Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2023 21:25 Stokka þarf upp í fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar. Vísir/Vilhelm Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar. Árborg Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar.
Árborg Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira