Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2023 13:23 Fyrirtækið hafði til skoðunar að reisa níu hundruð íbúðir. Vísir/Vilhelm Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði.
Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira