Tólf ára Íslandsmeistari vill verða sú besta í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:35 Garima Nitinkumar Kalugade með bikarinn og ásamt hinum verðlaunahöfunum í hennar flokki. Tennissamband Íslands - TSÍ Garima Nitinkumar Kalugade er aðeins tólf ára gömul en náði því engu að síður um helgina að verða Íslandsmeistari kvenna í tennis. Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér. Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér.
Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira