Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2023 23:03 Frá afhendingu þotunnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Áhöfn og starfsfólk Play ásamt fulltrúum Airbus Egill Aðalsteinsson Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá afhendingu þotunnar. Hún er sú lengsta í þessari línu Airbus, af gerðinni A321neo, og tekur alls 214 farþega í sæti. Hún var formlega afhent Play við athöfn síðdegis þar sem boðið var upp á köku og kampavín og ræðuhöld og myndatöku framan við nýja gripinn. Það var 24. júní 2021 sem Play fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Fyrsta árið voru flugvélarnar þrjá, í fyrra voru þær sex og núna er sú tíunda komin í flotann. „Tíunda þotan á tveimur árum. Bara hrikalega stór dagur fyrir félagið og mikill áfangi. Og við erum auðvitað alveg í skýjunum með þetta allt saman,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play eftir að hafa tekið við flugvélinni fyrir hönd félagsins. Forstjóri Play, Birgir Jónsson, skar fyrstu kökusneiðina fyrir hönd félagsins.Egill Aðalsteinsson Flugvélin var sett saman í Airbus verksmiðjunum í Hamborg og telst því glæný úr kassanum. Play leigir hana af stærstu flugvélaleigu heims, AerCap, eins og flestar hinar. Þetta er fjórða A321-þotan í flota félagsins en hinar sex eru af styttri A320-gerðinni, sem tekur um 180 farþega. „Margar af okkar þotum eru glænýjar. Við erum með yngsta flugflota í Evrópu. Þannig að það er frábært að taka við spánýrri vél hérna frá Airbus,“ sagði Birgir en meðalaldur flugvélanna er um tvö ár. Ú samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg.Egill Aðalsteinsson Nýju þotunni, TF-PLC, var flogið til Íslands í kvöld og hún fer svo í áætlunarflug í næstu viku. „Hún fer beint í fyrsta verkefni sem er auðvitað að sjálfsögðu flug til Tenerife í næstu viku. Sumarið lítur frábærlega út og það eru bara allar vélar fullar. Ég held að við séum að fara inn í frábært ferðasumar,“ sagði forstjóri Play. Siggeir Siggeirsson flugstjóri og Jón Örn Arnarson aðstoðarflugmaður flugu vélinni heim til Íslands í kvöld.Egill Aðalsteinsson Play mun fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í ár og verða um 550 manns í vinnu hjá flugfélaginu. „Í júní förum við í fyrstu ferðirnar okkar til Aþenu, Amsterdam og Toronto sem verða sérstaklega mikilvægir áfangastaðir í tengifluginu okkar á milli Evrópu og Norður Ameríku. Eftirspurnin eftir þessum áfangastöðum í leiðakerfi okkar er mikil. Því veitir ekki af þessum liðsauka í flotann okkar á þessum mikilvæga tímapunkti sem mun auka skilvirkni og áreiðanleika í flugrekstrinum til muna,” sagði Birgir. Hér má rifja upp fyrsta áætlunarflug Play þann 24. júní 2021: Play Fréttir af flugi Þýskaland Airbus Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27. apríl 2023 16:02 Ekki þörf á annarri hlutafjáraukningu og vegna metsölu „safnist upp“ fjármunir Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu. 7. mars 2023 06:01 Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. 4. nóvember 2022 08:30 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá afhendingu þotunnar. Hún er sú lengsta í þessari línu Airbus, af gerðinni A321neo, og tekur alls 214 farþega í sæti. Hún var formlega afhent Play við athöfn síðdegis þar sem boðið var upp á köku og kampavín og ræðuhöld og myndatöku framan við nýja gripinn. Það var 24. júní 2021 sem Play fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Fyrsta árið voru flugvélarnar þrjá, í fyrra voru þær sex og núna er sú tíunda komin í flotann. „Tíunda þotan á tveimur árum. Bara hrikalega stór dagur fyrir félagið og mikill áfangi. Og við erum auðvitað alveg í skýjunum með þetta allt saman,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play eftir að hafa tekið við flugvélinni fyrir hönd félagsins. Forstjóri Play, Birgir Jónsson, skar fyrstu kökusneiðina fyrir hönd félagsins.Egill Aðalsteinsson Flugvélin var sett saman í Airbus verksmiðjunum í Hamborg og telst því glæný úr kassanum. Play leigir hana af stærstu flugvélaleigu heims, AerCap, eins og flestar hinar. Þetta er fjórða A321-þotan í flota félagsins en hinar sex eru af styttri A320-gerðinni, sem tekur um 180 farþega. „Margar af okkar þotum eru glænýjar. Við erum með yngsta flugflota í Evrópu. Þannig að það er frábært að taka við spánýrri vél hérna frá Airbus,“ sagði Birgir en meðalaldur flugvélanna er um tvö ár. Ú samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg.Egill Aðalsteinsson Nýju þotunni, TF-PLC, var flogið til Íslands í kvöld og hún fer svo í áætlunarflug í næstu viku. „Hún fer beint í fyrsta verkefni sem er auðvitað að sjálfsögðu flug til Tenerife í næstu viku. Sumarið lítur frábærlega út og það eru bara allar vélar fullar. Ég held að við séum að fara inn í frábært ferðasumar,“ sagði forstjóri Play. Siggeir Siggeirsson flugstjóri og Jón Örn Arnarson aðstoðarflugmaður flugu vélinni heim til Íslands í kvöld.Egill Aðalsteinsson Play mun fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í ár og verða um 550 manns í vinnu hjá flugfélaginu. „Í júní förum við í fyrstu ferðirnar okkar til Aþenu, Amsterdam og Toronto sem verða sérstaklega mikilvægir áfangastaðir í tengifluginu okkar á milli Evrópu og Norður Ameríku. Eftirspurnin eftir þessum áfangastöðum í leiðakerfi okkar er mikil. Því veitir ekki af þessum liðsauka í flotann okkar á þessum mikilvæga tímapunkti sem mun auka skilvirkni og áreiðanleika í flugrekstrinum til muna,” sagði Birgir. Hér má rifja upp fyrsta áætlunarflug Play þann 24. júní 2021:
Play Fréttir af flugi Þýskaland Airbus Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27. apríl 2023 16:02 Ekki þörf á annarri hlutafjáraukningu og vegna metsölu „safnist upp“ fjármunir Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu. 7. mars 2023 06:01 Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. 4. nóvember 2022 08:30 Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27. apríl 2023 16:02
Ekki þörf á annarri hlutafjáraukningu og vegna metsölu „safnist upp“ fjármunir Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu. 7. mars 2023 06:01
Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. 4. nóvember 2022 08:30
Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum. 24. júní 2021 20:29