„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2023 15:40 Í samtali við Vísi segist Guðrún óska þess að enginn þurfi að upplifa þær þjáningar sem fjölskylda Magnúsar Andra gengur nú í gegnum. „Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn. Saga Magnúsar Andra er ekki einsdæmi. Ekkert lát á þróuninni Fram kom í frétt Vísis í október síðastliðnum að fleiri en tvö hundruð væru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að Vogur væri einungis bara með samning við ríkið til að þjónusta níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en árið 2021. Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Að sögn læknis á Vogi er ópíóðafíkn ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur er eðli hennar breytt. Þá segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ í samtali við Læknablaðið í október síðastliðnum að ekkert lát sé á þróuninni í ópíóíðafíkn. „Fólk með fíknsjúkdóm er að deyja alltof ungt. Við verðum að bregðast við og hafa dyrnar í meðferð opnar, ekki síst fyrir þá sem taka ópíóíða.“ Elskaður af öllum Guðrún Katrín Sandholt, móðir á Akranesi, birti á dögunum færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar rekur hún sögu Magnúsar Andra sonar síns og erfiða baráttu hans og fjölskyldunnar við að fá úrræði. Vandi Magnúsar Andra var þess eðlis að hann lenti á milli þilja í kerfinu, að sögn Guðrúnar. Guðrún segist óska þess að enginn þurfi að upplifa þær þjáningar sem fjölskylda Magnúsar Andra gangi nú í gegnum. Guðrún bendir jafnframt á þá staðreynd að í sömu viku og Magnús Andri lést hafi fjölskyldan fengið veður af fimm öðrum andlátum sem öll séu lyfjatengd. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir syni okkar, vekja athygli á hvað þetta kerfi gallað fyrir ungmenni með fíknisjúkdóm. Ef ég tala bara út frá persónulegri reynslu, þá var sonur minn í ópíóðum, var að berjast við að verða edrú, og tíu dagar á Vogi eða nokkrir dagar á fíknigeðdeild er langt frá því að vera nóg. Það er hræðilegt að horfa upp á barnið sitt fara í gegnum hræðileg fráhvörf, og þurfa að bíða í einhverja mánuði að komast í meðferð.“ Hvað viltu að fólkið þarna úti læri af sögunni hans Magnúsar? Hvað er mikilvægt að komist til skila? „Það þarf að gerast eitthvað hérna á þessu landi fyrir fólk með fíknisjúkdóm. Það eiga ekki að vera biðlistar. Fólk er að deyja af því að fá ekki þá þjónustu sem þarf, að það sé eitt sjúkrahús fyrir afeitrun, og fíknigeðdeild með nokkur rúm. Stjórnvöld þurfa að gera eitthvað í þessum málum, hætta að líta á þennan sjúkdóm sem B sjúkdóm, því þetta er grafalvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur.“ Skrifa Guðrúnar hafa vakið töluverð viðbrögð. „Við foreldrar Magga erum djúpt snortin af skilaboðum sem við höfum fengið frá foreldrum sem hafa lent í þá hryllilegustu sorg sem nokkur manneskja fer í gegnum, að missa barnið sitt,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum, hann var ekkert minna elskaður þó hann hafi verið með fíknisjúkdóm.“ Mikil aukning Færsla Guðrúnar Katrínar er sterkt innlegg í þá umræðu sem skapast hefur undanfarna daga varðandi aukna tíðni lyfjatengdra andláta hjá ungmennum. Í færslu sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum undanfarin sólarhring er fullyrt að fimmtán einstaklingar hafi látist vegna ofskömmtunar á síðustu tveimur vikum. Vísi er ekki kunnugt um uppruna þeirra upplýsinga sem hafa ekki fengið staðfestar hjá opinberum aðilum. Í umræddri færslu er jafnframt bent á aukningu á því að verið sé að blanda ópíóðalyfinu fentanýl við fíkniefni á borð við oxycontin, kókaín og LSD. Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins en Rauði Krossinn starfrækir verkefnið Frú Ragnheiður. Í samtali við Vísi segir hún starfsfólk Frú Ragnheiðar hafa orðið vart við aukningu á undanförnum vikum og mánuðum þegar kemur að andlátum í kjölfar ofskömmtunar fíkniefna. „Seinustu vikur og mánuði höfum við tekið eftir aukningu á því að fólk er að taka of stóra skammta,“ segir Hafrún og á þar við efni á borð við oxycontin og contalgin. „Við erum að heyra það reglulega að fólk innan okkar skjólstæðingahóps hefur áhyggjur af því efni sem það hefur keypt og telja að það sé búið að setja út í það vafasöm íblöndunarefni, það er að segja fentanýl. En það er hins vegar enginn að mæla efnin, þannig að það er enginn með þetta staðfest. Þetta er meira tilfinning hjá fólki sem þekkir þessi efni sem það notar daglega, það finnur fyrir öðruvísi áhrifum.“ Hafrún segir klárlega hægt að tala um ópíóðafarald. „Það er alltaf jafn mikil eftirspurn, en stundum er framboðið minna og þá fer fólk að búa til þessar töflur og pressa þær. Þá kemur áhættan, því það er verið að blanda allskonar efnum í þessar pillur. Fólk veit aldrei nákvæmlega hvort það er að fá pressaða töflu eða töflu frá lyfjafyrirtæki og það veit ekki hversu hátt magn er í töflunni.“ Hafrún segir brýna þörf á fræðslu um vímuefni. Það sé mikilvægt að opna umræðuna. „Við þurfum að þora að tala um vímuefni. Þetta er svo mikið feimnismál, og fólk er ekki að treysta sér til að leita að fræðslu um hvaða efni það þarf að varast, og hvaða efni hafa hvaða áhrif. Það er svo hættulegt, vegna þess að þá er fólk bara hvert í sínu horni.“ Hafrún Elísa Sigurðardóttir hjá Frú Ragnheiði. Ofskömmtun af völdum ópíóðalyfja getur valdið öndunarstoppi og jafnvel dauða. Eitt af verkefnum Frú Ragnheiðar undafarið ár er dreifing á lyfinu Naloxone í nefúðaformi , en lyfið er notað þegar þörf er á neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða. Hafrún bendir á að stór hópur þeirra sem nota efnin, sérstaklega ungmenni og fólk með flókinn fíknivanda, eru ekki skjólstæðingar Frú Ragnheiðar og hafa þar af leiðandi ekki aðgengi að Naloxone. „Þetta eru einstaklingar sem eru ekki eins mikið að nota efnin í æð, heldur meira munnlega. Þetta er samt mikill áhættuhópur. Þetta eru til dæmis ungmenni sem eru á djamminu og eru meira að prófa sig áfram, og þau þekkja ekki vel inn á þol sitt,“ segir Hafrún og bætir við að þess vegna sé mikilvægt að tryggja aðgengi að Naloxone. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings „Fólk ætti að geta orðið sér út um það alls staðar, rétt eins og með önnur lausasölulyf.“ Fíkn Lyf Tengdar fréttir Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla. 27. september 2021 14:01 Lokuðu dyrnar í heilbrigðiskerfinu Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. 24. apríl 2023 08:01 Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23. apríl 2023 17:31 Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05 Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. 3. apríl 2023 12:03 FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. 16. nóvember 2022 23:31 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. 31. ágúst 2022 22:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 „Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. 3. júní 2022 15:00 Tryggja þarf greiðan aðgang að neyðarlyfinu Naloxone til framtíðar! Stórt framfaraskref í skaðaminnkandi þjónustu á Íslandi var tekið nú á dögunum þegar Naloxone nefúðinn var loksins aðgengilegur að kostnaðarlausu í gegnum Frú Ragnheiðar verkefnið hjá Rauða krossinum. 27. maí 2022 15:00 Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. 21. mars 2022 14:33 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Saga Magnúsar Andra er ekki einsdæmi. Ekkert lát á þróuninni Fram kom í frétt Vísis í október síðastliðnum að fleiri en tvö hundruð væru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að Vogur væri einungis bara með samning við ríkið til að þjónusta níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en árið 2021. Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Að sögn læknis á Vogi er ópíóðafíkn ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur er eðli hennar breytt. Þá segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ í samtali við Læknablaðið í október síðastliðnum að ekkert lát sé á þróuninni í ópíóíðafíkn. „Fólk með fíknsjúkdóm er að deyja alltof ungt. Við verðum að bregðast við og hafa dyrnar í meðferð opnar, ekki síst fyrir þá sem taka ópíóíða.“ Elskaður af öllum Guðrún Katrín Sandholt, móðir á Akranesi, birti á dögunum færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar rekur hún sögu Magnúsar Andra sonar síns og erfiða baráttu hans og fjölskyldunnar við að fá úrræði. Vandi Magnúsar Andra var þess eðlis að hann lenti á milli þilja í kerfinu, að sögn Guðrúnar. Guðrún segist óska þess að enginn þurfi að upplifa þær þjáningar sem fjölskylda Magnúsar Andra gangi nú í gegnum. Guðrún bendir jafnframt á þá staðreynd að í sömu viku og Magnús Andri lést hafi fjölskyldan fengið veður af fimm öðrum andlátum sem öll séu lyfjatengd. „Við munum aldrei hætta að berjast fyrir syni okkar, vekja athygli á hvað þetta kerfi gallað fyrir ungmenni með fíknisjúkdóm. Ef ég tala bara út frá persónulegri reynslu, þá var sonur minn í ópíóðum, var að berjast við að verða edrú, og tíu dagar á Vogi eða nokkrir dagar á fíknigeðdeild er langt frá því að vera nóg. Það er hræðilegt að horfa upp á barnið sitt fara í gegnum hræðileg fráhvörf, og þurfa að bíða í einhverja mánuði að komast í meðferð.“ Hvað viltu að fólkið þarna úti læri af sögunni hans Magnúsar? Hvað er mikilvægt að komist til skila? „Það þarf að gerast eitthvað hérna á þessu landi fyrir fólk með fíknisjúkdóm. Það eiga ekki að vera biðlistar. Fólk er að deyja af því að fá ekki þá þjónustu sem þarf, að það sé eitt sjúkrahús fyrir afeitrun, og fíknigeðdeild með nokkur rúm. Stjórnvöld þurfa að gera eitthvað í þessum málum, hætta að líta á þennan sjúkdóm sem B sjúkdóm, því þetta er grafalvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur.“ Skrifa Guðrúnar hafa vakið töluverð viðbrögð. „Við foreldrar Magga erum djúpt snortin af skilaboðum sem við höfum fengið frá foreldrum sem hafa lent í þá hryllilegustu sorg sem nokkur manneskja fer í gegnum, að missa barnið sitt,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum, hann var ekkert minna elskaður þó hann hafi verið með fíknisjúkdóm.“ Mikil aukning Færsla Guðrúnar Katrínar er sterkt innlegg í þá umræðu sem skapast hefur undanfarna daga varðandi aukna tíðni lyfjatengdra andláta hjá ungmennum. Í færslu sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum undanfarin sólarhring er fullyrt að fimmtán einstaklingar hafi látist vegna ofskömmtunar á síðustu tveimur vikum. Vísi er ekki kunnugt um uppruna þeirra upplýsinga sem hafa ekki fengið staðfestar hjá opinberum aðilum. Í umræddri færslu er jafnframt bent á aukningu á því að verið sé að blanda ópíóðalyfinu fentanýl við fíkniefni á borð við oxycontin, kókaín og LSD. Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins en Rauði Krossinn starfrækir verkefnið Frú Ragnheiður. Í samtali við Vísi segir hún starfsfólk Frú Ragnheiðar hafa orðið vart við aukningu á undanförnum vikum og mánuðum þegar kemur að andlátum í kjölfar ofskömmtunar fíkniefna. „Seinustu vikur og mánuði höfum við tekið eftir aukningu á því að fólk er að taka of stóra skammta,“ segir Hafrún og á þar við efni á borð við oxycontin og contalgin. „Við erum að heyra það reglulega að fólk innan okkar skjólstæðingahóps hefur áhyggjur af því efni sem það hefur keypt og telja að það sé búið að setja út í það vafasöm íblöndunarefni, það er að segja fentanýl. En það er hins vegar enginn að mæla efnin, þannig að það er enginn með þetta staðfest. Þetta er meira tilfinning hjá fólki sem þekkir þessi efni sem það notar daglega, það finnur fyrir öðruvísi áhrifum.“ Hafrún segir klárlega hægt að tala um ópíóðafarald. „Það er alltaf jafn mikil eftirspurn, en stundum er framboðið minna og þá fer fólk að búa til þessar töflur og pressa þær. Þá kemur áhættan, því það er verið að blanda allskonar efnum í þessar pillur. Fólk veit aldrei nákvæmlega hvort það er að fá pressaða töflu eða töflu frá lyfjafyrirtæki og það veit ekki hversu hátt magn er í töflunni.“ Hafrún segir brýna þörf á fræðslu um vímuefni. Það sé mikilvægt að opna umræðuna. „Við þurfum að þora að tala um vímuefni. Þetta er svo mikið feimnismál, og fólk er ekki að treysta sér til að leita að fræðslu um hvaða efni það þarf að varast, og hvaða efni hafa hvaða áhrif. Það er svo hættulegt, vegna þess að þá er fólk bara hvert í sínu horni.“ Hafrún Elísa Sigurðardóttir hjá Frú Ragnheiði. Ofskömmtun af völdum ópíóðalyfja getur valdið öndunarstoppi og jafnvel dauða. Eitt af verkefnum Frú Ragnheiðar undafarið ár er dreifing á lyfinu Naloxone í nefúðaformi , en lyfið er notað þegar þörf er á neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða. Hafrún bendir á að stór hópur þeirra sem nota efnin, sérstaklega ungmenni og fólk með flókinn fíknivanda, eru ekki skjólstæðingar Frú Ragnheiðar og hafa þar af leiðandi ekki aðgengi að Naloxone. „Þetta eru einstaklingar sem eru ekki eins mikið að nota efnin í æð, heldur meira munnlega. Þetta er samt mikill áhættuhópur. Þetta eru til dæmis ungmenni sem eru á djamminu og eru meira að prófa sig áfram, og þau þekkja ekki vel inn á þol sitt,“ segir Hafrún og bætir við að þess vegna sé mikilvægt að tryggja aðgengi að Naloxone. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings „Fólk ætti að geta orðið sér út um það alls staðar, rétt eins og með önnur lausasölulyf.“
Fíkn Lyf Tengdar fréttir Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla. 27. september 2021 14:01 Lokuðu dyrnar í heilbrigðiskerfinu Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. 24. apríl 2023 08:01 Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23. apríl 2023 17:31 Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05 Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. 3. apríl 2023 12:03 FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. 16. nóvember 2022 23:31 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. 31. ágúst 2022 22:00 OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 „Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. 3. júní 2022 15:00 Tryggja þarf greiðan aðgang að neyðarlyfinu Naloxone til framtíðar! Stórt framfaraskref í skaðaminnkandi þjónustu á Íslandi var tekið nú á dögunum þegar Naloxone nefúðinn var loksins aðgengilegur að kostnaðarlausu í gegnum Frú Ragnheiðar verkefnið hjá Rauða krossinum. 27. maí 2022 15:00 Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. 21. mars 2022 14:33 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla. 27. september 2021 14:01
Lokuðu dyrnar í heilbrigðiskerfinu Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. 24. apríl 2023 08:01
Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. 23. apríl 2023 17:31
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02
Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05
Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. 3. apríl 2023 12:03
FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53
60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. 16. nóvember 2022 23:31
Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00
Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. 31. ágúst 2022 22:00
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46
„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. 3. júní 2022 15:00
Tryggja þarf greiðan aðgang að neyðarlyfinu Naloxone til framtíðar! Stórt framfaraskref í skaðaminnkandi þjónustu á Íslandi var tekið nú á dögunum þegar Naloxone nefúðinn var loksins aðgengilegur að kostnaðarlausu í gegnum Frú Ragnheiðar verkefnið hjá Rauða krossinum. 27. maí 2022 15:00
Oxy-notkun Íslendinga eykst og fimmta hver kona notar ópíóíða Ávísunum ópíóíða hefur fjölgað milli síðustu tveggja ára, í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fleiri leystu út lyfjaávísanir á ópíóíða í fyrra heldur en árið 2020 og meirihluti leysti út oftar en einu sinni. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. 21. mars 2022 14:33
Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00