Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2023 15:38 Svona birtist samanburðurinn á heimasíðu Verðgáttarinnar. Þar er hægt að púsla saman innkaupakörfu og bera saman verð. verdgattin.is Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. Í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar segir að verð uppfærist einu sinni á sólarhring samhliða gagnaskilum frá verslunum. Neytendur geti sett upp sína eigin matarkörfu, með því að velja þær vörur og það magn sem hentar þeirra innkaupum. Þannig geta neytendur borið saman verð sinnar matarkörfu á milli verslana. Verslanirnar sjá sjálfar um að skila verði til Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hér má prófa Verðgáttina. Verðgáttin er liður í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um að fylgjast náið með þróun verðlags helstu neysluvara í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar. Sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings kjarasamninga á almennum vinnumarkaði studdi menningar- og viðskiptaráðuneytið Rannsóknasetur Verslunarinnar (RSV) um 10 milljónir króna til framkvæmdar verkefnisins. „Með Verðgáttinni er aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags aukið og þannig stuðlað að auknu aðhaldi á neytendamarkaði,“ segir Magnús Sigurbjörnsson forstöðumaður RSV í tilkynningu. Fréttastofa prófaði að smella einu eintaki í matvörukörfuna af öllu því sem hægt er að bera saman. Karfan í Bónus kostar 42.294 krónur, 42.311 krónur í Krónunni og 42.136 krónur í Nettó. Munurinn á verði í verslununum þremur, miðað við upplýsingarnar sem birtast í Verðgáttinni í dag, virðist því afar lítill. Verðlag Matvöruverslun Verslun Neytendur Tengdar fréttir Matvörugátt þriggja verslana opnar brátt Neytendur munu geta borið saman verð á matvælum í sérstakri Matvörugátt sem opnuð verður innan fárra daga. Þrjár verslanir eru þátttakendur í verkefninu. 15. maí 2023 16:50 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar segir að verð uppfærist einu sinni á sólarhring samhliða gagnaskilum frá verslunum. Neytendur geti sett upp sína eigin matarkörfu, með því að velja þær vörur og það magn sem hentar þeirra innkaupum. Þannig geta neytendur borið saman verð sinnar matarkörfu á milli verslana. Verslanirnar sjá sjálfar um að skila verði til Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hér má prófa Verðgáttina. Verðgáttin er liður í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um að fylgjast náið með þróun verðlags helstu neysluvara í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar. Sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stuðnings kjarasamninga á almennum vinnumarkaði studdi menningar- og viðskiptaráðuneytið Rannsóknasetur Verslunarinnar (RSV) um 10 milljónir króna til framkvæmdar verkefnisins. „Með Verðgáttinni er aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags aukið og þannig stuðlað að auknu aðhaldi á neytendamarkaði,“ segir Magnús Sigurbjörnsson forstöðumaður RSV í tilkynningu. Fréttastofa prófaði að smella einu eintaki í matvörukörfuna af öllu því sem hægt er að bera saman. Karfan í Bónus kostar 42.294 krónur, 42.311 krónur í Krónunni og 42.136 krónur í Nettó. Munurinn á verði í verslununum þremur, miðað við upplýsingarnar sem birtast í Verðgáttinni í dag, virðist því afar lítill.
Verðlag Matvöruverslun Verslun Neytendur Tengdar fréttir Matvörugátt þriggja verslana opnar brátt Neytendur munu geta borið saman verð á matvælum í sérstakri Matvörugátt sem opnuð verður innan fárra daga. Þrjár verslanir eru þátttakendur í verkefninu. 15. maí 2023 16:50 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Matvörugátt þriggja verslana opnar brátt Neytendur munu geta borið saman verð á matvælum í sérstakri Matvörugátt sem opnuð verður innan fárra daga. Þrjár verslanir eru þátttakendur í verkefninu. 15. maí 2023 16:50