fordæmum að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra, hvorki þau né talsmaður þeirra tala í okkar nafni,“ segir í greininni. „Að eigin sögn eru Samtökin 22 „hagsmunasamtök samkynhneigðra“ og hefur stofnandi/talsmaður félagsins að undanförnu ritað greinar og til hans verið vísað í fjölmiðlum. Til þessa hafa hin nýju „hagsmunasamtök“ fátt annað á afrekaskrá sinni en fordómafulla umsögn um frumvarp til lögbanns á bælingarmeðferðum og formlega kvörtun til forsætisnefndar Alþingis undan samkynhneigðum varaþingmanni.“ Umræddur stofnandi heitir Eldur Deville. Óhætt er að segja að mest áhersla í orðræðu hans hafi verið hvað við kemur trans fólki. Eldur hefur endurtekið hafnað því að hafa uppi fordóma gegn trans fólki. Á Facebook-síðu samtakanna kemur fram að Samtökin 22 séu einu hagsmunasamtökin á Íslandi sem vinna í þágu samkynhneigðra. Fullyrðing sem flestir þjóðþekktir samkynhneigðir Íslendingar taka ekki undir. Þá hafa Samtökin 22 gagnrýnt að Samtökin 78 fari í grunnskólana til að fræða börnin um kynsegin mál. „Við þurfum ekki í skólana. Kennarar eru fullfærir að miðla því til barna að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni,“ segir á Facebook-síðu samtakanna. „Samtökin 22 hafa talað gegn starfsemi hinna raunverulegu hagsmunasamtaka hinsegin fólks, Samtakanna '78 og aðildarfélögum þeirra, ýtt undir kynjatvíhyggju og virðast í raun fyrst og fremst stefna að upplausn hinsegin samfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Okkur þykir því ljóst að starf Samtakanna 22 snúist ekki um réttindabaráttu eða hagsmunagæslu samkynhneigðra heldur baráttu gegn réttindum og hagsmunum annarra hópa,“ segir í aðsendu greininni á Vísi í dag.
Hinsegin Félagasamtök Tengdar fréttir Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Við undirrituð erum samkynhneigð, af ólíkum kynjum, virk og óvirk í starfi hinsegin félaga. Við styðjum réttindabaráttu trans fólks, fræðslustarfsemi Samtakanna '78, samheldni og samhug hinsegin samfélagsins, og annað sem meint hagsmunasamtök okkar, þ.e. Samtökin 22, hafa talað gegn að undanförnu. 24. apríl 2023 12:00