Aldrei jafn margir með sparnaðarreikning eins og á síðustu og verstu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 07:01 Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir segir miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum fólks til sparnaðar. Íslandsbanki Óverðtryggður sparnaðarreikningur Íslandsbanka er orðinn sá stærsti á einstaklingssviði bankans. Framkvæmdastjóri einstaklingssviðsins segir verðbólgutíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú. „Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“ Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Það er ótrúlega gleðilegt og ákveðin tímamót um leið því þessi reikningur er eingöngu stafrænn. Þú getur ekki gengið í næsta útibú og opnað þennan reikning, heldur er það bara hægt á netinu eða í appi,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka í samtali við Vísi. Um er að ræða óbundinn óverðtryggðan sparnaðarreikning sem ber nafnið Ávöxtun og býður bankinn þar upp á 8,25 prósent vexti. Hún segir gleðilegt að einstaklingar séu orðnir jafn meðvitaðir um mikilvægi sparnaðs og raun ber vitni, á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Meðvitund um mikilvægi fjármálalæsis hafi aukist. „Við erum að sjá að með tilkomu ýmissa lausna líkt og Aurbjargar er meðvitundin orðin svo mikil hjá einstaklingum. Fólk er orðið miklu fjármálalæsara en það var og orðið miklu upplýstara um valkosti og eru orðin betri viðskiptastjórar í eigin lífi. Mér finnst þetta gríðarlega jákvæð þróun.“ Ekki lengur bara einn reikningur Miklar breytingar hafi orðið á undanförnum árum og af sem áður var, þegar einstaklingar voru einungis með einn reikning. „Sem betur fer eru einstaklingar farnir að hugsa um hvar þeir fái meira fyrir sparnaðinn sinn, sem er bara ofboðslega gott. Manni finnst það gott þegar maður sér hegðun í þá veru að fólk er farið að safna og spara sér fyrir hlutunum í stað þess að taka þetta allt saman á einhverjum lánafyrirgreiðslum. Það er bara rosalega gott.“ Allir kannist við það þegar óvæntur kostnaður komi upp og nefnir Sigríður þar tannlæknakostnað eða bilun á þvottavél. „Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu, að áður fyrr þá upplifði fólk að það þyrfti að leggja svo mikið fyrir á hverjum mánuði til þess að spara en þegar einstaklingar brjóta þetta niður og leggja bara smá til hliðar að þá verður þetta litla smáa svo hratt svo stórt.“ Einstaklingar spara á öllum aldri Hún segir að hópur þeirra einstaklinga sem nýti sér sparnaðarreikningurinn sé skipaður fjölbreyttum einstaklingum. Þeir séu á ólíkum aldri. „Það gleður líka, því að oft var sparnaður eyrnamerktur eldra fólki, að það væri bara fullorðið fólk sem ætti efni á því að spara en nú sér maður að einstaklingar eru að breyta sinni neysluhegðun og að leggja reglulega fyrir.“
Neytendur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira