Söfnuðu sjötíu og fimm milljónum í leikinn Dig in Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 13:31 Forsvarsmenn Vitar Games. Frá vinstri: Vianey G. Gonzales Leal, Baldvin Albertsson, Ævar Örn Kvaran og Egill Ásgrímsson. Tölvuleikjafyrirtækið Vitar Games safnaði 75 milljónum króna í fyrstu fjármögnun þess. Hún var framkvæmd með sjóðunum Behold Ventures og Brunnur vaxtarsjóður II. Peningarnir verða notaðir til framleiðslu leiksins Dig in, sem er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir. Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum. Leikjavísir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum.
Leikjavísir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira