Ölgerðin vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2023 13:32 Mynd af Daníel E. Arnarssyni, framkvæmdastjóra Samtakanna 78 og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar eftir að þeir höfðu skrifað undir viljayfirlýsinguna. Aðsend Forstjóri Ölgerðarinnar er stoltur af því að fyrirtækið sé það fyrsta hér á landi, sem vinnur að því að fá vottun sem hinsegin vænn vinnustaður. Ölgerðin og Samtökin 78 skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að því að Ölgerðin fái vottun sem hinsegin vænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi. Um tilraunaverkefni er að ræða en í því felst meðal annars fræðsla til starfsfólks, kannanir verða framkvæmdar, úttekt á fyrirtækinu með hinseginleika í huga og loks formleg vottun af hálfu Samtakanna 78 fyrir árslok 2023. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. „Já á mannamáli snýst þetta um hjá okkur í Ölgerðinni að búa til og hlúa að menningu, sem er fordómalaus og styður að allir eigi jafna möguleika. Við erum að leggja mikla áherslu á fjölbreytileika hjá okkur. Einsleitur hópur starfsmanna mun ekki taka bestu ákvarðanirnar, það verður ekki besta fyrirtækið í framtíðinni,“ segir Andri Þór. Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna. En er mikið af hinsegin starfsfólki þar? Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það þekki ég ekkert en án efa, það hlýtur að vera en ég skipti mér auðvitað ekkert af því,“ segir Andri Þór. Þannig að þið eruð ekkert að spá í það? „Nei, nei, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er það að hér sé fordómalaus menning og að öllum líði vel í vinnunni hvernig sem þeir eru.“ Hvað heldur þú að þessi samningur gefi ykkur? „Fyrst og fremst víðsýni og kannski meiri samkennd og kannski gerir þetta okkur, sem fyrirtæki að betri þjóðfélagsþegni ef við getum orðað það þannig,“ segir Andri Þór. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem er stoltur af nýju viljayfirlýsingunni við Samtökin 78.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hinsegin Reykjavík Ölgerðin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ölgerðin og Samtökin 78 skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að því að Ölgerðin fái vottun sem hinsegin vænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi. Um tilraunaverkefni er að ræða en í því felst meðal annars fræðsla til starfsfólks, kannanir verða framkvæmdar, úttekt á fyrirtækinu með hinseginleika í huga og loks formleg vottun af hálfu Samtakanna 78 fyrir árslok 2023. Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. „Já á mannamáli snýst þetta um hjá okkur í Ölgerðinni að búa til og hlúa að menningu, sem er fordómalaus og styður að allir eigi jafna möguleika. Við erum að leggja mikla áherslu á fjölbreytileika hjá okkur. Einsleitur hópur starfsmanna mun ekki taka bestu ákvarðanirnar, það verður ekki besta fyrirtækið í framtíðinni,“ segir Andri Þór. Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna. En er mikið af hinsegin starfsfólki þar? Hjá Ölgerðinni eru 375 stöðugildi starfsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það þekki ég ekkert en án efa, það hlýtur að vera en ég skipti mér auðvitað ekkert af því,“ segir Andri Þór. Þannig að þið eruð ekkert að spá í það? „Nei, nei, það skiptir ekki máli. Aðalmálið er það að hér sé fordómalaus menning og að öllum líði vel í vinnunni hvernig sem þeir eru.“ Hvað heldur þú að þessi samningur gefi ykkur? „Fyrst og fremst víðsýni og kannski meiri samkennd og kannski gerir þetta okkur, sem fyrirtæki að betri þjóðfélagsþegni ef við getum orðað það þannig,“ segir Andri Þór. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem er stoltur af nýju viljayfirlýsingunni við Samtökin 78.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hinsegin Reykjavík Ölgerðin Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira