Ósýnilegu láglaunakonurnar Agnieszka Ewa Ziółkowska skrifar 3. maí 2023 11:30 Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom til mín kona, þegar ég vann við vinnustaðaeftirlit Eflingar, henni hafði verið sagt upp störfum en átti inni vetrarfrí sem hún átti rétt á að fá greitt. Vinnuveitandinn neitaði. Af því hann gat það. Hún leitaði á náðir stéttarfélags síns og við tókum málið að okkur. Hún var ekki sú eina. Þau eru mörg sem verða undir þegar þau reyna að verja réttindi sín og kjör, fyrst ein síns liðs, sum leita réttar síns, önnur gefast upp, vegna þess að þau eru ráðalaus. Þau eru ósýnileg. Þau eru láglaunafólk, gjarnan af erlendum uppruna, eiga erfitt með íslensku, eru valdalaus og hlunnfarin. Og þau eru mörg. Fyrir hundrað árum gekk reykvískt verkafólk 1. maí göngu í fyrsta sinn, árið 1923. Gengið var frá Vonarstræti og upp í Þingholtin og þaðan að Laugavegi og aftur niður brekkuna. Hvað vildu þau, þessar langömmur, eða langalangömmur okkar og afar, eða réttara sagt ykkar, því mínir forfeður höfðu á þessum degi gengið 1. maí göngu í 33 ár áður en 1. maí ganga var gengin í fyrsta sinn á Íslandi. Hverjar voru kröfurnar? Þær eru kunnuglegar: styttri vinnutími betra húsnæði („engar kjallarakompur samþykktar!“, var ekki Kveikur að sýna okkur einmitt þær um daginn?) engan tekjuskatt á lágmarkslaun. Lífsaðstæður okkar og kjör hafa batnað. Verkafólk hefur skipulagt sig og staðið saman, framan af síðustu öld hafði verkalýðshreyfingin á að skipa bæði alþýðusambandi og alþýðuflokki, við börðumst á götunni, við samningaborðið og á alþingi. Lög voru sett um vinnutíma, vinnuvernd, almannatryggingar, sjúkratryggingar, lífeyriskerfi, og margt annað. Stóru málin hnikuðust áfram, saga hreyfingarinnar er mörkuð glæstum sigrum og framförum. Í það heila tekið. En það er ekki allt sem sýnist. Ísland hefur breyst, okkur hefur fjölgað og við erum öðruvísi. Það sem hefur ekki breyst er samstaðan, gildi hennar, mikilvægi og þýðing. Atvinnurekendur og kapítalistar eiga pening. Við eigum samstöðu. Hún er okkar auður og vald. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar er vel sýnileg okkur öllum, við vitum hvað þau heita og hvernig þau líta út. Svo eru aðrir sem við vitum ekkert um. Varðveitum samstöðuna, en berjumst fyrir þau ósýnilegu Varðveitum samstöðuna, en gleymum ekki valdalausu láglaunakonunum Varðveitum samstöðuna, og gerum baráttu valdalausra láglaunakvenna að okkar baráttu! Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Höfundur var varaformaður Eflingar, stéttarfélags.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun