Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 12:03 „Ég gef lítið fyrir þau orð bankastjórans að þau séu að draga lærdóm af þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Líkt og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur Íslandsbanka verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málavextir eru enn nokkuð á huldu en bankinn þáði boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með sátt. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra gagnrýnir harðlega að sátt hafi enn ekki verið birt. „Tilkynningin frá bankanum birtist á fimmtudagskvöldið og nú er kominn sunnudagur. Enn hefur skýrslan ekki birst og ég skora á stjórnendur bankans að birta skýrsluna í dag,“ segir Lilja. Framkoma stjórnenda bankans einkennist af virðingarleysi Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Lilja gefur ekki mikið fyrir þessi viðbrögð. „Nú er það svo að núverandi bankastjóri Íslandsbanka var lykilmanneskja í íslensku bankakerfi fyrir hrun. Ég gef lítið fyrir þau orð bankastjórans að þau séu að draga lærdóm af þessu. Íslenskur almenningur á enn stóran hlut í bankanum og mér finnst framkoma stjórnenda bankans í garð eigandans einkennast af virðingarleysi.“ Lilja segir bankann þurfa að byggja upp traust aftur. „Ég tel mjög mikilvægt til að hægt sé að gera það þurfi öll gögn að liggja á borðinu svo að við áttum okkur á því hvers vegna Íslandsbanki sem er, og ég ítreka, enn að stórum hluta enn í eigu almennings að greiða stærstu fésekt Íslandssögunnar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur gefið út að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Lilja gerir ráð fyrir því að hann sé að bíða eftir sáttinni. „En eins og ég segi, til að byggja upp traust þá þurfum við að hafa þessi gögn, og ég geri stóra athugasemd við það að þegar Íslandsbanki verður uppvís að slíkum brotum að þeir sjái ekki sóma sinn í því að birta skýrsluna strax. Og þess vegna er ég að tjá mig um málið.“ Uppfært 12:25. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóra Íslandsbanka, vildi árétta í kjölfar fréttarinnar að Íslandsbanki birti ekki skýrsluna heldur Fjármálaeftirlitið. Stjórn bankans hefur gefið það út að þau munu ekki tjá sig frekar um niðurstöður sáttarinnar fyrr en hún hefur verið gerð opinber. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39 „Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23. júní 2023 22:41 Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23. júní 2023 12:19 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur Íslandsbanka verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málavextir eru enn nokkuð á huldu en bankinn þáði boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með sátt. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra gagnrýnir harðlega að sátt hafi enn ekki verið birt. „Tilkynningin frá bankanum birtist á fimmtudagskvöldið og nú er kominn sunnudagur. Enn hefur skýrslan ekki birst og ég skora á stjórnendur bankans að birta skýrsluna í dag,“ segir Lilja. Framkoma stjórnenda bankans einkennist af virðingarleysi Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Lilja gefur ekki mikið fyrir þessi viðbrögð. „Nú er það svo að núverandi bankastjóri Íslandsbanka var lykilmanneskja í íslensku bankakerfi fyrir hrun. Ég gef lítið fyrir þau orð bankastjórans að þau séu að draga lærdóm af þessu. Íslenskur almenningur á enn stóran hlut í bankanum og mér finnst framkoma stjórnenda bankans í garð eigandans einkennast af virðingarleysi.“ Lilja segir bankann þurfa að byggja upp traust aftur. „Ég tel mjög mikilvægt til að hægt sé að gera það þurfi öll gögn að liggja á borðinu svo að við áttum okkur á því hvers vegna Íslandsbanki sem er, og ég ítreka, enn að stórum hluta enn í eigu almennings að greiða stærstu fésekt Íslandssögunnar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur gefið út að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Lilja gerir ráð fyrir því að hann sé að bíða eftir sáttinni. „En eins og ég segi, til að byggja upp traust þá þurfum við að hafa þessi gögn, og ég geri stóra athugasemd við það að þegar Íslandsbanki verður uppvís að slíkum brotum að þeir sjái ekki sóma sinn í því að birta skýrsluna strax. Og þess vegna er ég að tjá mig um málið.“ Uppfært 12:25. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóra Íslandsbanka, vildi árétta í kjölfar fréttarinnar að Íslandsbanki birti ekki skýrsluna heldur Fjármálaeftirlitið. Stjórn bankans hefur gefið það út að þau munu ekki tjá sig frekar um niðurstöður sáttarinnar fyrr en hún hefur verið gerð opinber.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39 „Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23. júní 2023 22:41 Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23. júní 2023 12:19 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39
„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23. júní 2023 22:41
Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23. júní 2023 12:19
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25