Telur ungmenni nota ensku til að draga upp ákveðna mynd af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 12:56 Helga segir að drengirnir hafi notað þau ensku orð sem tengjast leiknum þeirra beint. Í tilviki 15 ára drengjanna var um að ræða Grand Theft Auto. Getty/Cate Gillon Rannsóknardósent hjá Árnastofnun segir notkun ensku í unglingamáli ekki einskorðast við Ísland heldur sé hún snar þáttur í unglingamáli- og menningu víða um heim. Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23