Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. apríl 2023 21:28 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að samtal fari nú af stað um fýsileika þess að sameina skóla eða auka samstarf. Vísir/Einar Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. Starfshópur á vegum menntamálaráðherra hefur lagt fram tillögur að framtíðarskipulagi en í þeim felst sameining eða samstarf nokkurra skóla. Skólarnir sem um ræðir eru Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, og Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Keilir. Átta skólar eru nefndir í tillögum starfshópsins. Grafík/Rúnar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir aðdragandann sá að stjórnvöld séu með mjög róttækar aðgerðir í farvatninu sem markast af menntastefnu til ársins 2030 þar sem kveðið er á um stóreflingu starfsnáms meðal annars. „Hluti af þessari vinnu er að skoða með hvaða hætti við getum fengið aukinn slagkraft inn í þær einingar sem eru á framhaldsskólastiginu en líka nýtt fjármagnið þar betur. Þannig að grunnurinn að þessu er markaður, við ætlum að nýta orkuna í kerfinu betur fyrir nemendur og til að geta þjónustað kennara og skólasamfélagið meira,“ segir Ásmundur. Hitafundir vegna sameiningar í Reykjavík Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík á einum stað í Stakkahlíð. Þó tíðindi fóru öfugt ofan í marga innan skólans og var til að mynda mikill hiti á fundum skólanna um málið í gær. Ráðherrann segir það ekki staðfest að af sameiningunni verði heldur sé aðeins verið að kanna fýsileika þess. „Það er ekki þannig að við séum búin að ákveða fyrir fram hvaða lending eigi að vera í þessum verkefnum, við viljum eiga samtal um þau og við viljum gjarnan að frumkvæðið að hugmyndum komi innan frá og það er það sem við erum að hvetja til með þessari vinnu,“ segir hann. „Ef að það væri ekki svo þá hefðum við bara tilkynnt að þetta væri orðinn hlutur og það er ekki þannig sem þetta er.“ Það þykir þó ljóst að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varðar Menntaskólann við Sund en fyrr á árinu var greint frá heldur umfangsmiklum mygluvanda í núverandi byggingu skólans. Þetta spili inn í mögulegar vangaveltur um sameiningu frekar en samstarf. „Það virðist vera eftir skoðun Framkvæmdasýslunnar að staðan þar sé alvarlegri heldur en fyrstu vísbendingar bentu til og í því sambandi gæti þurft að loka byggingunni til einhverra ára á meðan viðhald færi fram, þannig að eðli málsins samkvæmt hefur það talsverð áhrif. Það er nú ekki eins og að það sé mikið af skólabyggingum á lausu í Reykjavík eða hér á höfuðborgarsvæðinu um þessi misserin,“ segir hann. Setur strik í merkan kafla í sögu þjóðarinnar Áhrif samruna yrðu ekki síður mikil á Kvennaskólann en skólinn er hátt í 150 ára gamall og á ríflega hundrað ára sögu að baki í miðbænum. Í ályktun sem kennarafélag skólans sendi frá sér síðdegis kemur fram að þau hafni öllum hugmyndum um að leggja skólann niður í núverandi mynd en sérstaða hans sé mikill og skólabragur byggi að miklu leyti á staðsetningu og húsakosti. „Ef sameina á tvo skóla þarf að endurskoða frá grunni námsskipulag, námsframboð, námsbrautir, áfangalýsingar og fleira. Því er ljóst að í raun er verið að leggja niður báða skóla og stofna nýjan sem verður einhvers konar blanda gömlu skólanna tveggja. Allar fullyrðingar um annað eru haldlausar,“ segir í ályktuninni. Með því að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík væri því bæði verið að slá striki yfir merkan kafla í sögu þjóðarinnar og ógna því góða starfi sem fram fer innan veggja hans,“ segir enn fremur en að auki sé tímasetningin óheppileg þar sem það styttist í lokapróf og margir hafi áhyggjur af framtíð skólans. „Við hvetjum mennta- og barnamálaráðherra til að gæta aðhalds í fjármálum ríkisins og hætta því við að eyða bæði peningum og tíma í fýsileikakönnun á þeim kosti að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík,“ segir í lok ályktunar, sem finna má í tengdum skjölum hér að neðan. Skiptar skoðanir meðal Kvenskælinga Fréttastofa náði tali af nokkrum nemendum á fyrsta ári við Kvennaskólann og virtust þeir ekki kippa sér mikið upp við mögulega flutninga. Einar Anton Birgisson segist lítið hafa velt málinu fyrir sér. „Ég er ekki búinn að heyra mikið um þetta en ég held að þetta verði solid,“ segir hann og bætir við að hann telji það ekki munu hafa mikil áhrif á hann að flytja, það myndi bara koma í ljós. „Ég hef ekkert mikla skoðun á því, en ég held að það sé svolítill munur á nemendunum innan skólans,“ segir Ágústa Ýr Jóhannesdóttir aðspurð um málið og bætir við að henni, ásamt mörgum öðrum, líði vel á þessum stað. „Það eru náttúrulega kostir og gallar, gaman að kynnast nýju fólki og svona en þetta eru náttúrulega ólíkir skólar,“ segir Viktor Óli Eiríksson Smith. „Ég bý hérna í miðbænum þannig persónulega fyrir mig þá væri það ekki geggjað en við erum í þremur byggingum hérna og það getur oft verið erfitt að labba á milli, þetta er fínt húsnæði þarna hef ég heyrt. Þannig ég held að það verði allt í lagi,“ segir hann enn fremur aðspurður um flutninga úr miðbænum. Kvenskælingar á fyrsta ári sem fréttastofa ræddi við virtust lítið kippa sér upp við mögulega flutninga en nokkrir bentu á að skólarnir væru mismunandi. Stöð 2 Ragnar Örn Pétursson segir áformin spennandi en bendir einnig á að námskerfin eru misjöfn hjá skólunum tveimur. „Ég veit ekki hvernig það mun virka, hvernig það verður sameinað. En ég mun alveg sakna þess ef við förum í aðra byggingu að njóta þess að horfa á tjörnina og slaka á. Þetta er fínt umhverfi hérna,“ segir Ragnar. Óttar Örn Bergmann tekur í svipaða strengi. „Maður mun sakna þess að geta litið yfir tjörnina á mánudagsmorgnum en það er ekkert sem maður getur ekki komist yfir,“ segir hann. Þá bendir hann á að núverandi húsnæði sé kannski ekki það besta. „Þetta er ekki ný bygging og ég væri til í að kynnast nýju fólki og fá nýtt umhverfi. Kvennaskólinn er samt geggjaður, ég hef ekkert slæmt að segja um hann, en það væri gaman að prufa eitthvað nýtt,“ segir hann. Munu hlusta á raddir allra í komandi samtölum Skólameistarar þeirra átta skóla sem eiga hlut í málinu hafa hafið viðræður um ýmist aukið samstarf skólanna um fagleg og rekstrarleg málefni eða sameiningu skólanna í nýjar og öflugri einingar en ýmsar ástæður eru að baki þess að umræddir skólar voru . Að sögn Ásmundar er verkefninu skipt upp í þrjá fasa. „Þetta er fyrsti fasinn, síðan gerum við ráð fyrir tillögum snemma á haustdögum og undir næstu áramót. Þannig að þetta er vinna sem við ætlum okkur að fara í á næstu mánuðum og þurfum að eiga í góðu samstarfi við kennarasamfélagið allt, við nemendur og skólasamfélagið í heild sem að myndar umgjörðina í kringum þessa skóla,“ segir Ásmundur. Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýndi í gær að þau hafi ekki fengið sæti að borðinu í stýrihópnum eða fengið að koma sínum sjónarmiðum áleiðis. Ásmundur segir að nemendur verði að sjálfsögðu kallaðir að borðinu, enda þeirra sýn mikilvæg. Aðspurður um hvort tillit verði tekið til gagnrýnisradda segir Ásmundur svo vera en eðli málsins samkvæmt séu breytingar oft viðkvæmar. „Við nálgumst það bara af ákveðinni auðmýkt og mennsku vegna þess að við vitum að slíkt er viðkvæmt og það geta legið langar sögur að baki og svo framvegis. En við þurfum að horfa til framtíðar, við þurfum að vega og meta kostina og það er það sem verður tækifæri til þess að gera í þessari vinnu,“ segir hann. Almennt gæti samruni eða samstarf sparað fjármagn. „Hugsunin er ekki sú að taka fjármagn út úr framhaldsskólakerfinu, hugsunin er að fara í stóreflingu meðal annars á námsgagnagerð, þjónustu við viðkvæma hópa, eflingu starfsnáms, og við viljum nýta hverja krónu sem best til þess að fá þann slagkraft inn í kerfið, af því að þannig fáum við sterkari nemendur til framtíðar,“ segir Ásmundur. Tengd skjöl Ályktun_Krákunnar_um_sameiningu_við_MSPDF169KBSækja skjal Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. 27. apríl 2023 19:45 Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. 27. apríl 2023 14:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Starfshópur á vegum menntamálaráðherra hefur lagt fram tillögur að framtíðarskipulagi en í þeim felst sameining eða samstarf nokkurra skóla. Skólarnir sem um ræðir eru Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, og Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Keilir. Átta skólar eru nefndir í tillögum starfshópsins. Grafík/Rúnar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir aðdragandann sá að stjórnvöld séu með mjög róttækar aðgerðir í farvatninu sem markast af menntastefnu til ársins 2030 þar sem kveðið er á um stóreflingu starfsnáms meðal annars. „Hluti af þessari vinnu er að skoða með hvaða hætti við getum fengið aukinn slagkraft inn í þær einingar sem eru á framhaldsskólastiginu en líka nýtt fjármagnið þar betur. Þannig að grunnurinn að þessu er markaður, við ætlum að nýta orkuna í kerfinu betur fyrir nemendur og til að geta þjónustað kennara og skólasamfélagið meira,“ segir Ásmundur. Hitafundir vegna sameiningar í Reykjavík Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í Reykjavík á einum stað í Stakkahlíð. Þó tíðindi fóru öfugt ofan í marga innan skólans og var til að mynda mikill hiti á fundum skólanna um málið í gær. Ráðherrann segir það ekki staðfest að af sameiningunni verði heldur sé aðeins verið að kanna fýsileika þess. „Það er ekki þannig að við séum búin að ákveða fyrir fram hvaða lending eigi að vera í þessum verkefnum, við viljum eiga samtal um þau og við viljum gjarnan að frumkvæðið að hugmyndum komi innan frá og það er það sem við erum að hvetja til með þessari vinnu,“ segir hann. „Ef að það væri ekki svo þá hefðum við bara tilkynnt að þetta væri orðinn hlutur og það er ekki þannig sem þetta er.“ Það þykir þó ljóst að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varðar Menntaskólann við Sund en fyrr á árinu var greint frá heldur umfangsmiklum mygluvanda í núverandi byggingu skólans. Þetta spili inn í mögulegar vangaveltur um sameiningu frekar en samstarf. „Það virðist vera eftir skoðun Framkvæmdasýslunnar að staðan þar sé alvarlegri heldur en fyrstu vísbendingar bentu til og í því sambandi gæti þurft að loka byggingunni til einhverra ára á meðan viðhald færi fram, þannig að eðli málsins samkvæmt hefur það talsverð áhrif. Það er nú ekki eins og að það sé mikið af skólabyggingum á lausu í Reykjavík eða hér á höfuðborgarsvæðinu um þessi misserin,“ segir hann. Setur strik í merkan kafla í sögu þjóðarinnar Áhrif samruna yrðu ekki síður mikil á Kvennaskólann en skólinn er hátt í 150 ára gamall og á ríflega hundrað ára sögu að baki í miðbænum. Í ályktun sem kennarafélag skólans sendi frá sér síðdegis kemur fram að þau hafni öllum hugmyndum um að leggja skólann niður í núverandi mynd en sérstaða hans sé mikill og skólabragur byggi að miklu leyti á staðsetningu og húsakosti. „Ef sameina á tvo skóla þarf að endurskoða frá grunni námsskipulag, námsframboð, námsbrautir, áfangalýsingar og fleira. Því er ljóst að í raun er verið að leggja niður báða skóla og stofna nýjan sem verður einhvers konar blanda gömlu skólanna tveggja. Allar fullyrðingar um annað eru haldlausar,“ segir í ályktuninni. Með því að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík væri því bæði verið að slá striki yfir merkan kafla í sögu þjóðarinnar og ógna því góða starfi sem fram fer innan veggja hans,“ segir enn fremur en að auki sé tímasetningin óheppileg þar sem það styttist í lokapróf og margir hafi áhyggjur af framtíð skólans. „Við hvetjum mennta- og barnamálaráðherra til að gæta aðhalds í fjármálum ríkisins og hætta því við að eyða bæði peningum og tíma í fýsileikakönnun á þeim kosti að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík,“ segir í lok ályktunar, sem finna má í tengdum skjölum hér að neðan. Skiptar skoðanir meðal Kvenskælinga Fréttastofa náði tali af nokkrum nemendum á fyrsta ári við Kvennaskólann og virtust þeir ekki kippa sér mikið upp við mögulega flutninga. Einar Anton Birgisson segist lítið hafa velt málinu fyrir sér. „Ég er ekki búinn að heyra mikið um þetta en ég held að þetta verði solid,“ segir hann og bætir við að hann telji það ekki munu hafa mikil áhrif á hann að flytja, það myndi bara koma í ljós. „Ég hef ekkert mikla skoðun á því, en ég held að það sé svolítill munur á nemendunum innan skólans,“ segir Ágústa Ýr Jóhannesdóttir aðspurð um málið og bætir við að henni, ásamt mörgum öðrum, líði vel á þessum stað. „Það eru náttúrulega kostir og gallar, gaman að kynnast nýju fólki og svona en þetta eru náttúrulega ólíkir skólar,“ segir Viktor Óli Eiríksson Smith. „Ég bý hérna í miðbænum þannig persónulega fyrir mig þá væri það ekki geggjað en við erum í þremur byggingum hérna og það getur oft verið erfitt að labba á milli, þetta er fínt húsnæði þarna hef ég heyrt. Þannig ég held að það verði allt í lagi,“ segir hann enn fremur aðspurður um flutninga úr miðbænum. Kvenskælingar á fyrsta ári sem fréttastofa ræddi við virtust lítið kippa sér upp við mögulega flutninga en nokkrir bentu á að skólarnir væru mismunandi. Stöð 2 Ragnar Örn Pétursson segir áformin spennandi en bendir einnig á að námskerfin eru misjöfn hjá skólunum tveimur. „Ég veit ekki hvernig það mun virka, hvernig það verður sameinað. En ég mun alveg sakna þess ef við förum í aðra byggingu að njóta þess að horfa á tjörnina og slaka á. Þetta er fínt umhverfi hérna,“ segir Ragnar. Óttar Örn Bergmann tekur í svipaða strengi. „Maður mun sakna þess að geta litið yfir tjörnina á mánudagsmorgnum en það er ekkert sem maður getur ekki komist yfir,“ segir hann. Þá bendir hann á að núverandi húsnæði sé kannski ekki það besta. „Þetta er ekki ný bygging og ég væri til í að kynnast nýju fólki og fá nýtt umhverfi. Kvennaskólinn er samt geggjaður, ég hef ekkert slæmt að segja um hann, en það væri gaman að prufa eitthvað nýtt,“ segir hann. Munu hlusta á raddir allra í komandi samtölum Skólameistarar þeirra átta skóla sem eiga hlut í málinu hafa hafið viðræður um ýmist aukið samstarf skólanna um fagleg og rekstrarleg málefni eða sameiningu skólanna í nýjar og öflugri einingar en ýmsar ástæður eru að baki þess að umræddir skólar voru . Að sögn Ásmundar er verkefninu skipt upp í þrjá fasa. „Þetta er fyrsti fasinn, síðan gerum við ráð fyrir tillögum snemma á haustdögum og undir næstu áramót. Þannig að þetta er vinna sem við ætlum okkur að fara í á næstu mánuðum og þurfum að eiga í góðu samstarfi við kennarasamfélagið allt, við nemendur og skólasamfélagið í heild sem að myndar umgjörðina í kringum þessa skóla,“ segir Ásmundur. Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýndi í gær að þau hafi ekki fengið sæti að borðinu í stýrihópnum eða fengið að koma sínum sjónarmiðum áleiðis. Ásmundur segir að nemendur verði að sjálfsögðu kallaðir að borðinu, enda þeirra sýn mikilvæg. Aðspurður um hvort tillit verði tekið til gagnrýnisradda segir Ásmundur svo vera en eðli málsins samkvæmt séu breytingar oft viðkvæmar. „Við nálgumst það bara af ákveðinni auðmýkt og mennsku vegna þess að við vitum að slíkt er viðkvæmt og það geta legið langar sögur að baki og svo framvegis. En við þurfum að horfa til framtíðar, við þurfum að vega og meta kostina og það er það sem verður tækifæri til þess að gera í þessari vinnu,“ segir hann. Almennt gæti samruni eða samstarf sparað fjármagn. „Hugsunin er ekki sú að taka fjármagn út úr framhaldsskólakerfinu, hugsunin er að fara í stóreflingu meðal annars á námsgagnagerð, þjónustu við viðkvæma hópa, eflingu starfsnáms, og við viljum nýta hverja krónu sem best til þess að fá þann slagkraft inn í kerfið, af því að þannig fáum við sterkari nemendur til framtíðar,“ segir Ásmundur. Tengd skjöl Ályktun_Krákunnar_um_sameiningu_við_MSPDF169KBSækja skjal
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. 27. apríl 2023 19:45 Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. 27. apríl 2023 14:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. 27. apríl 2023 19:45
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25
Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. 27. apríl 2023 14:46