Þriggja ára fiðlusnillingur á Fiðlufjöri á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2023 20:31 Chrissie Telma Guðmundsdóttir umsjónarmaður Fiðlufjörs á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur er nú staddur á Hvolsvelli á „Fiðlufjöri“, sem er nokkurra daga námskeið fyrir börn og unglinga af öllu landinu í fiðluleik. Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli
Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira