Baðst afsökunar á blóti Haalands í fögnuðinum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:30 Erling Haaland með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Englandsmeistari í fyrstu tilraun. Getty/Tom Flathers Erling Haaland stalst til að trufla sigurviðtal á Sky Sports í meistarafögnuði Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær, til að lýsa yfir aðdáun á liðsfélaga sínum Jack Grealish. Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999. Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999.
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira