Óvæntar vendingar á Spáni í dag Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 22:30 Fernando Alonso lenti í smá basli á heimavelli á Aston Martin bíl sínum í dag Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Red Bull Racing, verður á rásspól í Spánarkappakstrinum sem fram fer á morgun. Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins. Akstursíþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að Hollendingurinn setti hraðasta hringinn í tímatökum fyrr í dag. Þó það séu kannski ekki óvænt tíðindi, miðað við yfirburði Red Bull Racing á yfirstandandi tímabili, þá koma næstu menn á eftir Verstappen úr nokkuð óvæntri átt. Carlos Sainz, ökumaður Ferrari sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri það sem af er tímabili, ræsir annar á morgun og næst á eftir honum er að finna Lando Norris á bíl McLaren. Pierre Gasly, ökumaður Alpine, setti fjórða hraðasta tímann í síðustu umferð tímatökunnar en hann fékk síðan í hendurnar sex sæta refsingu fyrir að hafa í tvígang þvælst fyrir öðrum ökumönnum á hröðum hring. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á bíl Mercedes ræsir fjórði en Sergio Perez (Red Bull Racing) og Fernando Alonso (Aston Martin, aðal keppinauta Verstappen í stigakeppni ökumanna er ekki að finna á meðal fremstu manna. Alonso ræsir áttundi en í kjölfar rigningar á brautarsvæðinu missti hann stjórn á bíl sínum og endaði utan brautar. Á þeirri stundu urðu skemmdir á undirvagni bíls hans sem ekki tókst að laga að fullu. Perez datt úr leik í tímatökum í annarri umferð. Honum tókst með naumindum að komast áfram úr fyrstu umferð og í þeirri annarri endaði hann utan brautar undir lokin, skemmdi dekkjagang sinn og mun ræsa ellefti á morgun. Það stefnir því allt í ansi áhugaverðan Formúlu 1 kappakstur á Spáni á morgun en ætla má, miðað við yfirburði Verstappen á tímabilinu til þessa að lítil spenna muni ríkja um fyrsta sæti kappakstursins.
Akstursíþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira