Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 11:59 Ásgeir átti varla til orð þegar hann heyrði að Íslendingar væru orðnir fleiri en 390 þúsund talsins. Vísir/skjáskot Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló. Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló.
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46