Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 12:56 Atriðið hjá Hafþóri og Pedro Pascal er eitt af þeim minnisstæðustu í þáttunum. Getty Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið. Áður en Pascal sigraði heiminn í þáttunum The Mandalorian og The Last of Us var hann fyrst og fremst frægur fyrir dauðaatriði sitt úr Krúnuleikunum. Í þáttunum lék hann Oberyn Martell, bróðir prinsins af Dorne, sem átti í útistöðum við Lannister ættina. Í lok fjórðu seríu, árið 2014, barðist hann í einvígi við Gregor Clegane eða Fjallið, leiknum af Hafþóri Júlíusi, sem hafði hann undir með áðurnefndum afleiðingum. „Það var svo heitt þegar við tókum þetta atriði upp,“ sagði Pascal í Youtube þættinum Hot Ones í umsjá Sean Evans. „Hann var yfir mér með þumlana í augunum á mér og var með rör upp handlegginn sem pumpaði köldu blóði á mig.“ Segir hann Hafþór Júlíus hafa verið mjög blíðan og að gerviblóðið hafi verið afar kælandi. „Ég féll í djúpan svefn,“ sagði Pascal. Fékk augnsýkingar frá aðdáendum Atriðið fræga skapaði Pascal hins vegar ekki aðeins mikla frægð heldur líka augnsýkingar. Segist hann hafa asnast til þess að leyfa aðdáendum að pota í augun á sér. „Ég man eftir því að vegna þess hvernig persónan mín dó í Krúnuleikunum að aðdáendur vildu endilega taka sjálfur með mér þar sem þeir voru að pota í augun á mér,“ sagði Pascal. „Ég var svo hamingjusamur með hversu vinsæl persónan mín var að ég leyfði þeim að gera það. Svo fékk ég svolitla augnsýkingu.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Áður en Pascal sigraði heiminn í þáttunum The Mandalorian og The Last of Us var hann fyrst og fremst frægur fyrir dauðaatriði sitt úr Krúnuleikunum. Í þáttunum lék hann Oberyn Martell, bróðir prinsins af Dorne, sem átti í útistöðum við Lannister ættina. Í lok fjórðu seríu, árið 2014, barðist hann í einvígi við Gregor Clegane eða Fjallið, leiknum af Hafþóri Júlíusi, sem hafði hann undir með áðurnefndum afleiðingum. „Það var svo heitt þegar við tókum þetta atriði upp,“ sagði Pascal í Youtube þættinum Hot Ones í umsjá Sean Evans. „Hann var yfir mér með þumlana í augunum á mér og var með rör upp handlegginn sem pumpaði köldu blóði á mig.“ Segir hann Hafþór Júlíus hafa verið mjög blíðan og að gerviblóðið hafi verið afar kælandi. „Ég féll í djúpan svefn,“ sagði Pascal. Fékk augnsýkingar frá aðdáendum Atriðið fræga skapaði Pascal hins vegar ekki aðeins mikla frægð heldur líka augnsýkingar. Segist hann hafa asnast til þess að leyfa aðdáendum að pota í augun á sér. „Ég man eftir því að vegna þess hvernig persónan mín dó í Krúnuleikunum að aðdáendur vildu endilega taka sjálfur með mér þar sem þeir voru að pota í augun á mér,“ sagði Pascal. „Ég var svo hamingjusamur með hversu vinsæl persónan mín var að ég leyfði þeim að gera það. Svo fékk ég svolitla augnsýkingu.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira