„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. maí 2023 12:06 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og var á meðal þeirra sem upplifði svefnlitla nótt vegna umfangsmikilla árása Rússa á borgina. Stöð 2 Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12