Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 08:49 Á myndinni sjást apar af þeirri tegund sem oftast er pyntuð á myndskeiðunum. Getty BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu. Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu.
Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira