Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. maí 2023 01:51 David V. Doyle sem skaut stúlku í höfuðið hefur verið handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás og ólögleg notkun skotvopns. Samsett/skjáskot/AP Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira