Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:31 Úrslitakeppnis-Jimmy er mættur til leiks. Megan Briggs/Getty Images Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira