Ætluðu sér að myrða njósnara í Miami Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 13:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er mjög í nöp við rússneska svikara og hefur reynt að láta ráða nokkra þeirra af dögum. AP/Evgeny Biyatov Rússneskir útsendarar ætluðu árið 2020 að ráða rússneskum manni bana í Miamiborg í Bandaríkjunum. Banatilræðið gekk ekki eftir en leiddi til þess að Bandaríkjamenn vísuðu rússneskum erindrekum og njósnurum úr landi. Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira