Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:06 Andrés Jónsson almannatengill. Vísir/Vilhelm Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal
Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira