Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2023 12:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Sigurjón Ólason Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild: Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild:
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45
Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27