Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2023 09:01 Eurovísir dvaldi í viku á Adelphi-hótelinu í hjarta Liverpool, sem alræmt er fyrir óþrifnað, úr sér genginn húsakost og meintan draugagang. Grafík/hjalti freyr Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar. Adelphi hótelið var reist í núverandi mynd árði 1914 en á reitnum hafa staðið hótel síðan á nítjándu öld. Hótelið er starfrækt í glæsilegri, friðaðri byggingu við Ranelagh-stræti í göngufjarlægð frá Eurovision-höllinni. Eurovísir leiðir áhorfendur í gegnum króka og kima Adelphi-hótelsins í þættinum hér fyrir neðan. Umfjöllunin er fyrsta innslag þáttarins. Og á sínum tíma var Adelphi flottasta hótel borgarinnar, eins og heimamenn hafa ítrekað tjáð okkur. Því til staðfestingar þarf ekki annað en að renna yfir Wikipedia-síðu Adelphi; Frank Sinatra, Judy Garland og Winston Churchill gistu öll á Adelphi á gullárum starfseminnar. Glæsileikinn er enda greinilegur þegar komið er inn á hótelið í dag. Tilkomumiklir samkomusalir og kristalsljósakrónur einkenna húsakynnin, þar sem andi fyrri dýrðar svífur yfir vötnum. Adelphi-hótelið árið 1926. Það var þá ein allra glæsilegasta bygging Liverpool.Getty/SSPL En það er einmitt málið: fyrri dýrð. Hótelkeðjan Britannia keypti Adelphi árið 1983 og heimamenn virðast flestir kenna stjórnendum þar um hvernig nú er komið fyrir hótelinu. Í dag er Adelphi, fyrrum perla Liverpool, nefnilega einkum frægt fyrir að vera lítt fýsilegur dvalarstaður. Heilbrigðiseftirlit í Liverpool hefur ítrekað skilað kolsvörtum hreinlætisúttektum og hótelið hefur verið sektað um mörghundruð þúsund pund fyrir óásættanlega meðferð á mat. Breskir fréttamenn hafa margir gert sér sérstakar ferðir á hótelið, gist þar og afhjúpað miklar meinsemdir að dvölinni lokinni. Hnignun Adelphi hótelsins hefur einkum verið haldið á lofti í umfjöllunum staðarmiðilsins Liverpool Echo. Blaðamaður miðilsins gisti til að mynda á hótelinu árið 2019 og lét ekki ýkja vel af aðbúnaði þar. Óræðar skemmdir og dúkkuhönd Og þó að upplifun Eurovísis af Adelphi sé ekki alveg sú martröð sem margir aðrir hafa lýst er greinilegt að hið sögufræga hótel hefur verið hlunnfarið um nauðsynlegt viðhald í áraraðir. Í umfjöllun Eurovísis fyrir ofan er litið inn í herbergi undirritaðrar, sem reyndar var ofsalega rúmgott og tiltölulega snyrtilegt. Vaskurinn var þó kominn til ára sinna eins og sýnt er í myndskeiðinu, í loftinu voru áberandi skemmdir af óþekktum uppruna, ekkert loftljós var í herberginu og þar virkaði aðeins annar af tveimur lömpum. Víðast á hótelinu var svo annað hvort afgerandi hlandlykt í loftinu eða yfirþyrmandi lykt af hreinsiefni. Þá má undirrituð til með að nefna að Helena Rakel pródúsent Eurovísis fann dúkkuhönd í rúmi sínu þegar hún lagðist þar til hvílu fyrstu nóttina í Liverpool. Einkennilegt! Leigubílstjórar Liverpool á einu máli Hnignun Adelphi virðist enn fremur hvíla þungt á íbúum Liverpool. Hver einasti leigubílstjóri sem sótti okkur á hótelið innti okkur íbygginn eftir áliti okkar á því. Þegar við höfðum svarað því kurteislega til að hótelið mætti vissulega muna sinn fífil fegurri tók iðulega við sögustund það sem eftir lifði bílferðar. Einn leigubílstjórinn lýsti því til að mynda yfir að hótelið væri beinlínis það versta í borginni og íbúar skömmuðust sín mjög fyrir það. Annar upplýsti okkur enn fremur um að í fyrra hefði orðið hryllilegt slys á Adelphi. Ung kona lenti undir fataskáp og lést, skelfilegt mál sem þótti undirstrika hversu djúpt hótelið væri sokkið. Gólandi gestir og meintar afturgöngur Þriðji leigubílstjórinn benti okkur svo á að til viðbótar við ofantalið væri ákaflega reimt á Adelphi. Við nánari eftirgrennslan reyndist það stemma, hótelið er ekki aðeins frægt fyrir óþrifnað heldur einnig meintan draugagang. Hér hafa áhugamenn um drauga ítrekað trámatíserast á vappi um gangana að næturlagi, nú síðast írskir bræður sem töldu sig hafa náð meintri afturgöngu á myndband. Þessu vonandi ótengt hrökk undirrituð upp eina nóttina í Eurovision-vikunni við ærandi öskur í konu úti á gangi, sem lét auk þess högg dynja á hurðum. Lætin hljóðnuðu eftir nokkra stund og eftirmálar urðu engir. Enda líklegast um að ræða drukkinn hótelgest í ógöngum, þó að atvikið hafi verið óþægilegt í meira lagi. Einkum í ljósi þeirra upplýsinga um meintan reimleika sem undirrituð hafði þá nýverið öðlast. En hvað sem dúkkuhöndum og draugagangi líður leið okkur liðsmönnum Eurovísis hreint ágætlega þessar sjö nætur sem við gistum á Adelphi. Hótelið er vel staðsett, starfsfólkið er indælt og pissulyktin venst ágætlega. Við útilokum alls ekki að við snúum einhvern tímann aftur. Þrjár stjörnur! Bretland Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. 13. maí 2023 15:23 Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. 12. maí 2023 21:01 Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. 12. maí 2023 16:09 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Adelphi hótelið var reist í núverandi mynd árði 1914 en á reitnum hafa staðið hótel síðan á nítjándu öld. Hótelið er starfrækt í glæsilegri, friðaðri byggingu við Ranelagh-stræti í göngufjarlægð frá Eurovision-höllinni. Eurovísir leiðir áhorfendur í gegnum króka og kima Adelphi-hótelsins í þættinum hér fyrir neðan. Umfjöllunin er fyrsta innslag þáttarins. Og á sínum tíma var Adelphi flottasta hótel borgarinnar, eins og heimamenn hafa ítrekað tjáð okkur. Því til staðfestingar þarf ekki annað en að renna yfir Wikipedia-síðu Adelphi; Frank Sinatra, Judy Garland og Winston Churchill gistu öll á Adelphi á gullárum starfseminnar. Glæsileikinn er enda greinilegur þegar komið er inn á hótelið í dag. Tilkomumiklir samkomusalir og kristalsljósakrónur einkenna húsakynnin, þar sem andi fyrri dýrðar svífur yfir vötnum. Adelphi-hótelið árið 1926. Það var þá ein allra glæsilegasta bygging Liverpool.Getty/SSPL En það er einmitt málið: fyrri dýrð. Hótelkeðjan Britannia keypti Adelphi árið 1983 og heimamenn virðast flestir kenna stjórnendum þar um hvernig nú er komið fyrir hótelinu. Í dag er Adelphi, fyrrum perla Liverpool, nefnilega einkum frægt fyrir að vera lítt fýsilegur dvalarstaður. Heilbrigðiseftirlit í Liverpool hefur ítrekað skilað kolsvörtum hreinlætisúttektum og hótelið hefur verið sektað um mörghundruð þúsund pund fyrir óásættanlega meðferð á mat. Breskir fréttamenn hafa margir gert sér sérstakar ferðir á hótelið, gist þar og afhjúpað miklar meinsemdir að dvölinni lokinni. Hnignun Adelphi hótelsins hefur einkum verið haldið á lofti í umfjöllunum staðarmiðilsins Liverpool Echo. Blaðamaður miðilsins gisti til að mynda á hótelinu árið 2019 og lét ekki ýkja vel af aðbúnaði þar. Óræðar skemmdir og dúkkuhönd Og þó að upplifun Eurovísis af Adelphi sé ekki alveg sú martröð sem margir aðrir hafa lýst er greinilegt að hið sögufræga hótel hefur verið hlunnfarið um nauðsynlegt viðhald í áraraðir. Í umfjöllun Eurovísis fyrir ofan er litið inn í herbergi undirritaðrar, sem reyndar var ofsalega rúmgott og tiltölulega snyrtilegt. Vaskurinn var þó kominn til ára sinna eins og sýnt er í myndskeiðinu, í loftinu voru áberandi skemmdir af óþekktum uppruna, ekkert loftljós var í herberginu og þar virkaði aðeins annar af tveimur lömpum. Víðast á hótelinu var svo annað hvort afgerandi hlandlykt í loftinu eða yfirþyrmandi lykt af hreinsiefni. Þá má undirrituð til með að nefna að Helena Rakel pródúsent Eurovísis fann dúkkuhönd í rúmi sínu þegar hún lagðist þar til hvílu fyrstu nóttina í Liverpool. Einkennilegt! Leigubílstjórar Liverpool á einu máli Hnignun Adelphi virðist enn fremur hvíla þungt á íbúum Liverpool. Hver einasti leigubílstjóri sem sótti okkur á hótelið innti okkur íbygginn eftir áliti okkar á því. Þegar við höfðum svarað því kurteislega til að hótelið mætti vissulega muna sinn fífil fegurri tók iðulega við sögustund það sem eftir lifði bílferðar. Einn leigubílstjórinn lýsti því til að mynda yfir að hótelið væri beinlínis það versta í borginni og íbúar skömmuðust sín mjög fyrir það. Annar upplýsti okkur enn fremur um að í fyrra hefði orðið hryllilegt slys á Adelphi. Ung kona lenti undir fataskáp og lést, skelfilegt mál sem þótti undirstrika hversu djúpt hótelið væri sokkið. Gólandi gestir og meintar afturgöngur Þriðji leigubílstjórinn benti okkur svo á að til viðbótar við ofantalið væri ákaflega reimt á Adelphi. Við nánari eftirgrennslan reyndist það stemma, hótelið er ekki aðeins frægt fyrir óþrifnað heldur einnig meintan draugagang. Hér hafa áhugamenn um drauga ítrekað trámatíserast á vappi um gangana að næturlagi, nú síðast írskir bræður sem töldu sig hafa náð meintri afturgöngu á myndband. Þessu vonandi ótengt hrökk undirrituð upp eina nóttina í Eurovision-vikunni við ærandi öskur í konu úti á gangi, sem lét auk þess högg dynja á hurðum. Lætin hljóðnuðu eftir nokkra stund og eftirmálar urðu engir. Enda líklegast um að ræða drukkinn hótelgest í ógöngum, þó að atvikið hafi verið óþægilegt í meira lagi. Einkum í ljósi þeirra upplýsinga um meintan reimleika sem undirrituð hafði þá nýverið öðlast. En hvað sem dúkkuhöndum og draugagangi líður leið okkur liðsmönnum Eurovísis hreint ágætlega þessar sjö nætur sem við gistum á Adelphi. Hótelið er vel staðsett, starfsfólkið er indælt og pissulyktin venst ágætlega. Við útilokum alls ekki að við snúum einhvern tímann aftur. Þrjár stjörnur!
Bretland Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. 13. maí 2023 15:23 Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. 12. maí 2023 21:01 Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. 12. maí 2023 16:09 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. 13. maí 2023 15:23
Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. 12. maí 2023 21:01
Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. 12. maí 2023 16:09
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30