Eftirminnilegast að koma fram í kjól frá Eivöru Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2023 11:30 Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, er viðmælandi í Tískutali vikunnar. Saga Sig Tónlistarmaðurinn, leiklistaneminn og lífskúnstnerinn Kristinn Óli Haraldsson, jafnan þekktur sem Króli, hefur gaman að margbreytileika tískunnar. Hann segist duglegur að fá föt af foreldrum sínum að láni og sækir tískuinnblásturinn meðal annars til þeirra. Undanfarin ár hefur stíllinn hans breyst í það sem kalla mætti „fullorðinslegri“ átt og segist hann ekki vita hvort samfélagslegur þrýstingur spili þar inn í. Króli er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Kristinn Óli, Króli, elskar margbreytileika tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tískan er alls konar, ætli það sé ekki það sem gerir hana skemmtilega. Margbreytilegur andskoti sem er skemmtilegt að leika sér með. Króli ásamt Selmu Björns að kynna á Íslensku tónlistarverðlaununum.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég er búinn að stunda það í dágóðan tíma að ræna fötum af mömmu og pabba. Ég tók sixpensara af pabba fyrir tveimur árum sem ég held mikið upp á og nota iðulega við viðeigandi tilefni. Króli og Sólbjört, bekkjarsystir hans úr LHÍ. Sixpensarinn sem Króli ber er í miklu uppáhaldi hjá honum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir ýmsu, ég hef tekið tímabil þar sem ég verð og seinn á mannamót eða fundi því mér finnst ekkert passa og svo á hinn bóginn er ég oft mjög snöggur að velja. Höfuðföt eru vinsæl hjá Króla.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Pólaríserandi, ég er í stanslausu andsvari við sjálfan mig um hvað mér finnst flott og skemmtilegt. Króli segir stílinn sinn hafa breyst á undanförnum árum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég held að ég sé farinn að klæða mig meira „fullorðins“, hvað sem það nú þýðir. Ég er meira farinn að vera skotinn í jakkafataklæðnaði og þess háttar. Mögulega er ég að láta undan einhverjum samfélagslegum þrýstingi um aldurskomplexa og karlmennsku hugmyndir. Það verður að fá að liggja á milli hluta. Króli segir mögulegt að samfélagslegar hugmyndir um aldurskomplexa og karlmennsku hafi áhrif á fataval hans.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Allt í kringum um mann hefur áhrif á skoðanir og sjálfið, hvort manni líkar það betur eða verr. Ég á það oft til að sjá einhverja töff týpu og hugsa með sjálfum mér: „Ég vil vera svona“. Ég læt vissulega aldrei verða að því en mér finnst maður eiga að vera stoltur af því að sækja sér innblástur og reyna ekkert að fela það. Annars finnst mér allt mitt nánasta fólk vera ógeðslega töff: Birta kærasta mín, JóiPé, Axel Magnús, Ísak Emanúel, Katla Njáls, mamma og pabbi. Króli og Axel Magnús.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei guð, það er leiðinleg forræðishyggja að banna eitthvað eða hafna einhverju sem öðrum finnst flott. Króli og kærastan hans Birta, dansari og prjónahönnuður.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég spilaði einu sinni á tónleikum í kjól af Eivöru… Ég reif kjólinn. Króli sækir tískuinnblásturinn í ýmsar áttir.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það sem lætur þér líða vel lúkkar vel. Króli klæðir sig í það sem lætur honum líða vel.Aðsend Hér má fylgjast með Króla á Instagram. Hér má hlusta á Króla á streymisveitunni Spotify. Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir „Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30 „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32 „Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Kristinn Óli, Króli, elskar margbreytileika tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tískan er alls konar, ætli það sé ekki það sem gerir hana skemmtilega. Margbreytilegur andskoti sem er skemmtilegt að leika sér með. Króli ásamt Selmu Björns að kynna á Íslensku tónlistarverðlaununum.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég er búinn að stunda það í dágóðan tíma að ræna fötum af mömmu og pabba. Ég tók sixpensara af pabba fyrir tveimur árum sem ég held mikið upp á og nota iðulega við viðeigandi tilefni. Króli og Sólbjört, bekkjarsystir hans úr LHÍ. Sixpensarinn sem Króli ber er í miklu uppáhaldi hjá honum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir ýmsu, ég hef tekið tímabil þar sem ég verð og seinn á mannamót eða fundi því mér finnst ekkert passa og svo á hinn bóginn er ég oft mjög snöggur að velja. Höfuðföt eru vinsæl hjá Króla.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Pólaríserandi, ég er í stanslausu andsvari við sjálfan mig um hvað mér finnst flott og skemmtilegt. Króli segir stílinn sinn hafa breyst á undanförnum árum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég held að ég sé farinn að klæða mig meira „fullorðins“, hvað sem það nú þýðir. Ég er meira farinn að vera skotinn í jakkafataklæðnaði og þess háttar. Mögulega er ég að láta undan einhverjum samfélagslegum þrýstingi um aldurskomplexa og karlmennsku hugmyndir. Það verður að fá að liggja á milli hluta. Króli segir mögulegt að samfélagslegar hugmyndir um aldurskomplexa og karlmennsku hafi áhrif á fataval hans.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Allt í kringum um mann hefur áhrif á skoðanir og sjálfið, hvort manni líkar það betur eða verr. Ég á það oft til að sjá einhverja töff týpu og hugsa með sjálfum mér: „Ég vil vera svona“. Ég læt vissulega aldrei verða að því en mér finnst maður eiga að vera stoltur af því að sækja sér innblástur og reyna ekkert að fela það. Annars finnst mér allt mitt nánasta fólk vera ógeðslega töff: Birta kærasta mín, JóiPé, Axel Magnús, Ísak Emanúel, Katla Njáls, mamma og pabbi. Króli og Axel Magnús.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei guð, það er leiðinleg forræðishyggja að banna eitthvað eða hafna einhverju sem öðrum finnst flott. Króli og kærastan hans Birta, dansari og prjónahönnuður.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég spilaði einu sinni á tónleikum í kjól af Eivöru… Ég reif kjólinn. Króli sækir tískuinnblásturinn í ýmsar áttir.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það sem lætur þér líða vel lúkkar vel. Króli klæðir sig í það sem lætur honum líða vel.Aðsend Hér má fylgjast með Króla á Instagram. Hér má hlusta á Króla á streymisveitunni Spotify.
Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir „Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30 „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32 „Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30
„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
Segir sjálfsöryggið smita út frá sér Fatahönnuðurinn Rubina Singh segir sjálfsöryggi og gleði vera það allra mikilvægasta þegar það kemur að tískunni. Rubina er alin upp á Akureyri en flutti í höfuðborgina fyrir nokkrum árum og segist hafa týnt sínum persónulega stíl um tíma, sem hún hefur þó blessunarlega endurheimt. Rubina er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 6. maí 2023 11:32
„Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. apríl 2023 11:31
Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00
Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00