Íbúasamráð um breytt deiliskipulag! Bragi Bjarnason skrifar 17. maí 2023 23:00 Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun