Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2023 06:01 Frá Landspítalanum við Hringbraut þar sem geðdeild er til húsa. Vísir/Vilhelm Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum. Kona á sextugsaldri lést á móttökugeðdeild Landspítalans við Hringbraut 16. ágúst árið 2021. Steina Árnadóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um opinbera starfsmenn. Hún neitar sök. Þrjár samstarfskonur Steinu báru við aðalmeðferð málsins á miðvikudag að hún hefði hellt tveimur flöskum af næringardrykk upp í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og konan lést. Steina hélt því fram að hún hefði brugðist við þegar samstarfskona sagði að það stæði í konunni. Hún hafi bankað á bak hennar og matarbitar komið upp. Hún hafi talið að eitthvað væri enn í vélinda konunnar og því gefið henni nokkra sopa af næringardrykk. Þá hafi hún tekið eftir að vökvinn flæddi út um munnvik konunnar. Hún taldi sig hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til að bjarga konunni. Við aðalmeðferðina í gærmorgun kom fram að konan hefði greinst með lungnabólgu að morgni dagsins sem hún lést. Hún hafi þrátt fyrir það verið flutt aftur af bráðadeild í Fossvogi á geðdeildina vegna aðstæðna á spítalanum. Mataragnir í vélinda og munnholi Dánarorsök konunnar í skýrslu réttarlækna var sú að konan hefði kafnað af völdum ljóss efnis sem fannst djúpt ofan í lungum hennar. Mataragnir fundust eining í vélinda og munnholi. Réttarlæknir sem kom fyrir dóminn lýsti efninu sem kremkenndu og líklega hefði það verið mjólkurlitaður vökvi sem hafi svo þést í lungunum. Erfitt væri að áætla upphaflegt rúmmál vökvans þar sem lungun taki upp vatn. Annar höfundur krufningarskýrslu sagði að efnið hefði náð út í ystu æsar lungnablaðra og teppt loftskipti. Ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um hvernig efnið barst ofan í lungun en hún hefði andað því að sér. Dreifing efnisins væri meiri og dýpri en í dæmigerðum tilvikum þar sem fólk slysast til að fá mataragnir eða bita í öndunarveg. Hann gæti ekki ímyndað sér að vökvinn hefði borist í lungun öðruvísi en við öndun. Spurður út í aðrar mataragnir sem fundust við krufningu sagði læknirinn að óháð þeim hefði konan verið búin að anda að sér vökvanum áður. Ekki var hægt að staðfesta hvort vökvinn sem fannst í lungunum við krufningu væri næringardrykkurinn þar sem sömu steinefni væri að finna í honum og líkama manns. Niðurstöður rannsóknar sem Matís gerði hafi ekki verið afgerandi um það, að sögn sérfræðings tæknideildar sem kom fyrir dóminn. Mikil ásvelgingarhætta Læknir gaf fyrirmæli um að konan fengi fljótandi fæði vegna þess að hún væri í mikilli ásvelgingarhættu því hún var mjög grönn og líklegt að stæði í henni daginn sem hún lést. Sérnámslæknir sem kom fyrir dóminn í gærmorgun sagðist hafa skrifað fyrirmælin rétt fyrir vaktaskipti þegar Steina kom á kvöldvakt. Fyrirmælin hafi verið óvanaleg og læknar gerðu ráð fyrir að þau kæmust mögulega ekki til skila. Því hafi hjúkrunarfræðingur á dagvakt fengið munnleg fyrirmæli auk þess sem þau voru færð inn í kerfi sem starfsmenn höfðu aðgang að. Steina lagði mikla áherslu á að fyrirmæli hafi verið um að konan fengi fljótandi fæði og að hún hefði ekki brotið það. Hjúkrunarfræðingur sem var á dagvaktinni sagði í gærmorgun að það hefði verið alveg skýrt að sjúklingurinn hefði átt að vera á fljótandi fæði. Fram kom í gær að sjúkraliði á kvöldvaktinni gaf sjúklingnum að borða. Hann hafi tekið matarbakka með nafni hans. Konan hafi tekið til matar síns hratt en hvorki tuggið né kyngt. Aðrir starfsmenn deildarinnar könnuðust við að konan ætti þetta til. Frásögn Steinu er að miklu leyti í andstöðu við frásögn annarra starfsmanna á deildinni þennan dag.vísir/Vilhelm Sjúkraliðinn sagðist fyrir dómi á miðvikudag hafa sótt Steinu vegna þess að konan safnaði matnum í munni. Honum hafi virst konan móð og þung fyrir brjósti en róleg. Sjúkraliðinn og tvær aðrar samstarfskonur Steinu af vaktinni báru í á miðvikudag að hún hefði hellt tveimur flöskum af drykknum í konuna á meðan tvær þeirra héldu henni og að hún hefði ekki sinnt athugasemdum þeirra um að konan gæti ekki andað og væri jafnvel að deyja. Hún hafi ekki hætt að hella fyrr en konan missti meðvitund. Framburður Steinu stangaðist á við hinna þriggja í grundvallaratriðum. Hún fullyrti að stuðningsfulltrúi á deildinni hefði sótt sig í skyndi vegna þess að það stæði í sjúklingnum. Sjálf hafi hún reynt að reisa konuna upp með lítilli hjálp samstarfskvenna sinna. Hún hafi bankað í bak konunnar og hún þá hóstað upp mat. Eftir það hafi hún gefið henni nokkra sopa af drykk þar sem hún hefði talið að enn væri eitthvað í vélinda konunnar. Þá hafi hún tekið eftir að drykkurinn læki út um munnvik konunnar og að hún kyngdi ekki. Gögn benda sterklega til köfnunar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, eyddi nokkru púðri í að spyrja réttarlækni út í sefandi lyfið klózapín sem fannst í miklu magni í konunni við krufningu. Fram hafði komið að konan þjáðist af geðklofa en klózapín er gefið þegar önnur lyf hafa ekki borið árangur. Vildi Vilhjálmur vita hvort að konan hefði ekki getað látist af eitrunaráhrifum klózapínsins og samverkandi áhrifa annarra lyfja sem konan var á. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi geðhjúkrunarfræðingsins.Vísir/Vilhelm Réttarlæknirinn sagði að taka þyrfti tölum um styrk efnisins í blóði eftir andlát með fyrirvara þar sem þekkt væri að hann gæti mælst hærri þá en ella. Það hafði einnig komið fram í máli sérnámslæknis og lyfjafræðings. Styrkur lyfsins hafi þrátt fyrir það verið hár þegar konan lést. Konan hafi hins vegar verið með með hjarta- og lungnastarfsemi og hún hafi líklega verið vakandi. Hún hafi ekki verið með eitrunaráhrif. Klózapínið hafi ekki dregið hana til dauða. Aðstæður í lungunum, vökvinn sem dreifðist þar um, hafi á hinn bóginn ekki samræmst lífi eða öndun. Gögnin bentu sterklega til köfnunar og möguleikar á öðrum orsökum væru mjög litlir. Hinn réttarlæknirinn sagði að klózapíneitrun gæti ekki útskýrt teppuna í lungum konunnar. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Heilbrigðismál Dómsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Kona á sextugsaldri lést á móttökugeðdeild Landspítalans við Hringbraut 16. ágúst árið 2021. Steina Árnadóttir, 62 ára hjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um opinbera starfsmenn. Hún neitar sök. Þrjár samstarfskonur Steinu báru við aðalmeðferð málsins á miðvikudag að hún hefði hellt tveimur flöskum af næringardrykk upp í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og konan lést. Steina hélt því fram að hún hefði brugðist við þegar samstarfskona sagði að það stæði í konunni. Hún hafi bankað á bak hennar og matarbitar komið upp. Hún hafi talið að eitthvað væri enn í vélinda konunnar og því gefið henni nokkra sopa af næringardrykk. Þá hafi hún tekið eftir að vökvinn flæddi út um munnvik konunnar. Hún taldi sig hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til að bjarga konunni. Við aðalmeðferðina í gærmorgun kom fram að konan hefði greinst með lungnabólgu að morgni dagsins sem hún lést. Hún hafi þrátt fyrir það verið flutt aftur af bráðadeild í Fossvogi á geðdeildina vegna aðstæðna á spítalanum. Mataragnir í vélinda og munnholi Dánarorsök konunnar í skýrslu réttarlækna var sú að konan hefði kafnað af völdum ljóss efnis sem fannst djúpt ofan í lungum hennar. Mataragnir fundust eining í vélinda og munnholi. Réttarlæknir sem kom fyrir dóminn lýsti efninu sem kremkenndu og líklega hefði það verið mjólkurlitaður vökvi sem hafi svo þést í lungunum. Erfitt væri að áætla upphaflegt rúmmál vökvans þar sem lungun taki upp vatn. Annar höfundur krufningarskýrslu sagði að efnið hefði náð út í ystu æsar lungnablaðra og teppt loftskipti. Ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um hvernig efnið barst ofan í lungun en hún hefði andað því að sér. Dreifing efnisins væri meiri og dýpri en í dæmigerðum tilvikum þar sem fólk slysast til að fá mataragnir eða bita í öndunarveg. Hann gæti ekki ímyndað sér að vökvinn hefði borist í lungun öðruvísi en við öndun. Spurður út í aðrar mataragnir sem fundust við krufningu sagði læknirinn að óháð þeim hefði konan verið búin að anda að sér vökvanum áður. Ekki var hægt að staðfesta hvort vökvinn sem fannst í lungunum við krufningu væri næringardrykkurinn þar sem sömu steinefni væri að finna í honum og líkama manns. Niðurstöður rannsóknar sem Matís gerði hafi ekki verið afgerandi um það, að sögn sérfræðings tæknideildar sem kom fyrir dóminn. Mikil ásvelgingarhætta Læknir gaf fyrirmæli um að konan fengi fljótandi fæði vegna þess að hún væri í mikilli ásvelgingarhættu því hún var mjög grönn og líklegt að stæði í henni daginn sem hún lést. Sérnámslæknir sem kom fyrir dóminn í gærmorgun sagðist hafa skrifað fyrirmælin rétt fyrir vaktaskipti þegar Steina kom á kvöldvakt. Fyrirmælin hafi verið óvanaleg og læknar gerðu ráð fyrir að þau kæmust mögulega ekki til skila. Því hafi hjúkrunarfræðingur á dagvakt fengið munnleg fyrirmæli auk þess sem þau voru færð inn í kerfi sem starfsmenn höfðu aðgang að. Steina lagði mikla áherslu á að fyrirmæli hafi verið um að konan fengi fljótandi fæði og að hún hefði ekki brotið það. Hjúkrunarfræðingur sem var á dagvaktinni sagði í gærmorgun að það hefði verið alveg skýrt að sjúklingurinn hefði átt að vera á fljótandi fæði. Fram kom í gær að sjúkraliði á kvöldvaktinni gaf sjúklingnum að borða. Hann hafi tekið matarbakka með nafni hans. Konan hafi tekið til matar síns hratt en hvorki tuggið né kyngt. Aðrir starfsmenn deildarinnar könnuðust við að konan ætti þetta til. Frásögn Steinu er að miklu leyti í andstöðu við frásögn annarra starfsmanna á deildinni þennan dag.vísir/Vilhelm Sjúkraliðinn sagðist fyrir dómi á miðvikudag hafa sótt Steinu vegna þess að konan safnaði matnum í munni. Honum hafi virst konan móð og þung fyrir brjósti en róleg. Sjúkraliðinn og tvær aðrar samstarfskonur Steinu af vaktinni báru í á miðvikudag að hún hefði hellt tveimur flöskum af drykknum í konuna á meðan tvær þeirra héldu henni og að hún hefði ekki sinnt athugasemdum þeirra um að konan gæti ekki andað og væri jafnvel að deyja. Hún hafi ekki hætt að hella fyrr en konan missti meðvitund. Framburður Steinu stangaðist á við hinna þriggja í grundvallaratriðum. Hún fullyrti að stuðningsfulltrúi á deildinni hefði sótt sig í skyndi vegna þess að það stæði í sjúklingnum. Sjálf hafi hún reynt að reisa konuna upp með lítilli hjálp samstarfskvenna sinna. Hún hafi bankað í bak konunnar og hún þá hóstað upp mat. Eftir það hafi hún gefið henni nokkra sopa af drykk þar sem hún hefði talið að enn væri eitthvað í vélinda konunnar. Þá hafi hún tekið eftir að drykkurinn læki út um munnvik konunnar og að hún kyngdi ekki. Gögn benda sterklega til köfnunar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, eyddi nokkru púðri í að spyrja réttarlækni út í sefandi lyfið klózapín sem fannst í miklu magni í konunni við krufningu. Fram hafði komið að konan þjáðist af geðklofa en klózapín er gefið þegar önnur lyf hafa ekki borið árangur. Vildi Vilhjálmur vita hvort að konan hefði ekki getað látist af eitrunaráhrifum klózapínsins og samverkandi áhrifa annarra lyfja sem konan var á. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi geðhjúkrunarfræðingsins.Vísir/Vilhelm Réttarlæknirinn sagði að taka þyrfti tölum um styrk efnisins í blóði eftir andlát með fyrirvara þar sem þekkt væri að hann gæti mælst hærri þá en ella. Það hafði einnig komið fram í máli sérnámslæknis og lyfjafræðings. Styrkur lyfsins hafi þrátt fyrir það verið hár þegar konan lést. Konan hafi hins vegar verið með með hjarta- og lungnastarfsemi og hún hafi líklega verið vakandi. Hún hafi ekki verið með eitrunaráhrif. Klózapínið hafi ekki dregið hana til dauða. Aðstæður í lungunum, vökvinn sem dreifðist þar um, hafi á hinn bóginn ekki samræmst lífi eða öndun. Gögnin bentu sterklega til köfnunar og möguleikar á öðrum orsökum væru mjög litlir. Hinn réttarlæknirinn sagði að klózapíneitrun gæti ekki útskýrt teppuna í lungum konunnar.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Heilbrigðismál Dómsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23 Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar. 25. maí 2023 16:23
Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 24. maí 2023 15:52