Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Magnús Jochum Pálsson og Atli Ísleifsson skrifa 26. júní 2023 10:32 Arna Kristín Einarsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri skrifstofu menningar- og fjölmiðla hjá menningarráðuneytinu. Vísir/GVA Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni. Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni.
Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira