„Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 13:23 Ágúst Jóhannsson framlengdi á dögunum samning sinn við Val til 2027. vísir/anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni. „Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
„Þetta er sameiginlegt verkefni hjá leikmönnum og félaginu að leggjast í þetta. Það sýnir metnaðinn hjá félaginu og leikmönnunum,“ sagði Ágúst í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Karlalið Vals tók þátt í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og komst í sextán liða úrslit hennar. Enn liggur ekki fyrir hvort kvennalið Vals þarf að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar eða kemst beint í riðlakeppnina. „Við þurfum að sjá í hvaða umferð við byrjum og svo hvort möguleikinn að komast í riðlakeppnina sé raunhæfur. Ef svo færi, sem yrði frábært fyrir okkur og íslenskan kvennahandbolta, er það eitthvað sem við þurfum að taka á í framhaldinu,“ sagði Ágúst. Valskonur hafa fengið markvörðinn Hafdísi Renötudóttur og Lovísu Thompson eftir að síðasta tímabili lauk. Ágúst segir Valsliðið nógu sterkt til að komast í gegnum álag næsta tímabils. „Nóg mjálmið þið yfir að ég sé með gott lið og það er það eina sem kemst að hjá ykkur. Liðið hlýtur að komast í gengum þetta, miðað við hvað þið sérfræðingarnir segið,“ sagði Ágúst. Valskonur unnu Eyjakonur, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði.vísir/anton Þátttaka í Evrópudeildinni er langt frá því að vera ókeypis og kostar sitt. Ljóst er að Valskonur þurfa að selja nokkra rækjupoka eða klósettpappírsrúllur til að eiga fyrir þátttökunni. „Auðvitað er þetta mikill kostnaður og það er eitthvað sem við tökumst á við sem leikmenn og félagið í heild sinni. Vonandi tekst okkur að komast í riðlakeppni og fáum alvöru stórleiki hingað heim, fullt af fólki og stemmningu í kringum það. En það er klárt mál að við þurfum að safna fyrir þessu og það verður gert í sameiningu,“ sagði Ágúst. En hversu sterk er riðlakeppni Evrópudeildarinnar? „Hún er feykilega sterk. Ég er búinn að sjá hvaða lið eru nú þegar komin í pottinn og það eru stórlið frá Noregi, Danmörku, Frakklandi, Rúmeníu og öllum þessum löndum. Þetta er gríðarlega sterk keppni en getur orðið mikil reynsla og lærdómur fyrir mína leikmenn,“ svaraði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira