Hvað kostar lýðræðið? Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. maí 2023 10:30 Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun