„Prímadonnur frá Hlíðarenda“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 17:21 Adam Pálsson, leikmaður Vals. vísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Pálsson, leikmaður Vals, var léttur að vanda eftir öruggan sigur gegn ÍBV í rokinu í Vestmannaeyjum. Liðin léku í Bestu deild karla og eru á sitthvorum enda töflunnar eftir þrettán umferðir. Valur er í öðru sæti með 29 stig en ÍBV í næst neðsta með tíu stig. „Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum. Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Það var langt síðan við spiluðum og maður var orðinn spenntur að spila fótbolta aftur. Sérstaklega vegna þess að þetta var fyrsti grasleikurinn. Þótt það hafi verið mikill vindur í fyrri hálfleik þá var maður mjög spenntur fyrir þessu. Það var geggjað að ná sigri,“ segir Adam. Hann kunni að meta hrósið sem hann fékk fyrir spilamennsku síns liðs. „Takk fyrir það. Kann að meta það. Prímadonnur frá Hlíðarenda. Það er oft sagt um okkur. Við vorum með einhverja þrjátíu metra á sekúndu að harka fyrri hálfleikinn. Oft þarf að gera það til að verða meistarar. Það er gott að geta gert það líka og spilað vel líka,“ segir Adam. Aron Jóhannsson og Kristinn Sigurðsson skoruðu báðir glæsileg mörk. Segja má að vindurinn hafi hjálpað til. „Þetta voru geggjuð skot hjá Aroni og Kidda. Við vissum svosem líka að við yrðum aðeins með vindi í seinni hálfleik svo það var tækifæri til að skjóta. Við nýttum okkur það og svo róaðist leikurinn. Þetta var geggjað að ná að klára leikinn snemma og vera komnir í þægilega stöðu á 70. mínútu. Þetta er einn af erfiðustu útivöllum á Íslandi.“ Breiðablik spilaði í gær við HK inni í Kór. Adam nýtti tækifærið og skaut á Blika í léttu gríni. „Gat nú verið að Blikar hafi fengið Kórinn þegar veðrið er svona. Þetta var gjörólíkt. Það voru átján gráður og svo var þetta þvílíkur vindur hérna. Þetta er bara Ísland. Ef þú hefðir spurt mig í janúar hvernig leikurinn við ÍBV yrði. Þá hefði ég sagt að hann væri nákvæmlega svona. Við bjuggumst alveg við þessu og vorum búnir að segja fyrir leik að þetta myndi ekki skipta neinu máli,“ segir Adam að lokum.
Besta deild karla Valur ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthvað er og unnu einkar öruggan sigur. 24. júní 2023 17:00