„Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 12:10 Varaformaður BSRB segir samstöðu meðal félagsfólks sterkari en nokkru sinni. Vísir/Ívar Fannar Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46