Ægifegurð hvalsins Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar 13. júní 2023 11:01 Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun