Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum Bjarni Jónsson skrifar 30. maí 2023 11:30 Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun